Volkswagen með 28% meiri hagnað á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 11:15 Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Volkswagen er aldeilis að rétta úr kútnum eftir vandræðin sem dísilvélasvindl fyrirtækisins skóp því. Það sést berlega með síðustu tölum frá fyrsta ársfjórðungi ársins en hann skilaði 28% meiri hagnaði en fyrir ári og skilaði VW 522 milljarði króna í vasann. Þessi hagnaður nú er helst til kominn vegna bætts rekstrar Volkswagen merkisins sjálfs, mikillar sölu Volkswagen bíla í V-Evrópu og mikillar sölu nýrrar kynslóðar VW Tiguan jepplingsins. Kostnaður við rekstur hefur einnig lækkað. Vel gekk einnig hjá systurmerkjunum Audi og Skoda og með góðu framlagi allra systurmerkjanna er búist við milli 6 og 7% hagnaði af sölu í heild á þessu ári. Þessar góðu tölur frá Volkswagen eru talsvert betri en sérfræðingar höfðu spáð og líklegar til að hækka hlutabréfaverð í Volkswagen Group bílasamstæðunni.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent