Lífið samstarf

Jarðfræðingur tekur heljarstökk yfir í hjúkrun

Landspítalinn kynnir
Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag. Stór hluti vinnunnar fer þó fram á skrifstofu án mannlegra samskipta. Það var mannlegi þátturinn sem heillaði hana við hjúkrunina.
Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag. Stór hluti vinnunnar fer þó fram á skrifstofu án mannlegra samskipta. Það var mannlegi þátturinn sem heillaði hana við hjúkrunina.
„Ég valdi hjúkrun vegna þess að mig langar til að verða ljósmóðir. Svo einfalt er það. En ég er samt jarðfræðingur að upplagi og var langt komin með meistaragráðu í því fagi þegar að ég breytti um takt og skráði mig í hjúkrunarfræði. Mig ætlaði alltaf að verða læknir, en slysaðist engu að síður í jarðfræði. Svo þróaðist þetta bara einhvern veginn svona. Ég eignaðist þrjú börn og það varð mér slíkur innblástur að ég varð harðákveðin í að verða hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir."

Guðmunda María kveður jarðfræðina frábært fag og vettvangsferðir mikið afbragð, en megnið af faginu snúist samt um skrifstofuvinnu, sem sé að miklu leyti án mannlegra samskipta. "Og það er einmitt sá þáttur sem heillar mig sennilega mest við hjúkrunarfræðina. Öll þessi samskipti sem fylgja þeirri grein. Ég starfa á kvenlækningadeild Landspítala meðfram náminu í dag, en var áður á lungnadeildinni."

Okkar kona er Reykvíkingur í húð og hár. Fædd árið 1982, alin upp í Hlíðunum og býr í dag við Háaleitisbraut. Maður Guðmundu Maríu er fjarskiptaverkfræðingur og þau bjuggu um eins árs skeið á Grænlandi, en annars hefur hún búið alla tíð í Reykjavík.

Lífið eftir vinnu snýst að miklu leyti um stúss kringum börnin þrjú, sem fæddust árin 2007, 2009 og 2013. En Guðmunda María nær samt að skella sér í fullorðinsfimleika hjá Ármanni þrisvar í viku og hefur gert í allan vetur. "Ég hef engan bakgrunn úr fimleikum, en þetta er ótrúlega gaman og mikil ögrun fyrir hugrekkið. Ég ímyndaði mér til dæmis aldrei að ég ætti eftir að fara í heljarstökk, en er búin að læra það núna. Þetta er skemmtilegasta hreyfing sem ég hef stundað!"

Hægt er að skoða fleiri mannauðsramma frá Landspítala hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.