Framúrakstur sem endar illa Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 12:16 Audi bíllinn kominn á rönd og á brátt fund við nærliggjandi ljósastaur. Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent
Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent