Lífið

Bee Gees börnin komu til Íslands á einkaflugvél

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér til vinstir má sjá Gibb og börnin hans tvö.
Hér til vinstir má sjá Gibb og börnin hans tvö.
Samantha Gibb er tónlistarkona frá Miami sem hefur verið að gera fína hluti á alþjóðlegum vettvangi. Gibb er dóttir hins goðsagnakennda Maurice Gibb sem gerði garðinn frægan með diskósveitinni Bee Gees.

Hún flaug til Íslands í vikunni á einkaflugvél en hún kemur fram á Secret Solstice með hljómsveit sinni Samantha Gibb & The Cartel. Með í för í bróðir hennar Adam Gibb.

Hennar fyrstu skref tók hún með bróður sínum Adam Gibb og félaga sínum Lazaro Rodriguez í sveitinni Luna Park seint á tíunda áratugnum.

Á endanum yfirgaf Adam hljómsveitina en Samantha og Lazaro héldu áfram að semja tónlist sem Maurice tók upp og hljóðblandaði en Maurice lést árið 2003. Eftir það fluttu þau Samantha og Lazaro frá Miami til Nashville en hún segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum þaðan þrátt fyrir að tónlist hennar geti ekki beint flokkast sem kántrý.

„Það var augljóslega kántrý-tónlist á hverju horni en það var líka svakaleg neðanjarðarsena sem var að gera svo spennandi hluti í tónlist,” segir Samantha en síðan árið 2011 eftir að hafa verið í Nashville í fimm ár ákvað hún og hennar hljómsveit að snúa aftur til róta sinna með nýja sýn á tónlistinni.

Í ársbyrjun 2012 söng Samantha á Hard Rock í Fort Lauderdale með frænda sínum, Barry Gibb úr Bee Gees á fyrstu sóló tónleikum hans í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá Samantha koma fram ásamt frænda sínum Barry Gibb í Philadelphia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×