Tuttugu þúsund hafa séð Ég man þig Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 14:54 Aðsókn á kvikmyndina Ég man þig hefur farið fram úr björtustu vonum aðstandenda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu, og hafa yfir 20 þúsund manns séð myndina nú á fyrstu ellefu sýningardögunum. Kvikmyndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Yrsu Sigurðardóttur í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Handrit er eftir Ottó Geir Borg, Óskar Þór Axelsson og Yrsu Sigurðardóttur. Í aðalhlutverkum eru Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þór Kristjánsson. Ég man þig fjallar um ungt fólk sem fer til Hesteyrar að gera upp hús um miðjan vetur en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Í tilkynningunni er þess getið að myndin hafi fengið fína dóma hjá hinum ýmsu gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur frá útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, fjórar stjörnur frá gagnrýnanda DV og fjórar stjörnur frá gagnrýnanda Morgunblaðsins. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf myndinni þrjár stjörnur af fimm og má lesa þann dóm hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Aðsókn á kvikmyndina Ég man þig hefur farið fram úr björtustu vonum aðstandenda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu, og hafa yfir 20 þúsund manns séð myndina nú á fyrstu ellefu sýningardögunum. Kvikmyndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Yrsu Sigurðardóttur í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Handrit er eftir Ottó Geir Borg, Óskar Þór Axelsson og Yrsu Sigurðardóttur. Í aðalhlutverkum eru Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þór Kristjánsson. Ég man þig fjallar um ungt fólk sem fer til Hesteyrar að gera upp hús um miðjan vetur en fer fljótlega að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Í tilkynningunni er þess getið að myndin hafi fengið fína dóma hjá hinum ýmsu gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur frá útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, fjórar stjörnur frá gagnrýnanda DV og fjórar stjörnur frá gagnrýnanda Morgunblaðsins. Gagnrýnandi Fréttablaðsins gaf myndinni þrjár stjörnur af fimm og má lesa þann dóm hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét. 11. maí 2017 09:15