Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júní 2017 18:59 Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. Vísir/Getty Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vill kynlíf en ekki samband Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20