Jennifer Berg: Einfaldur eftirréttur með hvítsúkkulaðimús 4. júní 2017 10:00 Kæru lesendur, kynnist nýja Glamkokkinum okkar, hinni hæfileikaríku Jennifer Berg. Ástríðukokkur frá blautu barnsbeini, fædd og uppalin í bænum Borås í Svíþjóð, pabbi hennar er sænskur en mamma taílensk. Jennifer elti kærastann til Íslands fyrir tveimur árum og eru þau búsett í vesturbæ Reykjavíkur með franska bolabítnum Knúti.„Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og elska að vera í eldhúsinu að prófa nýja rétti og halda matarboð heima fyrir vini eða fjölskyldu. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að taka fínar myndir af matnum sem ég bý til. Þess vegna finnst mér það ekki síður mikilvægt að maturinn líti vel út á disknum en að hann sé góður á bragðið,“ segir Jennifer en hún heldur einnig úti bloggi á Trendnet.is þar sem hægt er að fylgjast með lífi hennar, fyrir framan og aftan myndavélina. Hér töfrar hún fram einfaldan eftirrétt sem enginn verður svikinn af. Öll hráefnin má nálgast á Boxið, þar sem hægt er að panta vörur beint heim. Einfaldur eftirréttur með hvítsúkkulaðimúsInnihald (fyrir 6)Brakandi botn6 Digestive-kexkökur25 g smjörHvítsúkkulaðimús2 eggjarauður (geymið eggjahvíturnar)1 1/2 dl rjómi1 msk. sykur125 g hvítt súkkulaði, hakkað í bita1 1/2 dl léttþeyttur rjómi með 1 msk. af sykri2 eggjahvíturSkreytingÁstaraldin Hindber MarensLeiðbeiningar:Botninn: Bræðið smjör í potti. Myljið Digistive-kexið niður, bætið því út í smjörið og hrærið. Leggið svo til hliðar.Hvítsúkkulaðimús: Hellið eggjarauðum, rjóma og sykri í pott. Látið það malla á lágum hita, hrærið á meðan þangað til áferðin er orðin þykkari. Takið pottinn af hellunni og bætið við hvítsúkkulaðinu, hrærið þangað til það hefur bráðnað. Leggið til hliðar og látið kólna.Þeytið eggjahvíturnar þangað ti þær eru orðnar stífar. Léttþeytið rjóma og sykur í annarri skál. Hrærið kólnaða hvítsúkkulaðinu rólega út í rjómann með sleif og síðan stífu eggjahvítunum.Leggið örlítið af Digistive-kexinu í skál eða glas og bætið músinni síðan ofan á. Látið standa í ísskáp í a.m.k. klukkustund.Skreytið með ástaraldini, hindberjum og muldum marens. Mest lesið Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour Hugmyndir fyrir hrekkjavökuna af tískupöllunum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Passa sig Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Ellie Goulding með línu fyrir MAC Glamour „Mér finnst þetta vera mjög einfalt. Við erum tveir einstaklingar, og erum mjög hamingjusöm og ástfangin“ Glamour
Kæru lesendur, kynnist nýja Glamkokkinum okkar, hinni hæfileikaríku Jennifer Berg. Ástríðukokkur frá blautu barnsbeini, fædd og uppalin í bænum Borås í Svíþjóð, pabbi hennar er sænskur en mamma taílensk. Jennifer elti kærastann til Íslands fyrir tveimur árum og eru þau búsett í vesturbæ Reykjavíkur með franska bolabítnum Knúti.„Ég hef mikla ástríðu fyrir mat og elska að vera í eldhúsinu að prófa nýja rétti og halda matarboð heima fyrir vini eða fjölskyldu. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að taka fínar myndir af matnum sem ég bý til. Þess vegna finnst mér það ekki síður mikilvægt að maturinn líti vel út á disknum en að hann sé góður á bragðið,“ segir Jennifer en hún heldur einnig úti bloggi á Trendnet.is þar sem hægt er að fylgjast með lífi hennar, fyrir framan og aftan myndavélina. Hér töfrar hún fram einfaldan eftirrétt sem enginn verður svikinn af. Öll hráefnin má nálgast á Boxið, þar sem hægt er að panta vörur beint heim. Einfaldur eftirréttur með hvítsúkkulaðimúsInnihald (fyrir 6)Brakandi botn6 Digestive-kexkökur25 g smjörHvítsúkkulaðimús2 eggjarauður (geymið eggjahvíturnar)1 1/2 dl rjómi1 msk. sykur125 g hvítt súkkulaði, hakkað í bita1 1/2 dl léttþeyttur rjómi með 1 msk. af sykri2 eggjahvíturSkreytingÁstaraldin Hindber MarensLeiðbeiningar:Botninn: Bræðið smjör í potti. Myljið Digistive-kexið niður, bætið því út í smjörið og hrærið. Leggið svo til hliðar.Hvítsúkkulaðimús: Hellið eggjarauðum, rjóma og sykri í pott. Látið það malla á lágum hita, hrærið á meðan þangað til áferðin er orðin þykkari. Takið pottinn af hellunni og bætið við hvítsúkkulaðinu, hrærið þangað til það hefur bráðnað. Leggið til hliðar og látið kólna.Þeytið eggjahvíturnar þangað ti þær eru orðnar stífar. Léttþeytið rjóma og sykur í annarri skál. Hrærið kólnaða hvítsúkkulaðinu rólega út í rjómann með sleif og síðan stífu eggjahvítunum.Leggið örlítið af Digistive-kexinu í skál eða glas og bætið músinni síðan ofan á. Látið standa í ísskáp í a.m.k. klukkustund.Skreytið með ástaraldini, hindberjum og muldum marens.
Mest lesið Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour Hugmyndir fyrir hrekkjavökuna af tískupöllunum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Glamour Jared Leto í baði fyrir Gucci Glamour Passa sig Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Fimm bestu brúnkukremin að mati Glamour Glamour Ellie Goulding með línu fyrir MAC Glamour „Mér finnst þetta vera mjög einfalt. Við erum tveir einstaklingar, og erum mjög hamingjusöm og ástfangin“ Glamour
„Mér finnst þetta vera mjög einfalt. Við erum tveir einstaklingar, og erum mjög hamingjusöm og ástfangin“ Glamour
„Mér finnst þetta vera mjög einfalt. Við erum tveir einstaklingar, og erum mjög hamingjusöm og ástfangin“ Glamour