Darkness on the Edge of Town Bergur Ebbi skrifar 9. júní 2017 09:00 Þessi pistill hefst í Ameríku í brúngulum 8. áratugnum. Ímyndið ykkur djúpa gula sjöu sem þið þekkið úr períódumyndum eins og Dazed and Confused eða Virgin Suicides; iðandi amerískt moskító-úthverfasumar með síðhærðum, hassreykjandi slakkerum í köflóttum seventís-skyrtum starandi á converse skó sína þar sem þeir lötra eftir heitum gangstéttum. Við eina innkeyrsluna má sjá opinn bílskúr og ljóshærðan sólbrúnku-gæja með mottu og stælta upphandleggi í hvítum stuttermabol halda á tusku og strjúka yfir spyrnubílinn sinn: glænýjan Chevrolet Camaro Z/28, 1977 módel – með eldtungum á húddinu, og undir því urrandi 5,7 lítra V8 vél. Ég veit ekki hvað veldur, en ég myndagúggla gamla bíla í tíma og ótíma og stari á skjáinn eins og dáleiddur. 1977 Camaro er reffilegur á að líta. Hönnunin er lítið breytt frá því fyrir olíukreppu. Þetta er sami neflangi drjólinn, sannkallaður „muscle-car“ eins og Kaninn kallaði þá. Mælaborðið er líka ærandi, það minnir á cockpit úr flugvél frá seinna stríði. Þetta er bíll sem kyndir upp nostalgíuna í miðaldra mönnum og fær þá til að segja: „Þeir kunnu nú aldeilis að framleiða þá í gamla daga.“ Og ekki ætla ég að andmæla þeim. Ég skal meira að segja henda nokkrum spýtum í viðbót á yljandi arineldinn:Meistaraverk frá Michigan Það er funheitt síðdegi og sólin kastar fram lágum dimmgulum geislum af þeirri sort sem ljósmyndarar elska. Við erum stödd djúpt í Ameríku og djúpt í sjöunni. Í gegnum AM-útvarpið heyrist soft-rokk smellur frá hljómsveitinni Chicago. Kransæðastíflaðir úthverfapabbar eru að kveikja upp í grillum, unglingur í Black Sabbath bol dettur af hjólabretti og hruflar sig á hné. Í úthverfabotnlanganum eru krakkar að spila götuhokkí en með stuttu millibili þurfa þeir, eins og í Wayne’s World, að færa mörkin frá því bíll þarf að aka fram hjá. Það ríkir djúp vissa hins gulnaða draums. Við erum enn þremur árum frá „Make America Great Again“ hinu fyrra, því það var jú vissulega kosningaslagorð Reagans 1980 þó tæplega fimmtíu milljón manns hafi sleppt að gúggla það. Frá innkeyrslunni heyrist rosalegt vrúúúúmmmm-hljóð. Ljóshærði Camaro-töffarinn með upphandleggina var að starta bílnum. Vrúúmmm. Vrúúmmm. Krakkarnir í hverfinu sperra eyrun. Það er bensín að springa í 5,7 lítra meistaraverki frá Michigan. Vrúúúmmm. Hljóðið sem segir: „Got fuel to burn, got roads to drive,“ eins og Neil Young orti tólf árum síðar þó enginn viti enn fram á þennan dag, nákvæmlega hvað hann meinti.Keep on Rockin’ in the Free World Hvers vegna skrifa ég pistil um ameríska úthverfastemningu árið 1977? Æi, ég veit það ekki. Ég held reyndar að fullt af fólki hafi gaman af því. Til dæmis gæjar frá Keflavík, og líklega Suðurnesjunum öllum. Auk þess liggur mér soldið á hjarta, og ég er alveg að koma að því. Vrúúúmmm. Vrúúmmm. Camaro-kvikindið er komið af stað – úr innkeyrslunni og út botnlangann skríður það á ísköldum gönguhraða – en það er lognið á undan storminum enda vita allir að þar fer spyrnubíll, krúnudjásn sambandsríkisins. Mottumaðurinn gefur krökkunum letilegt hermannavink og stillir svo djúpgul skotveiðisólgleraugun af í baksýnispeglinum. Vrúúúmmm. Hann er rokinn. Krakkarnir skildir eftir í duftinu. Jóreykur. Tíbrá. Ofan á klósetti í úthverfi í Memphis liggur 158 kílóa kjötstykki, blátt og þrútið. Karton í hverri skúffu. Kalkúnn í hverjum skáp. Djúp sjöa. Chevrolet Camaro. 1977. Z/28. V8.Tölur sem Kaninn skilur Og nú aftur í raunveruleikann. Já, 2017. Takið af ykkur gulan nostalgíu-filterinn. Ástæða þess að ég er að skrifa þetta er bara til að benda fólki á að Chevrolet Camaro, 1977 módel, Z/28 með 5,7 lítra V8, skilaði 170 hestöflum! Það er minni kraftur en í einum hversdagslegasta og minnst spennandi bíl sem seldur er í Bandaríkjunum í dag. 2017 módelið af Toyta Camry skilar 178 hestöflum í grunnútgáfu– en hægt er að fá hann með 268 hestum. 2017 Camaro skilar á bilinu 275 til 455 hestum, eftir því hvaða vélarstærð er tekin. Með öðrum orðum: Bandaríki Norður-Ameríku! Hættið að a) segja að allt hafi verið frábært í gamla daga þegar það eru augljós sannindi að þið hafið aldrei haft það betra og b) takið ábyrgð á hlýnun jarðar og hættið að láta það vera sjálfsagt að grunnútfærslur af Toyota Camry geti reykspólað. Já, ég veit að þetta er pistill í íslensku blaði, fyrir íslenska lesendur – en ég bara get ekki orðað hneykslun mína og reiði yfir því að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu öðruvísi en svona, og ef Macron Frakklandsforseti hefði sagt það svona hefði kannski einn til tveir af þessum fimmtíu milljónum sem kusu gyllta göltinn kannski hlustað. En nei. Predikum fyrir kórinn, í samfélagsmiðlastíl, eins og alltaf. Iss. Vrúúmmm – af ást og virðingu, eins og alltaf. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þessi pistill hefst í Ameríku í brúngulum 8. áratugnum. Ímyndið ykkur djúpa gula sjöu sem þið þekkið úr períódumyndum eins og Dazed and Confused eða Virgin Suicides; iðandi amerískt moskító-úthverfasumar með síðhærðum, hassreykjandi slakkerum í köflóttum seventís-skyrtum starandi á converse skó sína þar sem þeir lötra eftir heitum gangstéttum. Við eina innkeyrsluna má sjá opinn bílskúr og ljóshærðan sólbrúnku-gæja með mottu og stælta upphandleggi í hvítum stuttermabol halda á tusku og strjúka yfir spyrnubílinn sinn: glænýjan Chevrolet Camaro Z/28, 1977 módel – með eldtungum á húddinu, og undir því urrandi 5,7 lítra V8 vél. Ég veit ekki hvað veldur, en ég myndagúggla gamla bíla í tíma og ótíma og stari á skjáinn eins og dáleiddur. 1977 Camaro er reffilegur á að líta. Hönnunin er lítið breytt frá því fyrir olíukreppu. Þetta er sami neflangi drjólinn, sannkallaður „muscle-car“ eins og Kaninn kallaði þá. Mælaborðið er líka ærandi, það minnir á cockpit úr flugvél frá seinna stríði. Þetta er bíll sem kyndir upp nostalgíuna í miðaldra mönnum og fær þá til að segja: „Þeir kunnu nú aldeilis að framleiða þá í gamla daga.“ Og ekki ætla ég að andmæla þeim. Ég skal meira að segja henda nokkrum spýtum í viðbót á yljandi arineldinn:Meistaraverk frá Michigan Það er funheitt síðdegi og sólin kastar fram lágum dimmgulum geislum af þeirri sort sem ljósmyndarar elska. Við erum stödd djúpt í Ameríku og djúpt í sjöunni. Í gegnum AM-útvarpið heyrist soft-rokk smellur frá hljómsveitinni Chicago. Kransæðastíflaðir úthverfapabbar eru að kveikja upp í grillum, unglingur í Black Sabbath bol dettur af hjólabretti og hruflar sig á hné. Í úthverfabotnlanganum eru krakkar að spila götuhokkí en með stuttu millibili þurfa þeir, eins og í Wayne’s World, að færa mörkin frá því bíll þarf að aka fram hjá. Það ríkir djúp vissa hins gulnaða draums. Við erum enn þremur árum frá „Make America Great Again“ hinu fyrra, því það var jú vissulega kosningaslagorð Reagans 1980 þó tæplega fimmtíu milljón manns hafi sleppt að gúggla það. Frá innkeyrslunni heyrist rosalegt vrúúúúmmmm-hljóð. Ljóshærði Camaro-töffarinn með upphandleggina var að starta bílnum. Vrúúmmm. Vrúúmmm. Krakkarnir í hverfinu sperra eyrun. Það er bensín að springa í 5,7 lítra meistaraverki frá Michigan. Vrúúúmmm. Hljóðið sem segir: „Got fuel to burn, got roads to drive,“ eins og Neil Young orti tólf árum síðar þó enginn viti enn fram á þennan dag, nákvæmlega hvað hann meinti.Keep on Rockin’ in the Free World Hvers vegna skrifa ég pistil um ameríska úthverfastemningu árið 1977? Æi, ég veit það ekki. Ég held reyndar að fullt af fólki hafi gaman af því. Til dæmis gæjar frá Keflavík, og líklega Suðurnesjunum öllum. Auk þess liggur mér soldið á hjarta, og ég er alveg að koma að því. Vrúúúmmm. Vrúúmmm. Camaro-kvikindið er komið af stað – úr innkeyrslunni og út botnlangann skríður það á ísköldum gönguhraða – en það er lognið á undan storminum enda vita allir að þar fer spyrnubíll, krúnudjásn sambandsríkisins. Mottumaðurinn gefur krökkunum letilegt hermannavink og stillir svo djúpgul skotveiðisólgleraugun af í baksýnispeglinum. Vrúúúmmm. Hann er rokinn. Krakkarnir skildir eftir í duftinu. Jóreykur. Tíbrá. Ofan á klósetti í úthverfi í Memphis liggur 158 kílóa kjötstykki, blátt og þrútið. Karton í hverri skúffu. Kalkúnn í hverjum skáp. Djúp sjöa. Chevrolet Camaro. 1977. Z/28. V8.Tölur sem Kaninn skilur Og nú aftur í raunveruleikann. Já, 2017. Takið af ykkur gulan nostalgíu-filterinn. Ástæða þess að ég er að skrifa þetta er bara til að benda fólki á að Chevrolet Camaro, 1977 módel, Z/28 með 5,7 lítra V8, skilaði 170 hestöflum! Það er minni kraftur en í einum hversdagslegasta og minnst spennandi bíl sem seldur er í Bandaríkjunum í dag. 2017 módelið af Toyta Camry skilar 178 hestöflum í grunnútgáfu– en hægt er að fá hann með 268 hestum. 2017 Camaro skilar á bilinu 275 til 455 hestum, eftir því hvaða vélarstærð er tekin. Með öðrum orðum: Bandaríki Norður-Ameríku! Hættið að a) segja að allt hafi verið frábært í gamla daga þegar það eru augljós sannindi að þið hafið aldrei haft það betra og b) takið ábyrgð á hlýnun jarðar og hættið að láta það vera sjálfsagt að grunnútfærslur af Toyota Camry geti reykspólað. Já, ég veit að þetta er pistill í íslensku blaði, fyrir íslenska lesendur – en ég bara get ekki orðað hneykslun mína og reiði yfir því að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu öðruvísi en svona, og ef Macron Frakklandsforseti hefði sagt það svona hefði kannski einn til tveir af þessum fimmtíu milljónum sem kusu gyllta göltinn kannski hlustað. En nei. Predikum fyrir kórinn, í samfélagsmiðlastíl, eins og alltaf. Iss. Vrúúmmm – af ást og virðingu, eins og alltaf. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun