Himingeimurinn og hliðarheimar ástarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 23. maí 2017 10:45 Samvinna Hilmis og Birgittu er bæði næm og áhrifarík. Daðurdans þeirra er jarðtengdur og tilfinningaríkur, kryddaður með fínum kómískum tímasetningum, segir í dómnum. Leikhús Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne Tjarnarbíó Leikhópurinn Lakehouse Leikarar: Hilmir Jensson og Birgitta Birgisdóttir Leikstjóri og þýðandi: Árni Kristjánsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist og hljóð: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason Líf mannverunnar snýst oftar en ekki um spurninguna „hvað ef?“: Hvað ef ég hefði ekki hitt þessa manneskju? Hvað ef ég hefði sagt eitthvað annað? Hvað ef ég hefði keypt þennan flugmiða? Í samhengi við stjörnurnar er tiltölulega nýtt verðlaunaleikrit eftir enska leikskáldið Nick Payne og hafa sýningar þess fengið góðar viðtökur bæði í London og í New York. Hinn nýstofnaði leikhópur Lakehouse sýnir nú leikverkið í Tjarnarbíói þar sem ástin og örlögin eru krufin með hjálp stjarneðlisfræðinnar og hugmynda um býflugnaræktun. Árni Kristjánsson lauk námi í leikstjórn við Bristol Old Vic á síðastliðnu ári og því ber að fagna enda er mikil þörf á ungum háskólamenntuðum leikstjórum hér á landi. Einnig þýðir hann verkið og tekst vel til þó að hann detti stundum í formlegheit. Aftur á móti snýr hann skemmtilega upp á upprunalegan titil verksins og er hans titill jafnvel betri. Í samhengi við stjörnurnar er krefjandi verkefni fyrir hvaða leikstjóra sem er enda er verkið snarpt, sýningin er einungis rúmur klukkutími og hefur að geyma fjölmarga tilfinningalega fleti. Verkið fjallar í grunninn um tilhugalíf Maríu og Ragnars en leikskáldið snýr upp á þetta hefðbundna efni með uppbrotum í tíma, endurtekningum og óvæntum efnistökum. Árni tekur þá stórgóðu ákvörðun, í samvinnu við Þórunni Maríu Jónsdóttur sem hannar bæði leikmynd og búninga, að loka fyrir efri hluta Tjarnarbíós með svörtum tjöldum og láta áhorfendur sitja í kringum sviðið. Þannig myndast áhrifarík nánd bæði við persónur verksins og aðra áhorfendur. Áskorun leikaranna er ekki minni en þau Hilmir Jensson og Birgitta Birgisdóttir hafa nánast enga leikmynd til að styðjast við, bara textann og hvort annað. Einnig þurfa þau að nálgast senur verksins frá gríðarlega mörgum sjónarhornum, oft á mjög stuttum tíma, enda eru mörg atriði endurtekin og krufin nánast í frumeindir. Samvinna Hilmis og Birgittu er bæði næm og áhrifarík. Daðurdans þeirra er jarðtengdur og tilfinningaríkur, kryddaður með fínum kómískum tímasetningum. Eins og áður sagði hannar Þórunn María Jónsdóttir bæði leikmynd og búninga en þar ræður naumhyggjan ríkjum. Nálgun hennar er abstrakt og einföld sem þjónar sýningunni einstaklega vel í alla staði. Hafliði Emil Barðason lýsir þetta tómarúm af mikilli yfirvegun en ljósahönnun hans er ein sú besta sem sést hefur á þessu leikári. Hér er öllu tjaldað til án þess að vera yfirþyrmandi. Ljóstírurnar birtast úr öllum áttum, gefa sýningunni dularfullan blæ og brjóta upp atriði á eftirminnilegan hátt. Um tónlist og hljóð sér Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og í heildina er hún hin fínasta, fíngerð og lipur. Hún stólar ekki á endurtekin stef heldur skapar víðfeðman og viðkvæman hljóðheim, þó er eitt lag undir lok sýningarinnar sem er á skjön við undirliggjandi tilfinningar atriðsains. Ekki eru nema þrjár sýningar eftir af Í samhengi við stjörnurnar, að minnsta kosti á þessu leikári, og áhorfendur eru hvattir til að mæta í Tjarnarbíó. Fyrsta sýning leikhópsins Lakehouse lofar svo sannarlega góðu og verður spennandi að sjá hvað framtíðin, allavega ein útgáfa af henni, ber í skauti sér.Niðurstaða: Sterk heildarmynd og næmur leikur skilar sér í angurværri sýningu. Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne Tjarnarbíó Leikhópurinn Lakehouse Leikarar: Hilmir Jensson og Birgitta Birgisdóttir Leikstjóri og þýðandi: Árni Kristjánsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist og hljóð: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason Líf mannverunnar snýst oftar en ekki um spurninguna „hvað ef?“: Hvað ef ég hefði ekki hitt þessa manneskju? Hvað ef ég hefði sagt eitthvað annað? Hvað ef ég hefði keypt þennan flugmiða? Í samhengi við stjörnurnar er tiltölulega nýtt verðlaunaleikrit eftir enska leikskáldið Nick Payne og hafa sýningar þess fengið góðar viðtökur bæði í London og í New York. Hinn nýstofnaði leikhópur Lakehouse sýnir nú leikverkið í Tjarnarbíói þar sem ástin og örlögin eru krufin með hjálp stjarneðlisfræðinnar og hugmynda um býflugnaræktun. Árni Kristjánsson lauk námi í leikstjórn við Bristol Old Vic á síðastliðnu ári og því ber að fagna enda er mikil þörf á ungum háskólamenntuðum leikstjórum hér á landi. Einnig þýðir hann verkið og tekst vel til þó að hann detti stundum í formlegheit. Aftur á móti snýr hann skemmtilega upp á upprunalegan titil verksins og er hans titill jafnvel betri. Í samhengi við stjörnurnar er krefjandi verkefni fyrir hvaða leikstjóra sem er enda er verkið snarpt, sýningin er einungis rúmur klukkutími og hefur að geyma fjölmarga tilfinningalega fleti. Verkið fjallar í grunninn um tilhugalíf Maríu og Ragnars en leikskáldið snýr upp á þetta hefðbundna efni með uppbrotum í tíma, endurtekningum og óvæntum efnistökum. Árni tekur þá stórgóðu ákvörðun, í samvinnu við Þórunni Maríu Jónsdóttur sem hannar bæði leikmynd og búninga, að loka fyrir efri hluta Tjarnarbíós með svörtum tjöldum og láta áhorfendur sitja í kringum sviðið. Þannig myndast áhrifarík nánd bæði við persónur verksins og aðra áhorfendur. Áskorun leikaranna er ekki minni en þau Hilmir Jensson og Birgitta Birgisdóttir hafa nánast enga leikmynd til að styðjast við, bara textann og hvort annað. Einnig þurfa þau að nálgast senur verksins frá gríðarlega mörgum sjónarhornum, oft á mjög stuttum tíma, enda eru mörg atriði endurtekin og krufin nánast í frumeindir. Samvinna Hilmis og Birgittu er bæði næm og áhrifarík. Daðurdans þeirra er jarðtengdur og tilfinningaríkur, kryddaður með fínum kómískum tímasetningum. Eins og áður sagði hannar Þórunn María Jónsdóttir bæði leikmynd og búninga en þar ræður naumhyggjan ríkjum. Nálgun hennar er abstrakt og einföld sem þjónar sýningunni einstaklega vel í alla staði. Hafliði Emil Barðason lýsir þetta tómarúm af mikilli yfirvegun en ljósahönnun hans er ein sú besta sem sést hefur á þessu leikári. Hér er öllu tjaldað til án þess að vera yfirþyrmandi. Ljóstírurnar birtast úr öllum áttum, gefa sýningunni dularfullan blæ og brjóta upp atriði á eftirminnilegan hátt. Um tónlist og hljóð sér Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og í heildina er hún hin fínasta, fíngerð og lipur. Hún stólar ekki á endurtekin stef heldur skapar víðfeðman og viðkvæman hljóðheim, þó er eitt lag undir lok sýningarinnar sem er á skjön við undirliggjandi tilfinningar atriðsains. Ekki eru nema þrjár sýningar eftir af Í samhengi við stjörnurnar, að minnsta kosti á þessu leikári, og áhorfendur eru hvattir til að mæta í Tjarnarbíó. Fyrsta sýning leikhópsins Lakehouse lofar svo sannarlega góðu og verður spennandi að sjá hvað framtíðin, allavega ein útgáfa af henni, ber í skauti sér.Niðurstaða: Sterk heildarmynd og næmur leikur skilar sér í angurværri sýningu.
Leikhús Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira