Frábær veiði á urriða við Árbót Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2017 06:09 Feyknaveiði hefur verið á Árbótarsvæðinu í Aðaldal. Mynd: Kristján Páll Rafnsson Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri. Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði
Veiðisvæðið kennt við Árbót þekkja kannski ekki margir en þetta er engu að síður eitt af skemmtilegri veiðisvæðum á urriða og lax í Aðaldalnum. Heildarlengdin á veiðisvæðinu eru tæpir 4 km og á því svæði má finna marga þekkta veiðistaði eins og Tjarnarhólmaflúð, Símastrengu Höskuldavík, Bótastreng og Lönguflúð. Það getur verið mikill urriði á svæðinu og hann er að öllu jöfnu vænn en meðalþyngd er um 3-4 pund og það er ekkert sjaldgæft í sjálfu sér að fá fiska um 5-8 pund. Stærri sjást reglulega en veiðast sjaldan. Veiðimenn sem hafa verið að veiðum í Árbót hafa átt frábæra daga í vikunni en á tveimur dögum lönduðu stangirnar tvær sem veiða svæðið hátt í 60 vænum urriðum og að sögn veiðimanna er mikið líf á svæðinu. Það hafa að auki sést laxar við nokkra veiðistaði svo hann er klárlega mættur á svæðið og bara tíma spursmál hvenær sá fyrsti fellur fyrir flugum veiðimanna. Það sem gefur síðan best í urriðann er þurrfluga og andstreymisveiði með púpu en straumflugurnar geta gefið vel líka ef það er kalt í veðri.
Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði