Gamall vinur kvaddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2017 07:00 Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita. Coca Cola hefur tekið þá ákvörðun fyrir okkur að hálfur lítri af kók í íláti sem ekki er hægt að loka aftur sé ekki hollt. Pressan við að klára dósina fer bara með fólk og skammturinn of stór, að því virðist. Gott og blessað. Kók er mjög óhollt en áfram verður hægt að fá hálfan lítra í plasti sem er fínt. Kók í hálfs lítra plasti er í fimmta sæti yfir bestu leiðina til að drekka þennan rammóholla en vinalega drykk. Maður sér á eftir Súperdósinni sem hefur verið í lífi manns í 27 ár. Reyndar sagði ég skilið við sykurdrykki fyrir þremur árum en 24 ára samband við Súperdósina gleymist seint. Ég get ekki logið því að ég muni eftir fyrsta skiptinu sem ég smellti flipanum af minni fyrstu Súperdós en tímarnir í Kúlunni á Réttarholtsvegi með Súperdós í annarri og pylsu í hinni voru góðir. Maður ólst upp við kókið sem munaðarvöru á laugardögum þegar maður var barn en svo fór neyslan, eða vináttan, að aukast á unglingsárunum. Seinna meir kom Súperdósin sterk inn sem góður vinur á sunnudögum eftir að búið var að hitta mennina kvöldið áður. Það er kannski eins gott að Súperdósin sé að kveðja því unglingar í dag vita ekki einu sinni hvað um ræðir þegar rætt er um þennan minjagrip. „Ha? Súpu í dós?“ spurði mig einn fyrir nokkrum árum þegar ég bað um Súperdós í bílalúgu. Þá var þetta búið. Núna veit samt allt afgreiðslufólk hvað „Kríli“ er. Jæja. Skammtarnir minnka og mennirnir með.