Lifnar loksins yfir Elliðavatni Karl Lúðviksson skrifar 6. maí 2017 12:00 Það er loksins að lifna yfir Elliðavatni. Hér er Helluvatn sem er vinsæll veiðistaður. Mynd úr safni Það hefur ekki mikið verið að gerast í Elliðavatni frá opnun fyrir utan einn og einn fisk sem fréttir berast af en skilyrðin eru fljót að breytast í hlýindum síðustu daga. Vatnið er grunnt og er fljótt að taka við sér í hita og sólskini og þetta hafa veiðimenn sem staðið hafa vaktina síðustu þrjá daga staðfest. Kristján Hauksson var til að mynda við Þingnes í gær og sendi okkur smá veiðiskýrslu þar sem hann gerði deginum skil í fjölda og hvað hann tók. Samtals fékk hann 8 fína urriða, stærsti fiskurinn var 51 sm og sá tók lítinn Black Ghost en hina fékk hann á lítill brúnan Taylor númer #16 og Krókinn í sömu stærð. "Það var ekki mikil vök á vatninu enda var ekki mikið klak á flugunni þannig að þeir voru að taka frekar djúpt. Ég fékk þá alla nema þennan stóra þegar ég var búinn að láta fluguna sökkva vel niður en ég er alltaf með eina og hálfa stangarlengd í taum hið minnsta og nota granna tauma, fer aldrei yfir 6 pund" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Þeir sem hafa náð tökum á vatninu eru sammála þessu eins því að draga löturhægt inn en það breytist þó þegar púpan er komin í gott klak og vökum fjölgar á yfirborði vatnsins þá er gott að draga inn í mjög stuttum og hraða kippum sem líkur eftir hreyfingu púpunnar upp á yfirborðið. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Það hefur ekki mikið verið að gerast í Elliðavatni frá opnun fyrir utan einn og einn fisk sem fréttir berast af en skilyrðin eru fljót að breytast í hlýindum síðustu daga. Vatnið er grunnt og er fljótt að taka við sér í hita og sólskini og þetta hafa veiðimenn sem staðið hafa vaktina síðustu þrjá daga staðfest. Kristján Hauksson var til að mynda við Þingnes í gær og sendi okkur smá veiðiskýrslu þar sem hann gerði deginum skil í fjölda og hvað hann tók. Samtals fékk hann 8 fína urriða, stærsti fiskurinn var 51 sm og sá tók lítinn Black Ghost en hina fékk hann á lítill brúnan Taylor númer #16 og Krókinn í sömu stærð. "Það var ekki mikil vök á vatninu enda var ekki mikið klak á flugunni þannig að þeir voru að taka frekar djúpt. Ég fékk þá alla nema þennan stóra þegar ég var búinn að láta fluguna sökkva vel niður en ég er alltaf með eina og hálfa stangarlengd í taum hið minnsta og nota granna tauma, fer aldrei yfir 6 pund" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Þeir sem hafa náð tökum á vatninu eru sammála þessu eins því að draga löturhægt inn en það breytist þó þegar púpan er komin í gott klak og vökum fjölgar á yfirborði vatnsins þá er gott að draga inn í mjög stuttum og hraða kippum sem líkur eftir hreyfingu púpunnar upp á yfirborðið.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði