Farmall Cub kveikti áhugann Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. maí 2017 17:00 Sigmar Jóhannsson, forsvarsmaður Búminjasafnsins Lindabæ situr á Massey Harris, árgerð 1948. Myndir/Búminjasafnið Lindabæ Sigmar Jóhannsson setti á fót búminjasafn á bænum Lindabæ í Sæmundarhlíð. Þar eru til sýnis yfir tuttugu dráttarvélar og smærri tæki. Ég hafði safnað dráttarvélum og ýmsum vélum í mög ár og látið gera upp áður en ég byggði yfir þær sýningarsal. Nú er búið að bæta við öðrum sal sem tekur 120 manns, með eldhúsi og snyrtingum. Við erum með litla veitingasölu og vorum með þrjár sortir í fyrra, ætli það verði ekki eitthvað svipað í sumar,“ segir Sigmar Jóhannsson, landpóstur og fyrrverandi bóndi á Lindabæ í Sæmundarhlíð, en hann stofnaði Búminjasafnið Lindabæ fyrir þremur árum.Fordson Major árgerð 1956Safnið telur tugi dráttarvéla og eitthvað af minni búvélum svo sem hverfisteina, skilvindur, hestakerru og sleða. Sigmar segir upphafið megi rekja til þess þegar komið var með Farmall Cub á bæinn þegar hann var strákur, árið 1952. Þar með kviknaði áhugi hans á dráttarvélum og seinna leitaði hann uppi eins vél. Boltinn fór að rúlla og í dag á hann um fimmtíu gamlar vélar, þrjátíu þeirra gangfærar og tuttugu er búið að gera upp fyrir safnið.Deutz, 514 mótor, 15 hestafla, 1 strokks, árgerð 1955„Sumar vélanna eru einstakar eins og Leyland 154 en hún er sennilega eina eintakið á landinu. Massey Harris 20 á ég einnig, frá árinu 1948. Eigandinn byrjaði að leggja inn á hana einu og hálfu ári áður en vélin var afgreidd. Það þætti skrítið í dag. Ég er með eina Farmall A 1945, sem er snúin í gang og set hana oft í gang fyrir gesti. En hún mengar, ég hef hana ekki lengi í gangi. Hún er líklega elsta vélin í safninu, sú yngsta er líklega Leylandinn, frá 1972,“ segir Sigmar.Leyland 154, árgerð 1972, sennilega eina vélin sem er til á landinu. Safnið verður opnað þann 20. júní en hægt er að fylgjast Búminjasafninu Lindabæ á Facebook. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Sigmar Jóhannsson setti á fót búminjasafn á bænum Lindabæ í Sæmundarhlíð. Þar eru til sýnis yfir tuttugu dráttarvélar og smærri tæki. Ég hafði safnað dráttarvélum og ýmsum vélum í mög ár og látið gera upp áður en ég byggði yfir þær sýningarsal. Nú er búið að bæta við öðrum sal sem tekur 120 manns, með eldhúsi og snyrtingum. Við erum með litla veitingasölu og vorum með þrjár sortir í fyrra, ætli það verði ekki eitthvað svipað í sumar,“ segir Sigmar Jóhannsson, landpóstur og fyrrverandi bóndi á Lindabæ í Sæmundarhlíð, en hann stofnaði Búminjasafnið Lindabæ fyrir þremur árum.Fordson Major árgerð 1956Safnið telur tugi dráttarvéla og eitthvað af minni búvélum svo sem hverfisteina, skilvindur, hestakerru og sleða. Sigmar segir upphafið megi rekja til þess þegar komið var með Farmall Cub á bæinn þegar hann var strákur, árið 1952. Þar með kviknaði áhugi hans á dráttarvélum og seinna leitaði hann uppi eins vél. Boltinn fór að rúlla og í dag á hann um fimmtíu gamlar vélar, þrjátíu þeirra gangfærar og tuttugu er búið að gera upp fyrir safnið.Deutz, 514 mótor, 15 hestafla, 1 strokks, árgerð 1955„Sumar vélanna eru einstakar eins og Leyland 154 en hún er sennilega eina eintakið á landinu. Massey Harris 20 á ég einnig, frá árinu 1948. Eigandinn byrjaði að leggja inn á hana einu og hálfu ári áður en vélin var afgreidd. Það þætti skrítið í dag. Ég er með eina Farmall A 1945, sem er snúin í gang og set hana oft í gang fyrir gesti. En hún mengar, ég hef hana ekki lengi í gangi. Hún er líklega elsta vélin í safninu, sú yngsta er líklega Leylandinn, frá 1972,“ segir Sigmar.Leyland 154, árgerð 1972, sennilega eina vélin sem er til á landinu. Safnið verður opnað þann 20. júní en hægt er að fylgjast Búminjasafninu Lindabæ á Facebook.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent