Jarðfræðingur tekur heljarstökk yfir í hjúkrun Landspítalinn kynnir 26. maí 2017 14:45 Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag. Stór hluti vinnunnar fer þó fram á skrifstofu án mannlegra samskipta. Það var mannlegi þátturinn sem heillaði hana við hjúkrunina. „Ég valdi hjúkrun vegna þess að mig langar til að verða ljósmóðir. Svo einfalt er það. En ég er samt jarðfræðingur að upplagi og var langt komin með meistaragráðu í því fagi þegar að ég breytti um takt og skráði mig í hjúkrunarfræði. Mig ætlaði alltaf að verða læknir, en slysaðist engu að síður í jarðfræði. Svo þróaðist þetta bara einhvern veginn svona. Ég eignaðist þrjú börn og það varð mér slíkur innblástur að ég varð harðákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir." Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag og vettvangsferðir mikið afbragð, en megnið af faginu snúist samt um skrifstofuvinnu, sem sé að miklu leyti án mannlegra samskipta. "Og það er einmitt sá þáttur sem heillar mig sennilega mest við hjúkrunarfræðina. Öll þessi samskipti sem fylgja þeirri grein. Ég starfa á kvenlækningadeild Landspítala meðfram náminu í dag, en var áður á lungnadeildinni." Okkar kona er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd árið 1982, alin upp í Hlíðunum og býr í dag við Háaleitisbraut. Maður Guðmundu Maríu er fjarskiptaverkfræðingur og þau bjuggu um eins árs skeið á Grænlandi, en annars hefur hún búið alla tíð í Reykjavík. Lífið eftir vinnu snýst að miklu leyti um stúss kringum börnin þrjú, sem fæddust árin 2007, 2009 og 2013. En Guðmunda María nær samt að skella sér í fullorðinsfimleika hjá Ármanni þrisvar í viku og hefur gert í allan vetur. "Ég hef engan bakgrunn úr fimleikum, en þetta er ótrúlega gaman og mikil ögrun fyrir hugrekkið. Ég ímyndaði mér til dæmis aldrei að ég ætti eftir að fara í heljarstökk, en er búin að læra það núna. Þetta er skemmtilegasta hreyfing sem ég hef stundað!" Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Ég valdi hjúkrun vegna þess að mig langar til að verða ljósmóðir. Svo einfalt er það. En ég er samt jarðfræðingur að upplagi og var langt komin með meistaragráðu í því fagi þegar að ég breytti um takt og skráði mig í hjúkrunarfræði. Mig ætlaði alltaf að verða læknir, en slysaðist engu að síður í jarðfræði. Svo þróaðist þetta bara einhvern veginn svona. Ég eignaðist þrjú börn og það varð mér slíkur innblástur að ég varð harðákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir." Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag og vettvangsferðir mikið afbragð, en megnið af faginu snúist samt um skrifstofuvinnu, sem sé að miklu leyti án mannlegra samskipta. "Og það er einmitt sá þáttur sem heillar mig sennilega mest við hjúkrunarfræðina. Öll þessi samskipti sem fylgja þeirri grein. Ég starfa á kvenlækningadeild Landspítala meðfram náminu í dag, en var áður á lungnadeildinni." Okkar kona er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd árið 1982, alin upp í Hlíðunum og býr í dag við Háaleitisbraut. Maður Guðmundu Maríu er fjarskiptaverkfræðingur og þau bjuggu um eins árs skeið á Grænlandi, en annars hefur hún búið alla tíð í Reykjavík. Lífið eftir vinnu snýst að miklu leyti um stúss kringum börnin þrjú, sem fæddust árin 2007, 2009 og 2013. En Guðmunda María nær samt að skella sér í fullorðinsfimleika hjá Ármanni þrisvar í viku og hefur gert í allan vetur. "Ég hef engan bakgrunn úr fimleikum, en þetta er ótrúlega gaman og mikil ögrun fyrir hugrekkið. Ég ímyndaði mér til dæmis aldrei að ég ætti eftir að fara í heljarstökk, en er búin að læra það núna. Þetta er skemmtilegasta hreyfing sem ég hef stundað!" Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira