Reif sig upp úr þunglyndi og rugli Benedikt Bóas skrifar 16. júní 2017 08:00 Andri er kominn á beinu brautina eftir að hafa gengið um dimma dali þunglyndis og dópneyslu. Mynd/Hulda Vigdísardóttir Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel. Secret Solstice Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel.
Secret Solstice Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira