Tónlist

Björk vinnur verð­laun fyrir sýndar­veru­leika­mynd­band

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk kemur vel út í stafrænni mynd.
Björk kemur vel út í stafrænni mynd.
Sýndarveruleikamyndband Bjarkar, Notget, hlaut fyrstu verðlaun á Cannes Lions í flokkinum stafræn iðn (Digital Craft).

Myndbandinu er leikstrýrt af Warren Du Preez og Nick Thorton Jones, ásamt listrænni leikstjórn frá Björk og James Merry. Myndbandið sýnir Björk sem stafræna veru í myrkum heimi. Veran flytur töfrandi flutning á laginu í veruleika sem áhorfandinn sekkur inn í.

Myndbandið er líka nýjasta viðbótin við sýninguna Björk Digital, sem hefur verið sett upp víðsvegar um heiminn. Þar hafa verið til sýnis byltingarkenndur sýndarveruleiki og 360° heimur af lögum frá síðustu plötu Bjarkar, Vulnicura.

Hægt er að sjá 2D útgáfu af myndbandinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.