Brennt hjarta og svífandi engill á rokksýningu Rammstein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2017 13:15 Áhorfendur tóku vel undir með Lindemann og félögum þegar þeir færðu sig yfir í slagarana seinni hluta tónleikanna. Vísir/Andri Marinó Ánægjan skein af hverju andliti þegar um sextán þúsund tónleikagestir yfirgáfu Kórinn eftir rúmlega einn og hálfan tíma af þungarokksveislu í boði þýsku sveitarinnar Rammstein. Þeir sem reiknuðu með sýningu urðu ekki fyrir vonbrigðum og skipti engu hvort um harða aðdáendur var að ræða eða forvitna Íslendinga sem langaði að verða vitni að miklu sjónarspili. Sexmenningarnir hafa tryllt sveitta rokkhunda frá árinu 1994 og var von á miklu svitabaði í Kórnum á laugardagskvöldið. Uppselt varð á tónleikana fyrir þónokkru síðan og þeir sem mættu á tónleika sveitarinnar í Laugardalshöllinni árið 2001 ætluðu svo sannarlega að vera reynslunni ríkari. „Við erum alltaf að fara í stuttbuxum,“ sagði vinur minn sem ég taldi Rammstein aðdáanda númer eitt á Íslandi. Í Kórnum kom í ljós að þeir eru töluvert fleiri sem gera tilkall til þess titils. Vanur því að hlusta á ráð vina minna mætti ég í stuttbuxum, tilbúinn að takast á við hitann og svitann. Að verða í faðmlögum við þungavigtarokkara í þungavigt, beran að ofan og rennandi blautan af svita í tvo tíma. Stuttbuxurnar reyndust ofmat þar sem loftræstingin var einstaklega góð. Eldvörpur þeirra Rammstein liða hækkuðu hitastigið um nokkrar gráður í augnablik en annars var hitinn því sem næst fullkominn. En já, aftur að tónleikunum. Till Lindemann skartaði ófáum búningunum á sviðinu í Kórnum.Vísir/Andri Marinó Heilbrigðisráðherra og félagar í HAM hituðu upp fyrir Rammstein eins og á fyrri tónleikunum 2001. Blaðamaður sá aðeins síðustu lög þeirra félaga sem enduðu á Partýbær sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Tónleikagestir sögðu Vísi á laugardaginn að Guðni Th. Jóhannesson, forseti vor, hefði verið í afar miklu stuði á meðan HAM spilaði. Ef forsetanum finnst skemmtilegt þá hlýtur að hafa verið skemmtilegt. Í hönd fóru 45 mínútur í stöðubaráttu á gólfinu, baráttu um að tryggja sér nógu þægilegt sæti, já eða stæði í flestum tilvikum. Guðni Th. Jóhannesson mætti borgaralega klæddur á rokktónleikana og ræddi við liðsmenn Rammstein, bæði fyrir og eftir tónleikana.Vísir/Andri Marinó Þar var þétt skipaður bekkurinn sem beið spenntur eftir Till lindemann og félögum. Talan átta stóð á stórum borða á sviðinu og allt ætlaði um koll að keyra á slaginu 21 þegar niðurtalningin hófst og borðin féll til jarðar. Sviðið var geggjað. Hljómsveitarmeðlimir svifu til jarðar á pöllum og voru ekki lengi að telja í. Tónleikar hjá Rammstein snúast um show-ið. Ef þú vilt listamenn sem spjalla við áhorfendur og segja sögur þá ferðu á tónleika með KK á Rósenberg. Sem eru líka frábær skemmtun, bara öðruvísi, allt öðruvísi. Engu að síður tróð lindemann einu „Reykjavík!“ í fyrsta lag kvöldsins og það er meira en nóg frá Rammstein. Íslendingar kunna að meta svoleiðis. Í hönd fór níu laga syrpa þar sem undirritaður þekkti lítið til laganna. Á þeim tíma voru tónleikarnir meira augnakonfekt en tónlistarveisla fyrir suma en þeir hörðustu sungu auðvitað með hverju lagi. Þessum leiddist ekki í Kórnum.Vísir/Andri Marinó Eldvörpur og sprengingar, flugeldar, leikþættir á sviðinu þar sem hljómborðsleikarinn Christian „Flake“ Lorenz var í hlutverki Guantanamo fanga framan af en breyttist í diskófígúrú sem gekk á hlaupabretti út tónleikana. Rammstein-liðar eru alveg til í að sjokkera og gengu líklega lengst þegar Lindemann reif af sér enn einn búninginn og birtist klæddur í sprengjuvesti. Nokkrar sekúndur og hver sprengjan á fætur annarri sprakk af vesti Lindemann. Sú síðasta með svo miklum hvelli að það var viss léttir að sjá Lindemann enn uppi standandi á sviðinu. Fyrsta sprengingin meðal áhorfenda í sal, hvað varðar undirtekir og læti, var í tíunda lagi þegar Mein Herz Brennt hljómaði. Stórkostlegt lag sem allir þeir sem sáu kvikmyndina Lillya 4-Ever á sínum tíma munu aldrei gleyma.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Hún er þó ekki fyrir viðkvæma frekar en bíómyndin sjálf. Í framhaldinu spiluðu Þjóðverjarnir hvern slagarann á fætur öðrum og var gaman að sjá hve margir tónleikagestir sungu með. Links 2-3-4, Ich will, Du hast og Stripped, ábreiða af lagi Depeche Mode, vöktu mikla lukku og svo virtist um tíma sem allir tónleikagestirnir væru þýskumælandi. Flugeldar flugu um salinn og eldi var spúað yfir salinn. Eftir mikið og fyrirsjáanlegt uppklapp mættu sexmenningarnir aftur á svið og tóku slagarana Sonne, sem var viðeigandi fyrir sólríka helgi á landi íss og snjós, Amerika og Engel þar sem Lindemann sveif um sviðið með vængi engils. Þjóðverjarnir hneigðu sig svo í bak og fyrir og Lindemann kvaddi með orðunum: „Takk fyrir, thank you, danke schön.“ Lindemann átti eftir að endurtaka þessa stellingu síðar á tónleikunum þegar hann hlóð í Víkingaklappið.Vísir/Andri Marinó Ef það var eitthvað sem áhorfendur söknuðu á tónleikunum var það líklega að stórslagarinn Mutter væri spilaður. Og einhverjir voru þeirrar skoðunar að Víkingaklappið hefði mátt missa sig. Óhætt er að segja að margir hafi hrokkið í kút þegar í Lindemann stóð með hendurnar út í loft og kliður fór um salinn: „Er hann í alvöru að fara að henda í Víkingaklappið?· En meira að segja þeir hneyksluðustu tóku undir og klöppuðu saman höndunum. Hér má sjá Víkingaklappið í allri sinni dýrð. Píanóútgáfa af Ohne Dich hljómaði svo eftir að ljósin höfðu verið kveikt og fólk streymdi út. Geggjaðri þýskri sýningu var lokið í Kórnum og brosandi strákar, karlar og jú, einhverjar stelpur, héldu út í kvöldsólina í Kópavoginum eftir afar vel heppnaða tónleika.Lagalistinn 1. Ramm 4 2. Reise, Reise 3. Hallelujah 4. Zerstören 5. Keine Lust 6. Feuer frei! 7. Seemann 8. Ich tu dir weh 9. Du riechst so gut 10. Mein Herz brennt 11. Links 2-3-4 12. Ich will 13. Du hast 14. Stripped (Depeche Mode ábreiða)Aukalög Sonne Amerika Engel Ohne dich (Píanó útgáfa) Tónleikagestir tóku vel undir með í slagaranum Du Hast. This happens when you go to Iceland for a concert !!! Dies passiert wenn du nach Island zu einem Konzert gehst! !! Thx to https://www.facebook.com/RammsteinCatalunya/Posted by Rammsteingermany on Sunday, May 21, 2017 Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ánægjan skein af hverju andliti þegar um sextán þúsund tónleikagestir yfirgáfu Kórinn eftir rúmlega einn og hálfan tíma af þungarokksveislu í boði þýsku sveitarinnar Rammstein. Þeir sem reiknuðu með sýningu urðu ekki fyrir vonbrigðum og skipti engu hvort um harða aðdáendur var að ræða eða forvitna Íslendinga sem langaði að verða vitni að miklu sjónarspili. Sexmenningarnir hafa tryllt sveitta rokkhunda frá árinu 1994 og var von á miklu svitabaði í Kórnum á laugardagskvöldið. Uppselt varð á tónleikana fyrir þónokkru síðan og þeir sem mættu á tónleika sveitarinnar í Laugardalshöllinni árið 2001 ætluðu svo sannarlega að vera reynslunni ríkari. „Við erum alltaf að fara í stuttbuxum,“ sagði vinur minn sem ég taldi Rammstein aðdáanda númer eitt á Íslandi. Í Kórnum kom í ljós að þeir eru töluvert fleiri sem gera tilkall til þess titils. Vanur því að hlusta á ráð vina minna mætti ég í stuttbuxum, tilbúinn að takast á við hitann og svitann. Að verða í faðmlögum við þungavigtarokkara í þungavigt, beran að ofan og rennandi blautan af svita í tvo tíma. Stuttbuxurnar reyndust ofmat þar sem loftræstingin var einstaklega góð. Eldvörpur þeirra Rammstein liða hækkuðu hitastigið um nokkrar gráður í augnablik en annars var hitinn því sem næst fullkominn. En já, aftur að tónleikunum. Till Lindemann skartaði ófáum búningunum á sviðinu í Kórnum.Vísir/Andri Marinó Heilbrigðisráðherra og félagar í HAM hituðu upp fyrir Rammstein eins og á fyrri tónleikunum 2001. Blaðamaður sá aðeins síðustu lög þeirra félaga sem enduðu á Partýbær sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Tónleikagestir sögðu Vísi á laugardaginn að Guðni Th. Jóhannesson, forseti vor, hefði verið í afar miklu stuði á meðan HAM spilaði. Ef forsetanum finnst skemmtilegt þá hlýtur að hafa verið skemmtilegt. Í hönd fóru 45 mínútur í stöðubaráttu á gólfinu, baráttu um að tryggja sér nógu þægilegt sæti, já eða stæði í flestum tilvikum. Guðni Th. Jóhannesson mætti borgaralega klæddur á rokktónleikana og ræddi við liðsmenn Rammstein, bæði fyrir og eftir tónleikana.Vísir/Andri Marinó Þar var þétt skipaður bekkurinn sem beið spenntur eftir Till lindemann og félögum. Talan átta stóð á stórum borða á sviðinu og allt ætlaði um koll að keyra á slaginu 21 þegar niðurtalningin hófst og borðin féll til jarðar. Sviðið var geggjað. Hljómsveitarmeðlimir svifu til jarðar á pöllum og voru ekki lengi að telja í. Tónleikar hjá Rammstein snúast um show-ið. Ef þú vilt listamenn sem spjalla við áhorfendur og segja sögur þá ferðu á tónleika með KK á Rósenberg. Sem eru líka frábær skemmtun, bara öðruvísi, allt öðruvísi. Engu að síður tróð lindemann einu „Reykjavík!“ í fyrsta lag kvöldsins og það er meira en nóg frá Rammstein. Íslendingar kunna að meta svoleiðis. Í hönd fór níu laga syrpa þar sem undirritaður þekkti lítið til laganna. Á þeim tíma voru tónleikarnir meira augnakonfekt en tónlistarveisla fyrir suma en þeir hörðustu sungu auðvitað með hverju lagi. Þessum leiddist ekki í Kórnum.Vísir/Andri Marinó Eldvörpur og sprengingar, flugeldar, leikþættir á sviðinu þar sem hljómborðsleikarinn Christian „Flake“ Lorenz var í hlutverki Guantanamo fanga framan af en breyttist í diskófígúrú sem gekk á hlaupabretti út tónleikana. Rammstein-liðar eru alveg til í að sjokkera og gengu líklega lengst þegar Lindemann reif af sér enn einn búninginn og birtist klæddur í sprengjuvesti. Nokkrar sekúndur og hver sprengjan á fætur annarri sprakk af vesti Lindemann. Sú síðasta með svo miklum hvelli að það var viss léttir að sjá Lindemann enn uppi standandi á sviðinu. Fyrsta sprengingin meðal áhorfenda í sal, hvað varðar undirtekir og læti, var í tíunda lagi þegar Mein Herz Brennt hljómaði. Stórkostlegt lag sem allir þeir sem sáu kvikmyndina Lillya 4-Ever á sínum tíma munu aldrei gleyma.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Hún er þó ekki fyrir viðkvæma frekar en bíómyndin sjálf. Í framhaldinu spiluðu Þjóðverjarnir hvern slagarann á fætur öðrum og var gaman að sjá hve margir tónleikagestir sungu með. Links 2-3-4, Ich will, Du hast og Stripped, ábreiða af lagi Depeche Mode, vöktu mikla lukku og svo virtist um tíma sem allir tónleikagestirnir væru þýskumælandi. Flugeldar flugu um salinn og eldi var spúað yfir salinn. Eftir mikið og fyrirsjáanlegt uppklapp mættu sexmenningarnir aftur á svið og tóku slagarana Sonne, sem var viðeigandi fyrir sólríka helgi á landi íss og snjós, Amerika og Engel þar sem Lindemann sveif um sviðið með vængi engils. Þjóðverjarnir hneigðu sig svo í bak og fyrir og Lindemann kvaddi með orðunum: „Takk fyrir, thank you, danke schön.“ Lindemann átti eftir að endurtaka þessa stellingu síðar á tónleikunum þegar hann hlóð í Víkingaklappið.Vísir/Andri Marinó Ef það var eitthvað sem áhorfendur söknuðu á tónleikunum var það líklega að stórslagarinn Mutter væri spilaður. Og einhverjir voru þeirrar skoðunar að Víkingaklappið hefði mátt missa sig. Óhætt er að segja að margir hafi hrokkið í kút þegar í Lindemann stóð með hendurnar út í loft og kliður fór um salinn: „Er hann í alvöru að fara að henda í Víkingaklappið?· En meira að segja þeir hneyksluðustu tóku undir og klöppuðu saman höndunum. Hér má sjá Víkingaklappið í allri sinni dýrð. Píanóútgáfa af Ohne Dich hljómaði svo eftir að ljósin höfðu verið kveikt og fólk streymdi út. Geggjaðri þýskri sýningu var lokið í Kórnum og brosandi strákar, karlar og jú, einhverjar stelpur, héldu út í kvöldsólina í Kópavoginum eftir afar vel heppnaða tónleika.Lagalistinn 1. Ramm 4 2. Reise, Reise 3. Hallelujah 4. Zerstören 5. Keine Lust 6. Feuer frei! 7. Seemann 8. Ich tu dir weh 9. Du riechst so gut 10. Mein Herz brennt 11. Links 2-3-4 12. Ich will 13. Du hast 14. Stripped (Depeche Mode ábreiða)Aukalög Sonne Amerika Engel Ohne dich (Píanó útgáfa) Tónleikagestir tóku vel undir með í slagaranum Du Hast. This happens when you go to Iceland for a concert !!! Dies passiert wenn du nach Island zu einem Konzert gehst! !! Thx to https://www.facebook.com/RammsteinCatalunya/Posted by Rammsteingermany on Sunday, May 21, 2017
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira