Verður forstjóri Opel forstjóri Audi? Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2017 08:58 Karl-Thomas Neumann, núverandi forstjóri Opel. Forstjóri Opel, Karl-Thomas Neumann, hyggst hætta sem forstjóri Opel eftir að General Motors ákvað að selja Opel til PSA Peugeot Citroën. Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung greinir frá því að Volkswagen Group hyggist aftur ráða Neumann til starfa og ráða hann sem forstjóra Audi, en Neumann hætti hjá Volkswagen þegar hann tók við forstjórastóli Opel árið 2013. Bæði Volkswagen og Audi hafi neitað að tjá sig um málið. Karl-Thomas Neumann kveðst vera ósáttur við stefnu PSA með litla áherslu á þróun rafmagnsbíla og hefur fyrir vikið áhyggjur af framtíð Opel í höndum PSA. Núverandi forstjóri Audi, Rupert Stadler er umdeildur eftir viðbrögð hans við dísilvélasvindl Volkswagen Group, en þar blandast Audi inní þar sem bílar frá þeim voru einnig búnir slíkum svindlhugbúnaði. Audi sætir rannsóknum á svindlinu og ekki sér fyrir endann á lyktum þess. Heimildir herma að Karl-Thomas Neumann hyggðist greina yfirstjórn PSA frá afsögn sinni sem forstjóri Opel þann 22. júní og að hann ætli aðeins að gegna forstjórastöðunni uns PSA tekur formlega við stjórn Opel, en líklega verður það 31. júlí. Þegar Karl-Thomas Neumann var hjá Volkswagen Group áður en hann tók við sem forstjóri Opel var hann yfir sölu Volkswagen bíla í Kína og yfir þróun rafmagnsbíla hjá Volkswagen Group. Líklegastir til að taka við forstjórastóli hjá Opel við brotthvarf Karl-Thomas Neumann eru Peter Kuespert sölustjóri Opel, Michael Lohscheller fjármálastjóri Opel, eða Tina Müller markaðsstjóri Opel. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Forstjóri Opel, Karl-Thomas Neumann, hyggst hætta sem forstjóri Opel eftir að General Motors ákvað að selja Opel til PSA Peugeot Citroën. Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung greinir frá því að Volkswagen Group hyggist aftur ráða Neumann til starfa og ráða hann sem forstjóra Audi, en Neumann hætti hjá Volkswagen þegar hann tók við forstjórastóli Opel árið 2013. Bæði Volkswagen og Audi hafi neitað að tjá sig um málið. Karl-Thomas Neumann kveðst vera ósáttur við stefnu PSA með litla áherslu á þróun rafmagnsbíla og hefur fyrir vikið áhyggjur af framtíð Opel í höndum PSA. Núverandi forstjóri Audi, Rupert Stadler er umdeildur eftir viðbrögð hans við dísilvélasvindl Volkswagen Group, en þar blandast Audi inní þar sem bílar frá þeim voru einnig búnir slíkum svindlhugbúnaði. Audi sætir rannsóknum á svindlinu og ekki sér fyrir endann á lyktum þess. Heimildir herma að Karl-Thomas Neumann hyggðist greina yfirstjórn PSA frá afsögn sinni sem forstjóri Opel þann 22. júní og að hann ætli aðeins að gegna forstjórastöðunni uns PSA tekur formlega við stjórn Opel, en líklega verður það 31. júlí. Þegar Karl-Thomas Neumann var hjá Volkswagen Group áður en hann tók við sem forstjóri Opel var hann yfir sölu Volkswagen bíla í Kína og yfir þróun rafmagnsbíla hjá Volkswagen Group. Líklegastir til að taka við forstjórastóli hjá Opel við brotthvarf Karl-Thomas Neumann eru Peter Kuespert sölustjóri Opel, Michael Lohscheller fjármálastjóri Opel, eða Tina Müller markaðsstjóri Opel.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent