Bílasala í Evrópu jókst um 7,7% í maí Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 16:20 Bílaumferð í Barcelona á Spáni. Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala er með ágætum. Í maí síðastliðnum jókst sala nýrra bíla í Evrópu um 7,7% og heildarsalan náði 1,43 milljón bílum. Þessi góða sala slagar hátt í metsöluna í mái árið 2007, rétt fyrir efnahagshrunið. Þar voru japönsku bílaframleiðendurnir Suzuki og Toyota sem náði mestri aukningu í sölu, en Suzuki náði 21% aukningu og Toyota 20%. Mercedes Benz náði 14% aukningu, Fiat Chrysler var með 12% aukningu, Renault með 11% og Volkswagen 8,4%. Volkswagen Group er langstærsti bílaframleiðandi álfunnar með 24,3% markaðshlutdeild. Ford náði aðeins 4% aukningu í sölu í maí. Bílaframleiðendurnir sem ekki náðu aukningu í sölu voru Jaguar Land Rover, en þar minnkaði salan um 9,3%, Honda með 14,5% minni sölu, Mazda með 2,3 minnkun og Opel með 1,7% samdrátt. Öll stærstu bílasölulönd álfunnar voru með vöxt í sölu nema Bretland en þar minnkaði salan um 8,5%. Í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu, jókst salan um 12,9% og um 11,2% á Spáni. Sala bíla jókst árið 2014 eftir samfelldan 6 ára samdrátt. Í svo til öllum mánuðum síðan árið 2014 hefur verið aukning í bílasölu í Evrópu.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent