Lífið

Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi ársins í Bretlandi

Anton Egilsson skrifar
Hjónin James Matthews og Pippa Middleton lukkuleg eftir athöfnina.
Hjónin James Matthews og Pippa Middleton lukkuleg eftir athöfnina. Vísir/AFP
Pippa Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, gekk í dag í það heilaga með bankamanninum James Matthews. Tók Pippa sig afskaplega vel út í brúðarkjól frá Giles Deacon.

Vígslan átti sér stað í kirkju heilags Markúsar í þorpinu Englefield í Berkshire, nálægt þeim stað sem Pippa ólst upp. Veislan verður svo haldin í garði foreldra hennar. 

Margmenni var við athöfnina en á meðal viðstaddra voru systir hennar Katrín, prinsarnir Vilhjálmur og Harry og tenniskappinn Roger Federer.  

Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry létu sig ekki vanta.Vísir/AFP
Svissneski tenniskappinn Roger Federer ásamt eiginkonu sinniVísir/AFP
Carole Middleton, móðir Pippu, og bróðir hennar James MiddletonVísir/AFP
Eugene prinsessa og kærasti hennar.Vísir/AFP
Georg prins og Karlotta prinessa hjálpuðu til við athöfnina.Vísir/AFP
Pippa ásamt föður sínum.Vísir/AFP
Pippa gengur inn kirkjudyrnar.Vísir/AFP
Brúðhjónin sælleg að athöfninni lokinni.Vísir/AFP





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.