Lífið

Íslenskur svaramaður hneykslaði brúðkaupsgesti Pippu og líkti henni við tík brúðgumans

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjónin James Matthews og Pippa Middleton lukkuleg eftir athöfnina.
Hjónin James Matthews og Pippa Middleton lukkuleg eftir athöfnina. Vísir/AFP
Íslenskur svaramaður vakti hneykslan í brúðkaupi Pippu Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, og bankamannsins James Matthews nú á dögunum með því sem þótti afar dónaleg ræða til heiðurs brúðhjónunum.

Í hópi gesta voru meðal annars Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sjálf, ásamt Harry bretaprins og fleiri fyrirmönnum úr bresku hirðinni.

Hinn íslenski svaramaður er Justin Johannessen, en hann er náinn vinur brúðgumans og hafa þeir meðal annars tekið þátt saman í hjólreiðamaraþoni um Ameríku. Um er að ræða bróðurson Lofts Jóhannessonar, eins ríkasta núlifandi íslendingsins.

Justin stóð upp og hóf ræðu sína um hálf tólfleytið eftir að gestir höfðu lokið við fimm rétta máltíð sína en ræðan þótti afar klúr.

Líkti Justin Markús meðal annars brúðurinni við tíkina Rafa, sem er í eigu brúðgumans.

„Nú til ástarinnar í lífi James: Hinnar fallegu, ærslafullu, tryggu, hlýðnu, með frábæran afturenda. En nóg um tíkina hans James, ég er hingað kominn til þess að ræða Pippu.“

Þá grínaðist Justin með brúðkaupsferð brúðhjónanna með orðagríni, en þýðing brandarans glatast ef hann er þýddur.

„With the wedding shadowed in secrecy, I can reveal, and wish the bride and groom a happy honeymoon in North Wales.

At least that's where I presume they are going as I heard Spencer saying that after the wedding, he [James] was going to Bangor for two weeks. Enjoy the Welsh coast, guys.“

Að sögn fjölmiðla var ræðan þó ekki einungis klúr heldur fór Justin einnig fögrum orðum um Pippu og sagði hana vera „fullkomna,“ en samband þeirra væri vitnisburður um „djúpa og raunverulega ást.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.