Lífið

Fólkið á Solstice: Eltir Foo Fighters á röndum og eignaðist vini í röðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Parið Lars og Kim er mætt til Íslands en þau eru í fjögurra mánaða heimsreisu. Þau höfðu hitt hinn ástralska Chris í röðinni á Secret Solstice og áttu í hrókasamræðum við hann yfir einum köldum þegar fréttastofu bar að garði.

„Við erum í heimsreisu og Íslands er einn áfangastaður okkar,“ segja þau Lars og Kim. Þau hafa verið hér í á aðra viku en fljúga heim á laugardaginn.

Þau voru svekkt að geta ekki keypt sér dagpassa á Foo Fighters en ætluðu að skemma sér fyrsta kvöld hátíðarinnar. Þau hófu heimsreisuna á Svalbarða og héðan halda þau til Bandaríkjanna.

„Við erum að skemmta okkur vel. Búin að drekka nóg af bjór,“ segir Kim. Þau segjast nánast orðlaus þegar komi að því að lýsa Íslandi og veru sinni hér, þó á jákvæðan hátt.

„Landið er frábært, yndislegt. Við eigum eftir að melta þetta,“ segir Lars og bætir við að þau hafi tekið heilan helling af myndum.

Chris er aðdáandi Foo Fighers númer eitt, með húðflúr sem hann sýndi okkur en hann hefur fylgt sveitinni eftir á ferðalagi um álfuna. Hann er vel klæddur fyrir helgina en lét þó föðurlandið eiga sig.

Viðtalið við skytturnar þrjár má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×