Stóraukin rafmagnsbílasala í Evrópu 8. maí 2017 13:32 Renault Zoe seldist rafmagnsbíla mest í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst sala rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og Hybrid bíla í Evrópu um 37,6% og taldi samtals 212.945 bíla. Aukningin í rafmagnsbílum var 49% og 29,9% í tengiltvinnbílum. Þá jókst sala á Hybrid bílum, sem ekki eru tengjanlegir við rafmagn heldur enduheimta aðeins hemlunarorku, um 61,2% og er sala slíkra bíla enn meiri en rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla samtals. Aukning varð í hverju einasta landi Evrópusambandssvæðisins, mest þó á Spáni en þar varð 87% vöxtur. Vöxturinn var 67,5% í Þýskalandi, 29,9% í Bretlandi, 24,8% í Frakklandi og 17,2% á Ítalíu. Sala rafmagnsbíla jókst ekkert í Evrópu á síðasta ári þar sem kaupendur virtust bíða útkomu nýrra og langdrægnari gerða. Lítil aukning var á sölu tengiltvinnbíla, en nú í ár hefur vöxturinn verið mikill hvað báða flokka varðar. Af einstaka rafmagnsbílum varð Renault Zoe söluhæstur í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs með 21.240 selda bíla. Næst mest seldist af Nissan Leaf (18.210) og Tesla Model S (11.564). Af tengiltvinnbílum seldist Mitsubishi Outlander PHEV best, eða í 21.318 eintökum og jókst sala hans um 32% á milli ára. Volkswagen Passat GTE varð sá næstsöluhæsti með 13.110 selda bíla og Volkswagen Golf kom þar næstur með 11.329 eintök seld. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst sala rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og Hybrid bíla í Evrópu um 37,6% og taldi samtals 212.945 bíla. Aukningin í rafmagnsbílum var 49% og 29,9% í tengiltvinnbílum. Þá jókst sala á Hybrid bílum, sem ekki eru tengjanlegir við rafmagn heldur enduheimta aðeins hemlunarorku, um 61,2% og er sala slíkra bíla enn meiri en rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla samtals. Aukning varð í hverju einasta landi Evrópusambandssvæðisins, mest þó á Spáni en þar varð 87% vöxtur. Vöxturinn var 67,5% í Þýskalandi, 29,9% í Bretlandi, 24,8% í Frakklandi og 17,2% á Ítalíu. Sala rafmagnsbíla jókst ekkert í Evrópu á síðasta ári þar sem kaupendur virtust bíða útkomu nýrra og langdrægnari gerða. Lítil aukning var á sölu tengiltvinnbíla, en nú í ár hefur vöxturinn verið mikill hvað báða flokka varðar. Af einstaka rafmagnsbílum varð Renault Zoe söluhæstur í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs með 21.240 selda bíla. Næst mest seldist af Nissan Leaf (18.210) og Tesla Model S (11.564). Af tengiltvinnbílum seldist Mitsubishi Outlander PHEV best, eða í 21.318 eintökum og jókst sala hans um 32% á milli ára. Volkswagen Passat GTE varð sá næstsöluhæsti með 13.110 selda bíla og Volkswagen Golf kom þar næstur með 11.329 eintök seld.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent