Seðlabankinn gerir mistök Lars Christensen skrifar 24. maí 2017 07:00 Eitt af því fyrsta sem hagfræðinemar læra er hin svokallaða Tinbergen-regla, nefnd eftir hollenska hagfræðingnum Jan Tinbergen. Tinbergen-reglan gengur einfaldlega út á það að stjórnvald geti ekki haft fleiri markmið en tæki. Í tilfelli peningamálastefnunnar þýðir það að ef seðlabanki ákveður stýrivexti eða magn peninga sem hann prentar getur hann náð verðbólgumarkmiði sínu. En hann getur ekki á sama tíma ákveðið gengið. Hann verður að velja á milli þessara tveggja kosta. Vaxtalækkun Seðlabanka Íslands í síðustu viku sýnir að hann vill í raun ekki viðurkenna grundvallarsannleikann á bak við Tinbergen-regluna. Seðlabankinn hefur opinbert verðbólgumarkmið en nú er greinilegt að hann virðist á sama tíma hafa að minnsta kosti markmiðsígildi hvað varðar gengið. Af hverju hefði hann annars átt að lækka stýrivexti þegar það er svo augljóst að verðbólguþrýstingur í íslenska hagkerfinu er verulega mikill? Auk þess er það ljóst að sambandið á milli verðbólgu og gengis er öfugt – veikari gjaldmiðill helst í hendur við meiri verðbólgu. Þar af leiðir að hver tilraun til að veikja krónuna hlýtur að þýða meiri verðbólgu. Fram hjá því verður ekki komist. Svo þegar Seðlabankinn reynir að veikja gengið er hann um leið að segja okkur að búast við meiri verðbólgu og það við aðstæður þar sem verðbólgan er á uppleið og verðbólguvæntingar þegar komnar upp fyrir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Svo ekki sé minnst á uppsveiflu í hagkerfinu og stjórnlausar launahækkanir. Þess vegna er mjög erfitt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að vaxtalækkunin í síðustu viku hafi verið alvarleg mistök sem að mínu viti eykur aðeins hættuna á bóluaðstæðum í íslenska hagkerfinu. Ef eitthvað, hefði Seðlabankinn átt að hækka stýrivexti í síðustu viku en með því að lækka vextina hefur hann stefnt sínu eigin verðbólgumarkmiði í verulega hættu. Ég geri mér fulla grein fyrir þeim þrýstingi sem Seðlabankinn er undir en hann verður að standa fast á sjálfstæði sínu og haga sér í samræmi við þá tilskipun sína að tryggja verðstöðugleika. Það gerir hann ekki núna. Á sama tíma verða Íslendingar að sætta sig við þá staðreynd að það er í verkahring Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika og ef það hefur í för með sér sterkari gjaldmiðil þá verður svo að vera. Auk þessa gæti ríkisstjórnin vissulega gert Seðlabankanum auðveldara fyrir með því að herða stefnuna í ríkisfjármálum og ég verð að segja að það er mjög óskynsamlegt þegar sumir íslenskir stjórnmálamenn kalla nú eftir jafnvel enn meiri opinberum útgjöldum, nú þegar uppsveifla er í hagkerfinu. Þetta er ekki endurtekning á 2008 en það er mjög erfitt að horfa upp á það sem á sér stað hvað varðar íslensku efnahagsstefnuna núna án þess að verða mjög órólegur yfir að landið muni standa frammi fyrir endurteknum efnahags- og fjármálaóstöðugleika. Að þessu sinni ættum við að reyna aðeins betur að forðast hann.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun
Eitt af því fyrsta sem hagfræðinemar læra er hin svokallaða Tinbergen-regla, nefnd eftir hollenska hagfræðingnum Jan Tinbergen. Tinbergen-reglan gengur einfaldlega út á það að stjórnvald geti ekki haft fleiri markmið en tæki. Í tilfelli peningamálastefnunnar þýðir það að ef seðlabanki ákveður stýrivexti eða magn peninga sem hann prentar getur hann náð verðbólgumarkmiði sínu. En hann getur ekki á sama tíma ákveðið gengið. Hann verður að velja á milli þessara tveggja kosta. Vaxtalækkun Seðlabanka Íslands í síðustu viku sýnir að hann vill í raun ekki viðurkenna grundvallarsannleikann á bak við Tinbergen-regluna. Seðlabankinn hefur opinbert verðbólgumarkmið en nú er greinilegt að hann virðist á sama tíma hafa að minnsta kosti markmiðsígildi hvað varðar gengið. Af hverju hefði hann annars átt að lækka stýrivexti þegar það er svo augljóst að verðbólguþrýstingur í íslenska hagkerfinu er verulega mikill? Auk þess er það ljóst að sambandið á milli verðbólgu og gengis er öfugt – veikari gjaldmiðill helst í hendur við meiri verðbólgu. Þar af leiðir að hver tilraun til að veikja krónuna hlýtur að þýða meiri verðbólgu. Fram hjá því verður ekki komist. Svo þegar Seðlabankinn reynir að veikja gengið er hann um leið að segja okkur að búast við meiri verðbólgu og það við aðstæður þar sem verðbólgan er á uppleið og verðbólguvæntingar þegar komnar upp fyrir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Svo ekki sé minnst á uppsveiflu í hagkerfinu og stjórnlausar launahækkanir. Þess vegna er mjög erfitt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að vaxtalækkunin í síðustu viku hafi verið alvarleg mistök sem að mínu viti eykur aðeins hættuna á bóluaðstæðum í íslenska hagkerfinu. Ef eitthvað, hefði Seðlabankinn átt að hækka stýrivexti í síðustu viku en með því að lækka vextina hefur hann stefnt sínu eigin verðbólgumarkmiði í verulega hættu. Ég geri mér fulla grein fyrir þeim þrýstingi sem Seðlabankinn er undir en hann verður að standa fast á sjálfstæði sínu og haga sér í samræmi við þá tilskipun sína að tryggja verðstöðugleika. Það gerir hann ekki núna. Á sama tíma verða Íslendingar að sætta sig við þá staðreynd að það er í verkahring Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika og ef það hefur í för með sér sterkari gjaldmiðil þá verður svo að vera. Auk þessa gæti ríkisstjórnin vissulega gert Seðlabankanum auðveldara fyrir með því að herða stefnuna í ríkisfjármálum og ég verð að segja að það er mjög óskynsamlegt þegar sumir íslenskir stjórnmálamenn kalla nú eftir jafnvel enn meiri opinberum útgjöldum, nú þegar uppsveifla er í hagkerfinu. Þetta er ekki endurtekning á 2008 en það er mjög erfitt að horfa upp á það sem á sér stað hvað varðar íslensku efnahagsstefnuna núna án þess að verða mjög órólegur yfir að landið muni standa frammi fyrir endurteknum efnahags- og fjármálaóstöðugleika. Að þessu sinni ættum við að reyna aðeins betur að forðast hann.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun