Lífið

Þetta er uppáhalds heimili Íslendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið heillaði alla Íslendinga alveg frá byrjun.
Húsið heillaði alla Íslendinga alveg frá byrjun.
Nú er orðið ljóst hvaða heimili er uppáhalds heimili Íslendinga en Vísir hefur staðið fyrir kosningu og hafa lesendur valið á milli 27 heimila sem voru til umfjöllunar í þáttunum Falleg íslensk heimili.

Sigurvegarinn er hús sem stendur alveg við Mývatn. Þar Búa Björg Jónasdóttir og eiginmaður hennar í gullfallegu húsi við vatnið. Bærinn við Kálfaströnd liggur á ægifögru nesi sem skagar út á sunnanvert Mývatn. 

Sjá einnig:Úrslitaeinvígið: Veldu fallegasta heimili landsins

Þar við vatnsbakkann stóð gamalt íbúðarhús sem reyndist of illa farið til að hægt væri að endurbyggja það. Veitt var heimild til að reisa nýtt hús á grunni þess sem þó mátti ekki vera stærra eða hærra en gamla húsið. Arkitektinn Ólafur Axelsson kaus að vinna með einfalt og hefðbundið húsform til að raska ekki viðkvæmu umhverfi og staðarmynd býlisins.

Húsið við Mývatn þótti fallegastÍ þáttunum Falleg íslensk heimili voru ávallt þrír sérfræðingar og þau voru; Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.

Þrjú heimili voru heimsótt í hverjum þætti og fengu sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.

Einbýlishúsið við Mývatn keppti við Högnuhúsið í Garðabæ og einbýlishús á Akureyri í úrslitum og fékk húsið við Mývatn 60 prósent atkvæða.

Húsið er algjörlega einstakt og hér að neðan má sjá þegar sérfræðingarnir fóru í heimsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.