Talnaspeki og táknfræði í h-moll messu Bachs Jónas Sen skrifar 14. júní 2017 09:15 Einsöngvararnir voru flottir, segir í dómnum. Hér sjást Hannah Morrison og Alex Potter. Mynd/Snorri Sigurðsson Tónlist Bach: Messa í h-moll Hallgrímskirkja Laugardaginn 10. júní Flytjendur: Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju og Mótettukór kirkjunnar. Einsöngvarar: Oddur A. Jónsson, Elmar Gilbertsson, Alex Potter og Hannah Morrison. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Þegar ég var lítill spurði vinkona mín hvort ég hefði heyrt h-moll messuna eftir Bach. Ég svaraði því neitandi. Hún sagði að ég væri heppinn. Pabbi hennar hefði farið með hana á messuna og hún væri lengsta og leiðinlegasta músík sem hún hefði heyrt. Að endingu hefði hann dregið hana út, organdi. Þetta eru skiljanleg viðbrögð. Messan er löng, hún tekur tvo og hálfan tíma með hléi. Tónlistin er alvörugefin og margbrotin, það er ekkert í henni sem maður myndi endilega syngja í sturtu. Enginn var þó dreginn organdi út úr kirkjunni á laugardaginn, enda voru tónleikarnir líflegir. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju spilaði og Mótettukórinn söng ásamt einsöngvurum. Hörður Áskelsson stjórnaði öllu saman, en hann á 35 ára starfsafmæli. Ferill hans hefur verið einstakur. Tónlistarlífið í kirkjunni sem hann hefur stjórnað er margbrotið og metnaðarfullt, það einkennist bæði af nýsköpun og virðingu fyrir fornum hefðum. Lengd h-moll messunnar gerir að verkum að það er auðvelt að týnast í henni. Þarna er alls konar tónlist, ýmist kórar, aríur eða dúettar. Í slíku landflæmi er nauðsynlegt að hafa kort, og var það að finna í óvanalega veglegri tónleikaskrá sem var skrifuð af Halldóri Haukssyni. Hún var einfaldlega frábær. Haukur útlistaði í smáatriðum flókna táknfræði hvers kafla, hvernig mismunandi merking messutextans endurspeglaðist í tónmálinu. Heilög þrenning er t.d. táknuð með þrískiptum takti þegar það á við. Kórinn syngur sexradda söng serafa-englanna, en þeir eru með sex vængi. Orðið sedes (situr) er teygt í löngum nótnarunum í einum kaflanum, því Kristur, sem situr við hægri hönd Föðurins, er þar að eilífu. Eining Föður og Sonar er táknuð með keðjusöng tveggja radda sem eru næstum því eins; þannig mætti lengi telja. Flutningurinn var grípandi. Hljómsveitin spilaði af nákvæmni á svokölluð upprunaleg hljóðfæri, þ.e.a.s. í þeirri mynd sem þau voru á tímum Bachs. Það hljómaði vel. Engu að síður mátti finna að kaflanum þar sem leikið var á veiðihorn. Það er ekki með neinum tökkum, svo hornleikarinn þarf að mynda alla tónana með munninum. Þetta er fjarskalega erfitt, því tónlistin er flókin og vandasöm. Hornleikurinn tókst ekki sem skyldi og maður spurði sig hvort ekki hefði farið betur á að spila bara á nútímahorn í þetta skipti. Hornið kemur aðeins fyrir í þessum eina kafla, svo það hefði ekki komið að sök. Kórinn söng hins vegar mjög fallega og af innlifun, þótt skýrleikinn hefði stundum mátt vera meiri í flóknustu köflunum. Einsöngvararnir voru auk þess flottir. Oddur A. Jónsson bariton söng af miklum þrótti og glæsileik; sömu sögu er að segja um Elmar Gilbertsson tenór. Hannah Morrison sópran var líka pottþétt, hún hefur sérlega bjarta og tæra rödd sem unaður var að hlusta á. Kontratenórinn Alex Potter var jafnframt magnaður, rödd hans var ákaflega fókuseruð og falleg, og öll túlkunin þrungin viðeigandi tilfinningu. Þetta var eftirminnileg stund. Niðurstaða: Flutningurinn á h-moll messu Bachs var hinn skemmtilegasti. Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Bach: Messa í h-moll Hallgrímskirkja Laugardaginn 10. júní Flytjendur: Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju og Mótettukór kirkjunnar. Einsöngvarar: Oddur A. Jónsson, Elmar Gilbertsson, Alex Potter og Hannah Morrison. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Þegar ég var lítill spurði vinkona mín hvort ég hefði heyrt h-moll messuna eftir Bach. Ég svaraði því neitandi. Hún sagði að ég væri heppinn. Pabbi hennar hefði farið með hana á messuna og hún væri lengsta og leiðinlegasta músík sem hún hefði heyrt. Að endingu hefði hann dregið hana út, organdi. Þetta eru skiljanleg viðbrögð. Messan er löng, hún tekur tvo og hálfan tíma með hléi. Tónlistin er alvörugefin og margbrotin, það er ekkert í henni sem maður myndi endilega syngja í sturtu. Enginn var þó dreginn organdi út úr kirkjunni á laugardaginn, enda voru tónleikarnir líflegir. Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju spilaði og Mótettukórinn söng ásamt einsöngvurum. Hörður Áskelsson stjórnaði öllu saman, en hann á 35 ára starfsafmæli. Ferill hans hefur verið einstakur. Tónlistarlífið í kirkjunni sem hann hefur stjórnað er margbrotið og metnaðarfullt, það einkennist bæði af nýsköpun og virðingu fyrir fornum hefðum. Lengd h-moll messunnar gerir að verkum að það er auðvelt að týnast í henni. Þarna er alls konar tónlist, ýmist kórar, aríur eða dúettar. Í slíku landflæmi er nauðsynlegt að hafa kort, og var það að finna í óvanalega veglegri tónleikaskrá sem var skrifuð af Halldóri Haukssyni. Hún var einfaldlega frábær. Haukur útlistaði í smáatriðum flókna táknfræði hvers kafla, hvernig mismunandi merking messutextans endurspeglaðist í tónmálinu. Heilög þrenning er t.d. táknuð með þrískiptum takti þegar það á við. Kórinn syngur sexradda söng serafa-englanna, en þeir eru með sex vængi. Orðið sedes (situr) er teygt í löngum nótnarunum í einum kaflanum, því Kristur, sem situr við hægri hönd Föðurins, er þar að eilífu. Eining Föður og Sonar er táknuð með keðjusöng tveggja radda sem eru næstum því eins; þannig mætti lengi telja. Flutningurinn var grípandi. Hljómsveitin spilaði af nákvæmni á svokölluð upprunaleg hljóðfæri, þ.e.a.s. í þeirri mynd sem þau voru á tímum Bachs. Það hljómaði vel. Engu að síður mátti finna að kaflanum þar sem leikið var á veiðihorn. Það er ekki með neinum tökkum, svo hornleikarinn þarf að mynda alla tónana með munninum. Þetta er fjarskalega erfitt, því tónlistin er flókin og vandasöm. Hornleikurinn tókst ekki sem skyldi og maður spurði sig hvort ekki hefði farið betur á að spila bara á nútímahorn í þetta skipti. Hornið kemur aðeins fyrir í þessum eina kafla, svo það hefði ekki komið að sök. Kórinn söng hins vegar mjög fallega og af innlifun, þótt skýrleikinn hefði stundum mátt vera meiri í flóknustu köflunum. Einsöngvararnir voru auk þess flottir. Oddur A. Jónsson bariton söng af miklum þrótti og glæsileik; sömu sögu er að segja um Elmar Gilbertsson tenór. Hannah Morrison sópran var líka pottþétt, hún hefur sérlega bjarta og tæra rödd sem unaður var að hlusta á. Kontratenórinn Alex Potter var jafnframt magnaður, rödd hans var ákaflega fókuseruð og falleg, og öll túlkunin þrungin viðeigandi tilfinningu. Þetta var eftirminnileg stund. Niðurstaða: Flutningurinn á h-moll messu Bachs var hinn skemmtilegasti.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira