Lífið

Falleg íslensk heimili: Skari skrípó býr í töfrandi einbýli í miðbænum

Ótrúlega falleg eign.
Ótrúlega falleg eign.
Leikstjórinn Óskar Þór Jónasson bauð sérfræðingunum í þáttunum Falleg íslensk heimili í heimsókn á dögunum en margir þekkja hann einnig sem töframaðurinn Skari skrípó.

Bjarnarstígur er nokkuð falin gata sem liggur á milli Skólavörðustígs og Njálsgötu í miðborg Reykjavíkur. Þar býr Óskar ásamt dætrum sínum í þessu fallega gamla húsi.

Húsið er byggt árið 1927 en það er hannað af kirkjusmið og því er það mjög kirkjulegt. Húsið var lengi vel í eigu manns sem var kallaður Einar efnamaður.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×