GM dregur sig frá Indlandi, S-Afríku og Singapore Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 14:00 Frá verksmiðju GM í Indlandi. General Motors ætlar að hætta sölu bíla í Indlandi og í S-Afríku við enda þessa árs. Er þetta liður í niðurskurði á lítt ábótasamri starfsemi GM víða um heim. GM mun leggja þess meiri áherslu á bílamarkaði þar sem sala bíla skilar einhverjum hagnaði. Í fyrri plönum GM var meiningin að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara til framleiðslu ódýrra bíla í Indlandi og sölukerfi þar í landi. Þeim áætlunum hefur nú verið lagt. GM hefur undanfarið hætt starfsemi þar sem tap hefur verið á henni og hætti t.d. sölu Chevrolet bíla í Evrópu um síðustu áramót og seldi Opel/Vauhall merkin til PSA Peugeot/Citroën. Dan Ammann, forstjóri GM, segir að mun meira vit sé í því að einblína á tækifærin sem séu á þeim mörkuðum sem skila ábata en að vera sífellt að slökkva elda á þeim mörkuðum sem aldrei skila neinu nema tapi. Það þýðir í grófum dráttum að GM ætlar að einblína á heimamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kína, sem og í S-Ameríku. GM seldi aðeins 49.000 bíla í Indlandi og S-Afríku á síðasta ári, svo þessi tvö lönd skipta ekki miklu máli í heildarstarfsemi GM. Undanfarið hefur bílasala á Indlandi verið á undanhaldi og auðveldar það GM að taka þessa ákvörðun. GM er reyndar með eina bílaverksmiðju í Indlandi og verður starfsemi hennar haldið áfram, en allir bílar sem þar verða framleiddir verða fluttir til annarra landa. Þar vinna um 2.500 manns. GM er líka með eina verksmiðju í S-Afríku en ætlar að selja hana til Isuzu Motors sem og 30% hlut sem GM á í annarri verksmiðju með Isuzu. Isuzu hefur líka keypt þann 57,7% hlut sem GM átti í sameigilegri verksmiðju fyrirtækjanna í Kenía. GM ætlar líka að draga sig af markaði í Singapore og hefur sagt upp þeim 200 starfsmönnum sínum sem þar unnu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
General Motors ætlar að hætta sölu bíla í Indlandi og í S-Afríku við enda þessa árs. Er þetta liður í niðurskurði á lítt ábótasamri starfsemi GM víða um heim. GM mun leggja þess meiri áherslu á bílamarkaði þar sem sala bíla skilar einhverjum hagnaði. Í fyrri plönum GM var meiningin að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara til framleiðslu ódýrra bíla í Indlandi og sölukerfi þar í landi. Þeim áætlunum hefur nú verið lagt. GM hefur undanfarið hætt starfsemi þar sem tap hefur verið á henni og hætti t.d. sölu Chevrolet bíla í Evrópu um síðustu áramót og seldi Opel/Vauhall merkin til PSA Peugeot/Citroën. Dan Ammann, forstjóri GM, segir að mun meira vit sé í því að einblína á tækifærin sem séu á þeim mörkuðum sem skila ábata en að vera sífellt að slökkva elda á þeim mörkuðum sem aldrei skila neinu nema tapi. Það þýðir í grófum dráttum að GM ætlar að einblína á heimamarkaðinn í Bandaríkjunum og Kína, sem og í S-Ameríku. GM seldi aðeins 49.000 bíla í Indlandi og S-Afríku á síðasta ári, svo þessi tvö lönd skipta ekki miklu máli í heildarstarfsemi GM. Undanfarið hefur bílasala á Indlandi verið á undanhaldi og auðveldar það GM að taka þessa ákvörðun. GM er reyndar með eina bílaverksmiðju í Indlandi og verður starfsemi hennar haldið áfram, en allir bílar sem þar verða framleiddir verða fluttir til annarra landa. Þar vinna um 2.500 manns. GM er líka með eina verksmiðju í S-Afríku en ætlar að selja hana til Isuzu Motors sem og 30% hlut sem GM á í annarri verksmiðju með Isuzu. Isuzu hefur líka keypt þann 57,7% hlut sem GM átti í sameigilegri verksmiðju fyrirtækjanna í Kenía. GM ætlar líka að draga sig af markaði í Singapore og hefur sagt upp þeim 200 starfsmönnum sínum sem þar unnu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent