Til hamingju? Magnús Guðmundsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Til hamingju með daginn verkafólk og annað launafólk. Til hamingju með dag þeirra sem vilja byggja réttlátt þjóðfélag þar sem hvert og eitt okkar ber sanngjarnan skerf úr býtum fyrir vinnu sína og framlag til samfélagsins. Dag sanngirni og velferðar sem felur í sér við getum öll, án undantekninga, lifað mannsæmandi lífi. Enginn þurfi að búa við fátækt og skort. Að allir geti notið menntunar og heilbrigðisþjónustu. Að samfélagið sé réttlátt. Á Íslandi hafa verið gengnar kröfugöngur á 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan í grunninn í raun alltaf þessi eina og sama. Krafan um breytingar til betri vegar og réttlátara samfélag. Síðan þá hefur margt áunnist fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks og fyrir það er rétt að vera þakklátur. en þegar maður hins vegar horfir yfir íslenskt samfélag í dag er óhætt að segja að maður hefði kosið að við værum komin lengra. Að samfélagið væri réttlátara en það er í raun. Og þar er af mörgu að taka. Allt of mörgu. Rétt eins og víðar í hinum vestræna heimi virðist mikill minnihluti landsmanna eiga sífellt meira af verðmætum þjóðarinnar og það nánast sama hvar á er litið. Eignir þessara einstaklinga eru miklar og margir hafa þessir einstaklingar líka leitast við að koma jafnvel stórum hluta þessara eigna í skjól undan samneyslu samfélagsins og það alla leið til Panama. Svo eru líka einstaklingar í þessu samfélagi sem njóta launakjara og bónuskerfa þar sem hver og einn ber úr býtum svo háar fjárhæðir að það er í raun ekki fyrir venjulegt fólk að hugsa í slíkum fjárhæðum. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur gamla Glitnis til svokallaðra lykilstarfsmanna upp á 2.700 milljónir króna eru í raun ágætt dæmi. En Glitnir er einmitt bankinn sem segir unga fólkinu að það sé, þrátt fyrir afleitar aðstæður til íbúðarkaupa, hægt að eignast íbúð ef það er með plan. Lykilstarfsmenn bankans hafa að minnsta kosti verið með gott plan en hvort það gagnast unga fólkinu er annað mál. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum um vaxandi misskiptingu í íslensku samfélagi. Samfélagi sem virðist til að mynda lítið hafa lært af efnahagshruninu 2008 og afleiðingum þess. Og það er ekki aðeins misskipting sem er vani samfélagsins í dag. Fátækt er hér raunveruleg, lægstu laun og kjör fjölmargra aldraðra og öryrkja langt undir því sem ásættanlegt getur talist, heilbrigðiskerfið vægast sagt aðþrengt, jafnvel enn frekar en menntakerfið og velferðin í samfélaginu virðist í raun vera á undanhaldi. Vissulega er allt þetta og meira til ekki síst verkefni stjórnmálanna en það undanskilur ekki verkalýðshreyfinguna í landinu. Samtök launafólks verða að fara að láta meira að sér kveða í þróun samfélagsins og mótun framtíðarsýnar sem gætir hagsmuna allra Íslendinga. Því miður virðist raunin vera að í dag séu hver og ein samtök að klóra í sinn bakka og það virðist ekki skila okkur því framtíðarríki réttlætis og jafnaðar sem lagt var upp með í göngunni árið 1927. Það þarf greinilega annað og meira til ef fyrsti maí á að vera til hamingju fyrir alla Íslendinga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Til hamingju með daginn verkafólk og annað launafólk. Til hamingju með dag þeirra sem vilja byggja réttlátt þjóðfélag þar sem hvert og eitt okkar ber sanngjarnan skerf úr býtum fyrir vinnu sína og framlag til samfélagsins. Dag sanngirni og velferðar sem felur í sér við getum öll, án undantekninga, lifað mannsæmandi lífi. Enginn þurfi að búa við fátækt og skort. Að allir geti notið menntunar og heilbrigðisþjónustu. Að samfélagið sé réttlátt. Á Íslandi hafa verið gengnar kröfugöngur á 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan í grunninn í raun alltaf þessi eina og sama. Krafan um breytingar til betri vegar og réttlátara samfélag. Síðan þá hefur margt áunnist fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks og fyrir það er rétt að vera þakklátur. en þegar maður hins vegar horfir yfir íslenskt samfélag í dag er óhætt að segja að maður hefði kosið að við værum komin lengra. Að samfélagið væri réttlátara en það er í raun. Og þar er af mörgu að taka. Allt of mörgu. Rétt eins og víðar í hinum vestræna heimi virðist mikill minnihluti landsmanna eiga sífellt meira af verðmætum þjóðarinnar og það nánast sama hvar á er litið. Eignir þessara einstaklinga eru miklar og margir hafa þessir einstaklingar líka leitast við að koma jafnvel stórum hluta þessara eigna í skjól undan samneyslu samfélagsins og það alla leið til Panama. Svo eru líka einstaklingar í þessu samfélagi sem njóta launakjara og bónuskerfa þar sem hver og einn ber úr býtum svo háar fjárhæðir að það er í raun ekki fyrir venjulegt fólk að hugsa í slíkum fjárhæðum. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur gamla Glitnis til svokallaðra lykilstarfsmanna upp á 2.700 milljónir króna eru í raun ágætt dæmi. En Glitnir er einmitt bankinn sem segir unga fólkinu að það sé, þrátt fyrir afleitar aðstæður til íbúðarkaupa, hægt að eignast íbúð ef það er með plan. Lykilstarfsmenn bankans hafa að minnsta kosti verið með gott plan en hvort það gagnast unga fólkinu er annað mál. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum um vaxandi misskiptingu í íslensku samfélagi. Samfélagi sem virðist til að mynda lítið hafa lært af efnahagshruninu 2008 og afleiðingum þess. Og það er ekki aðeins misskipting sem er vani samfélagsins í dag. Fátækt er hér raunveruleg, lægstu laun og kjör fjölmargra aldraðra og öryrkja langt undir því sem ásættanlegt getur talist, heilbrigðiskerfið vægast sagt aðþrengt, jafnvel enn frekar en menntakerfið og velferðin í samfélaginu virðist í raun vera á undanhaldi. Vissulega er allt þetta og meira til ekki síst verkefni stjórnmálanna en það undanskilur ekki verkalýðshreyfinguna í landinu. Samtök launafólks verða að fara að láta meira að sér kveða í þróun samfélagsins og mótun framtíðarsýnar sem gætir hagsmuna allra Íslendinga. Því miður virðist raunin vera að í dag séu hver og ein samtök að klóra í sinn bakka og það virðist ekki skila okkur því framtíðarríki réttlætis og jafnaðar sem lagt var upp með í göngunni árið 1927. Það þarf greinilega annað og meira til ef fyrsti maí á að vera til hamingju fyrir alla Íslendinga.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. maí.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun