Pólfarar í bænum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. maí 2017 07:00 Ofvöxtur ferðamannaiðnaðar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ferðamenn fara eins og holskefla yfir marga rómuðustu staði veraldarinnar. Sums staðar er innfæddum nóg boðið. En úr vöndu er að ráða því ferðamennirnir eru lifibrauðið. Feneyjar eru mesti ferðamannastaður í heimi. Þar búa örfáir tugir þúsunda, en gestirnir eru á þriðja tug milljóna. Ekki er að undra þótt einstaka Feneyjabúi stynji yfir ósköpunum. Feneyjar eru eins og lítið frímerki miðað við Ísland. Í samanburðinum er andrýmið á Íslandi óendanlegt. Fyrst Feneyingar geta tekið á móti tugum milljóna ferðamanna á hverju ári án þess að innviðirnir bresti hlýtur að vera langt í þolmörkin hjá okkur. Þess verður til dæmis ekki vart í Feneyjum að fólk komist ekki á klósett. Við getum margt lært af Feneyjabúum. Okkur hættir til að sýna útlendum gestum óþarfa undirlægjuhátt. Yfirvöld í Feneyjum hika ekki við að setja ferðamönnunum og ferðamannaiðnaðinum stólinn fyrir dyrnar. Þau banna skyndibitakeðjur. Neonskilti og áberandi auglýsingar sjást hvergi utandyra. Karlmenn mega ekki ganga um berir að ofan og konur fá ekki að spranga um á sundbol einum fata líkt og algengt er á sólríkum ferðamannastöðum. Þannig er því skipulega forðað að mannlífið verði ferðamanninum að bráð með húð og hári. Nóg er það samt. Feneyjar halda sinni sögulegu sérstöðu. Þegar gengið er um miðborg Reykjavíkur er stundum engu líkara en maður sé kominn á fjöll. Hópar útlendinga eru klæddir eins og pólfarar. Á fögrum sumardegi minnir miðbærinn á Longyearbyen á Svalbarða. Þar fæst fátt í búðum litlu verslunargötunnar, annað en hlýjustu skjólflíkur, kuldaskór – og að vísu rifflar og haglabyssur til að verjast ísbjörnum. Þetta er kannski í lagi á Svalbarða. Þar hefur enginn fasta búsetu og lítið gróið mannlíf að taka tillit til. Fínustu mathúsin í miðbæ Reykjavíkur eru gjarnan eins og mötuneyti rannsóknarleiðangurs á norðlægum slóðum – eða fjörlegur skíðaskáli. Sumir eru til fara eins og hríðarbylur sé í aðsigi. Gott að búðirnar í miðbænum selji varninginn sinn, en hvimleitt fyrir okkur sem eigum hérna heima og viljum gera okkur dagamun. Við höfum fullt leyfi til að sakna hinna örfáu sólardaga þegar allir gengu brosandi um á stuttbuxum og bol. Það voru gleðidagar. Ótækt er að rútur skutli hverjum einasta ferðamanni upp að dyrum gististaða, tefji umferð og haldi vöku fyrir fólki um nætur þegar verst lætur. Það gerist hvergi á byggðu bóli. Af hverju láta leigubílstjórar bæjarins það yfir sig ganga að svo freklega sé gengið inn á þeirra verksvið? Ferðamennirnir hætta ekki að koma til Feneyja þótt þeim sé gert að sýna gestgjöfunum og siðum þeirra eða sérvisku tilhlýðilega virðingu. Hættan felst miklu frekar í hinu, að bugta sig og beygja fyrir ímynduðum kröfum, og verða flatneskjunni að bráð. Þannig fer mestur glansinn af mannlífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ofvöxtur ferðamannaiðnaðar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ferðamenn fara eins og holskefla yfir marga rómuðustu staði veraldarinnar. Sums staðar er innfæddum nóg boðið. En úr vöndu er að ráða því ferðamennirnir eru lifibrauðið. Feneyjar eru mesti ferðamannastaður í heimi. Þar búa örfáir tugir þúsunda, en gestirnir eru á þriðja tug milljóna. Ekki er að undra þótt einstaka Feneyjabúi stynji yfir ósköpunum. Feneyjar eru eins og lítið frímerki miðað við Ísland. Í samanburðinum er andrýmið á Íslandi óendanlegt. Fyrst Feneyingar geta tekið á móti tugum milljóna ferðamanna á hverju ári án þess að innviðirnir bresti hlýtur að vera langt í þolmörkin hjá okkur. Þess verður til dæmis ekki vart í Feneyjum að fólk komist ekki á klósett. Við getum margt lært af Feneyjabúum. Okkur hættir til að sýna útlendum gestum óþarfa undirlægjuhátt. Yfirvöld í Feneyjum hika ekki við að setja ferðamönnunum og ferðamannaiðnaðinum stólinn fyrir dyrnar. Þau banna skyndibitakeðjur. Neonskilti og áberandi auglýsingar sjást hvergi utandyra. Karlmenn mega ekki ganga um berir að ofan og konur fá ekki að spranga um á sundbol einum fata líkt og algengt er á sólríkum ferðamannastöðum. Þannig er því skipulega forðað að mannlífið verði ferðamanninum að bráð með húð og hári. Nóg er það samt. Feneyjar halda sinni sögulegu sérstöðu. Þegar gengið er um miðborg Reykjavíkur er stundum engu líkara en maður sé kominn á fjöll. Hópar útlendinga eru klæddir eins og pólfarar. Á fögrum sumardegi minnir miðbærinn á Longyearbyen á Svalbarða. Þar fæst fátt í búðum litlu verslunargötunnar, annað en hlýjustu skjólflíkur, kuldaskór – og að vísu rifflar og haglabyssur til að verjast ísbjörnum. Þetta er kannski í lagi á Svalbarða. Þar hefur enginn fasta búsetu og lítið gróið mannlíf að taka tillit til. Fínustu mathúsin í miðbæ Reykjavíkur eru gjarnan eins og mötuneyti rannsóknarleiðangurs á norðlægum slóðum – eða fjörlegur skíðaskáli. Sumir eru til fara eins og hríðarbylur sé í aðsigi. Gott að búðirnar í miðbænum selji varninginn sinn, en hvimleitt fyrir okkur sem eigum hérna heima og viljum gera okkur dagamun. Við höfum fullt leyfi til að sakna hinna örfáu sólardaga þegar allir gengu brosandi um á stuttbuxum og bol. Það voru gleðidagar. Ótækt er að rútur skutli hverjum einasta ferðamanni upp að dyrum gististaða, tefji umferð og haldi vöku fyrir fólki um nætur þegar verst lætur. Það gerist hvergi á byggðu bóli. Af hverju láta leigubílstjórar bæjarins það yfir sig ganga að svo freklega sé gengið inn á þeirra verksvið? Ferðamennirnir hætta ekki að koma til Feneyja þótt þeim sé gert að sýna gestgjöfunum og siðum þeirra eða sérvisku tilhlýðilega virðingu. Hættan felst miklu frekar í hinu, að bugta sig og beygja fyrir ímynduðum kröfum, og verða flatneskjunni að bráð. Þannig fer mestur glansinn af mannlífinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun