Lífið

Langar til að lækna

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Valva Nótt og Ása Georgía eru búnar að fara saman á hjólabrettanámskeið, karatenámskeið og í ballett.
Valva Nótt og Ása Georgía eru búnar að fara saman á hjólabrettanámskeið, karatenámskeið og í ballett. Vísir/Ernir
Valva Nótt Ómarsdóttir og Ása Georgía Þórðardóttir Björnsson urðu vinkonur þegar þær hittust í Ísaksskóla síðasta haust. Þá settust þær í fimm ára bekk en eru orðnar sex ára núna. Þær voru kátar í útskriftarveislu skólans í síðustu viku, sungu og dönsuðu. Þær eru sammála um að lagið Sautján þúsund sólargeislar hafi verið skemmtilegast.

En hvað ætluðu þær að gera næsta dag, þegar enginn skóli var lengur?

Ása: Kannski fara í sund?

Valva: Jónína amma ætlar að kenna mér að lesa og ef ég verð dugleg þá fæ ég verðlaun. Ég ætla til hennar á morgun.

Hittist þið vinkonurnar líka utan skólans?

Valva: Já, já. Ég fékk einu sinni að gista hjá Ásu. Þá horfðum við á mynd og borðuðum popp.

Hvað finnst ykkur langskemmtilegast að gera?

Ása: Mér finnst skemmtilegast á hjólabretti. Við Valva fórum saman á hjólabretta­námskeið í vetur.

Valva: Svo fórum við líka á karatenámskeið og í ballett.

Hvað ætlið þið að gera í sumar?

Saman: Við ætlum í sumarskóla.

Valva: Ég fer líka örugglega norður á Húsavík.

Ása: Og ég í Birkihlíð. Það er sumarbústaður og ég fer þangað til að kasta steinum í vatnið og fara í hengirúmið.

Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórar?

Valva: Mig langar að verða læknir.

Ása: Mig langar að verða dýralæknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×