Costco með 17-71% ódýrari dekk Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2017 10:50 Hér munar 24,19% á verði Costco og hjá N1. FÍB heimsótti Costco í Kauptúni til að kanna verð og dekkjaframboð sem verður í versluninni. Verðkönnun tekur ekki til allra dekkja sem Costco býður uppá. Costco er við opnun eingöngu að bjóða viðskiptavinum sínum Michelin hjólbarða og til að fá samanburð var verð á dekkjum og dekkjaþjónustu kannað hjá N1 sem er umboðsaðili Michelin á Íslandi. Í þessari athugun kemur í ljós að verð á dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. Í því sambandi má nefna að gangurinn með umfelgun og jafnvægistillingu á 15 tommu dekkjum, 195/65, undir fólksbíl kostar 46.396 krónur hjá Costco en hjá N1 68.768 krónur. Félagsmenn í FÍB njóta afsláttarkjara hjá N1 og þá er verðmunurinn heldur minni. Það skal tekið fram að viðskiptavinum Costco býðst að kaupa hjólbarða í stykkjatali og innifalin er þjónustan sem þeir sjálfir reka, umfelgun og jafnvægistilling. Til að njóta þessara kjara hjá Costco kostar ársaðild fyrir einstaklinga 4.800 krónur en fyrirtækjaaðild kostar 3.800 fyrir árið. Hér fyrir neðan geta bifreiðaeigendur séð niðurstöðuna í samanburðinum sem gerður var í dag. Upplýsingarnar um verðin hjá Costco fengust í versluninni við Kauptún í Garðabæ. Upplýsingar um verð á hjólbörðum hjá N1 eru teknar af heimasíðu fyrirtækisins og verð fyrir dekkjaskipti byggir á upplýsingum frá N1 við Ægissíðu í Reykjavík. Hér að neðan eru verðdæmi: Hér munar hinsvegar 71,5% á verðinu.Minnst munaði tæplega 17% á verðinu, en ávallt var það Costco í hag. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
FÍB heimsótti Costco í Kauptúni til að kanna verð og dekkjaframboð sem verður í versluninni. Verðkönnun tekur ekki til allra dekkja sem Costco býður uppá. Costco er við opnun eingöngu að bjóða viðskiptavinum sínum Michelin hjólbarða og til að fá samanburð var verð á dekkjum og dekkjaþjónustu kannað hjá N1 sem er umboðsaðili Michelin á Íslandi. Í þessari athugun kemur í ljós að verð á dekkjum hjá Costco er töluvert ódýrara en almenningi hefur boðist fram að þessu. Í því sambandi má nefna að gangurinn með umfelgun og jafnvægistillingu á 15 tommu dekkjum, 195/65, undir fólksbíl kostar 46.396 krónur hjá Costco en hjá N1 68.768 krónur. Félagsmenn í FÍB njóta afsláttarkjara hjá N1 og þá er verðmunurinn heldur minni. Það skal tekið fram að viðskiptavinum Costco býðst að kaupa hjólbarða í stykkjatali og innifalin er þjónustan sem þeir sjálfir reka, umfelgun og jafnvægistilling. Til að njóta þessara kjara hjá Costco kostar ársaðild fyrir einstaklinga 4.800 krónur en fyrirtækjaaðild kostar 3.800 fyrir árið. Hér fyrir neðan geta bifreiðaeigendur séð niðurstöðuna í samanburðinum sem gerður var í dag. Upplýsingarnar um verðin hjá Costco fengust í versluninni við Kauptún í Garðabæ. Upplýsingar um verð á hjólbörðum hjá N1 eru teknar af heimasíðu fyrirtækisins og verð fyrir dekkjaskipti byggir á upplýsingum frá N1 við Ægissíðu í Reykjavík. Hér að neðan eru verðdæmi: Hér munar hinsvegar 71,5% á verðinu.Minnst munaði tæplega 17% á verðinu, en ávallt var það Costco í hag.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent