Meðalhestaflafjöldi úr 145 í 283 í Bandaríkjunum á 40 árum Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 15:00 Bílar í Bandaríkjunum eru almennt með stórar og öflugar vélar og þessi Camaro er ágætt dæmi um það. Ef ökumaður frá 1976 myndi fá að aka hefðbundnu ökutæki dagsíns í dag yrði hann ekki bara hissa á allri tækninni sem í nútímabílum er, heldur einnig því afli sem bílarnir búa yfir. Meðalhestaflafjöldi hefur farið úr 145 í 283 í Bandaríkjunum á síðustu 40 árum, eða næstum um helming. Bílar sem til sölu eru í Bandaríkjunum er fremur öflugir miðað við aðra bílamarkaði, enda gjarna stórir og þurfa því mikið afl. Að sama skapi þurfa bílar nútímans að meðatali helmingi skemmri tíma til að fara úr kyrrstöðu í 100 km hraða, eða 7 sekúndur í stað 14 árið 1976. Árið 1976 var reyndar aðeins einn bíll í bílasölum landsins sem var yfir meðalhestaflafjöldanum nú, eða Aston Martin DBS sem var 285 hestöfl og var hann 75 hestöflum aflmeiri en Chevrolet Corvette þá. Núna er Kia Sorento með álíka afl og Aston Martin DBS bíllinn og Aston Martin Vanquish er nú 568 hestöfl. Það eru sérstaklega síðustu 5-6 ár sem stærsta stökkið hefur verið tekið í aukningu hestafla í vélum bíla síðustu ára. Það er athygliverð staðreynd á sama tíma og ströngustu reglur um eldneytisnotkun og mengun hafa verið í gildi. Einnig hefur á sama tíma sprengirými véla minnkað umtalsvert. Hafa verður í huga að aðstoð frá rafmagnsmótorum hefur hjálpað til við aukið afl nútíma bíla. Sprengirými bíla á götum Bandaríkjanna hefur minnkað um 42% á síðustu 40 árum þrátt fyrir helmings aukningu í afli. Á sama tíma hefur eyðsla þeirra minnkað um helming. Er þetta lýsandi fyrir stórtæka og umhverfisvæna þróun véla á þessum tíma. Ýmsar uppfinningar hafa stuðlað að þessari minnkun eyðslu og mengunar, en aflaukningar í leiðinni. Þar má nefna beina innsprautun eldsneytis, notkun forþjappa, möguleikann á að slökkva á hluta strokka í vélum við lítið álag, betri stjórnun á opnunartíma ventla og miklu léttari bílar, svo einhverjir þættir séu nefndir. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Ef ökumaður frá 1976 myndi fá að aka hefðbundnu ökutæki dagsíns í dag yrði hann ekki bara hissa á allri tækninni sem í nútímabílum er, heldur einnig því afli sem bílarnir búa yfir. Meðalhestaflafjöldi hefur farið úr 145 í 283 í Bandaríkjunum á síðustu 40 árum, eða næstum um helming. Bílar sem til sölu eru í Bandaríkjunum er fremur öflugir miðað við aðra bílamarkaði, enda gjarna stórir og þurfa því mikið afl. Að sama skapi þurfa bílar nútímans að meðatali helmingi skemmri tíma til að fara úr kyrrstöðu í 100 km hraða, eða 7 sekúndur í stað 14 árið 1976. Árið 1976 var reyndar aðeins einn bíll í bílasölum landsins sem var yfir meðalhestaflafjöldanum nú, eða Aston Martin DBS sem var 285 hestöfl og var hann 75 hestöflum aflmeiri en Chevrolet Corvette þá. Núna er Kia Sorento með álíka afl og Aston Martin DBS bíllinn og Aston Martin Vanquish er nú 568 hestöfl. Það eru sérstaklega síðustu 5-6 ár sem stærsta stökkið hefur verið tekið í aukningu hestafla í vélum bíla síðustu ára. Það er athygliverð staðreynd á sama tíma og ströngustu reglur um eldneytisnotkun og mengun hafa verið í gildi. Einnig hefur á sama tíma sprengirými véla minnkað umtalsvert. Hafa verður í huga að aðstoð frá rafmagnsmótorum hefur hjálpað til við aukið afl nútíma bíla. Sprengirými bíla á götum Bandaríkjanna hefur minnkað um 42% á síðustu 40 árum þrátt fyrir helmings aukningu í afli. Á sama tíma hefur eyðsla þeirra minnkað um helming. Er þetta lýsandi fyrir stórtæka og umhverfisvæna þróun véla á þessum tíma. Ýmsar uppfinningar hafa stuðlað að þessari minnkun eyðslu og mengunar, en aflaukningar í leiðinni. Þar má nefna beina innsprautun eldsneytis, notkun forþjappa, möguleikann á að slökkva á hluta strokka í vélum við lítið álag, betri stjórnun á opnunartíma ventla og miklu léttari bílar, svo einhverjir þættir séu nefndir.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent