Lancia fæst nú aðeins á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 10:14 Lancia Ypsilon. Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent
Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent