Tónlist

Chris Cornell látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Chris Cornell.
Chris Cornell. vísir/getty
Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri. Í yfirlýsingu sem Brian Bumbery, talsmaður hans, sendi fréttaveitunni Associated Press, kom fram að Cornell hefði dáið í Detroit í gærkvöldi.

 

Bumbery sagði dauða rokkarans óvæntan og að eiginkona hans og fjölskylda Cornell væru í áfalli vegna málsins.

Þá kom jafnframt fram í yfirlýsingunni að fjölskyldan myndi vinna náið með læknum svo hægt væri að ganga úr skugga um dánarorsök söngvarans. Bað Bumbery um að einkalíf fjölskyldunnar yrði virt.

Hér má hlusta á titillag Bond-myndarinnar Casino Royale sem Cornell söng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.