Tónlist

Sóley, Pétur Ben og Vök á meðal þeirra sem hlutu styrk úr ferðatónlistarsjóði KEX

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Styrkhafarnir á KEX í gær.
Styrkhafarnir á KEX í gær. vísir/anton brink
Sjö tónlistarmenn- og hljómsveitir hlutu í gær styrki úr ferðatónlistarsjóði KEX. Er þetta í annað sinn sem sjóðurinn deilir út styrkjum til tónlistarfólks en eftirfarandi verkefni hlutu styrk í ár:

Amiina samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kína.

Sóley samtals 250.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.

Glerakur samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.

JFDR samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.

Milkywhale samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Kanada.

Pétur Ben samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.

Vök samtals 100.000 krónur fyrir tónleikaferð til Evrópu.

Í tilkynningu frá KEX Hostel segir að sjóðurinn hafi verið stofnaður vegna þess að bæði gistiheimilið og veitingastaðurinn Sæmundur í sparifötunum  hafi allt frá opnun árið 2011 „verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í hringiðu hinnar miklu grósku sem einkennir íslenskt tónlistarlíf.  Starfsfólk KEX Hostels og Kexlands er afar þakklátt fyrir að fá að fylgjast með á hliðarlínunni og sjá íslenska tónlist dafna hérlendis sem og á erlendri grundu.

Til þess að ítreka þakklæti sitt til íslensks tónlistarfólks KEX Hostel stofnaði fyrirtækið KEX Ferðasjóð í fyrra sem hefur að leiðarljósi að styrkja íslenskt tónlistarfólk til útrásar og styðja við bakið á þeim í tónleikaferðum.  

Í úthlutunarnefnd eru þau Arnar Eggert Thoroddssen, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Ragnheiður Eiríksdóttir, Lárus Bl. Sigurðsson og Benedikt Reynisson.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.