Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 23. apríl 2017 09:00 Víkingar gætut átt erfitt sumar í vændum. vísir/ernir Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Víkingum 8. sæti deildarinnar sem er sæti neðar en liðið hafnaði í á síðasta tímabili. Víkingar þóttu ekki eiga gott tímabil í fyrra enda væntingarnar miklar en liðið setti samt sem áður persónulegt stigamet. Víkingar hafa ekki náð sömu hæðum og 2014 þegar liðið komst í Evrópu en þetta er samt sem áður fjórða ár liðsins í röð í Pepsi-deildinni. Þjálfari Víkings er Milos Milojevic. Serbinn tók einn við liðinu á miðju sumri 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara og setti stigamet á sinni fyrstu heilu leiktíð einn sem aðalþjálfari liðsins. Milos er klár þjálfari sem kann fræðin og hefur vakið mikla athygli í viðtölum. Hann setur sér háleit markmið en var langt frá því að ná þeim í fyrra. Mögulegt byrjunarliðVíkingar fá ágætis byrjun sem er bland af því að mæta bestu liðum deildarinnar, liðum sem gætu verið með þeim í neðri helmingnum og svo nýliðum. Víkingar mæta bæði Grindavík og KA, nýliðum deildarinnar. Grindavík er ekki spáð góðu gengi en KA er gríðarlega vel mannað. Víkingar mæta einnig KR í fyrsta leik eins og í fyrra og eiga svo leik við Breiðablik heima í fjórðu umferð en Víkingar fóru ansi illa með Blikana í Víkinni á síðustu leiktíð. Einnig fer Víkingsliðið til Eyja þar sem það vann öruggan 3-0 sigur í fyrra. Það er möguleiki fyrir Víkinga að ná í nokkur stig í fyrstu fimm umferðunum en leikirnir eru erfiðir.01. maí: KR – Víkingur, Alvogen-völlur08. maí: Víkingur – Grindavík, Víkingsvöllur14. maí: ÍBV – Víkingur, Hásteinsvöllr21. maí: Víkingur – Breiðablik, Víkingsvöllur27. maí: KA – Víkingur, Akureyrarvöllur Þrír sem Víkingur treystir áRóbert Örn Óskarsson, Alex Freyr Hilmarsson og Vladimir Tufegdzic.vísir/ernir/anton brink/eyþórRóbert Örn Óskarsson: Markvörðurinn magnaði kom frá FH í fyrra og var einn albesti leikmaður Víkingsliðsins. Hann varði oft á tíðum stórkostlega og vann stig fyrir Fossvogsstrákana á móti góðum liðum. Róbert er mikill leiðtogi innan Víkingsliðsins og verður að halda áfram að spila eins og í fyrra ætli Víkingar að blása á hrakspárnar.Alex Freyr Hilmarsson: Grindvíkingurinn átti fínt tímabil í fyrra og hefði vakið mun meiri athygli hefði hann nýtt fleiri færi en hann fékk mörg dauðafæri í fyrra. Alex er afskaplega klár og leikinn fótboltamaður sem býr til mikið í sóknarleiknum bæði með stoðsendingum og þriðju síðustu sendingunni. Þá hefur hann alla burði til að skora fleiri mörk.Vladimir Tufegdzic: Þessi öflugi Serbi hóf ferilinn í Víkinni með því að skora þrennu í fyrsta leik um mitt sumar 2015 og í fyrra sýndi hann að á deginum sínum er Túfa, eins og hann er kallaður, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Hann verður þó að vera stöðugri í sínum leik því Víkingar treysta svo sannarlega á að hann leggi upp og skori fyrir þá í sumar.Nýstirnið Aldamótabarnið Viktor Örlygur Andrason sem er fæddur árið 2000 kom aðeins við sögu hjá Víkingum í fyrra og fær vafalítið fleiri mínútur í ár. Þetta er einn efnilegasti leikmaður sem komið hefur upp í Fossvoginum undanfarin ár en hann varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra og er unglingalandsliðsmaður. Milos Milojevic mun pottþétt reyna að spila honum „rétt“ með því að setja ekki of mikla pressu á drenginn og halda álaginu í skefjum en ljóst er að hann gæti vakið athygli í sumar. MarkaðurinnMilos Ozegovic, Geoffrey Castillion og Muhammed Mert verða að standa sig í Fossvoginum.Vísir/AntonKomnir: Geoffrey Castillion frá Debrecen Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Haukum Muhammed Mert frá Hollandi Milos Ozegovic frá Radnicki Pirot Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki Örvar Eggertsson frá BreiðablikiFarnir: Gary Martin til Lokeren Igor Taskovic í Fjölni Josip Fucek til Rúmeníu Kristófer Páll Viðarsson í KA (Á láni) Marko Perkovic Óttar Magnús Karlsson í Molde Stefán Þór Pálsson í ÍR Viktor Jónsson í Þrótt R. Eftir að vera með fimm framherja á mála þegar síðasta tímabil endaði stóðu Víkingar uppi framherjalausir undir lok síðasta árs þegar Gary Martin, Óttar Magnús Karlsson, Viktor Jónsson, Stefán Þór Pálsson og Josip Fucek fóru allir frá liðinu. Víkingar spiluðu á ungum strák sem kom frá Breiðabliki, Örvari Eggertssyni, framan af undirbúningstímabilinu en fengu svo Hollendinginn Geoffrey Castillion til liðs við sig. Það er leikmaður sem hefur hæfileika í raða hér inn mörkum en einhver er ástæða þess að fyrrverandi leikmaður Ajax er mættur til Íslands. Valdatíð Igors Taskovic í Víkinni er lokið en fyrir hann á miðjuna er mættur annar Serbi, Milos Ozegovic, sem hefur ekki heillað marga á undirbúningstímabilinu. Belginn Mohammed Mert hefur aftur á móti verið sprækur en hann er einnig mjög hæfileikaríkur og mun mikið mæða á honum í sóknarleiknum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur verið einn af lykilmönnum Hauka í Inkasso-deildinni undanfarin ár en þreytir nú frumraun sína í Pepsi-deildinni og þá er mættur Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki. Ef nýju útlendingarnir standa sig ekki er auðvelt að halda fram að Víkingar séu með töluvert slakara lið en í fyrra enda voru Gary Martin og Óttar virkilega sterkir saman í framlínunni. Hvað segir Óskar Hrafn?„Gengi Víkinga mun snúast að miklu leyti um hversu öflugir nýju leikmennirnir verða. Þeir fengu þrjá erlenda leikmenn sem eru allir með góða ferilsskrá en það er eins og það vanti, til dæmis hjá Geoffrey Castillion, upp á hugarfarið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég tel að Muhammed Mert geti hjálpað þeim mikið. Hann er lítill, léttur og skapandi ef hann fær boltann á réttum stöðum.“ Hann segir að varnarleikurinn hjá Víkingi sé áhyggjuefni. „Hverjir verða miðverðir? Verða það Halldór Smári og Alan Lowing? Er það nógu sterkt par til að fara þangað sem Víkingur vill fara?“ „Ef að leikmenn Víkinga, sérstaklega þeir nýju, eiga ekki toppsumar þá tel ég að Víkingur verði einhversstaðar á bilinu 7.-9. sæti.“ Að lokumGary Martin er farinn.vísir/ernirÞað sem við vitum um Víking er ... að liðið getur spilað mjög taktískan fótbolta og náð í stig á móti góðum liðum en stöðugleikann hefur vantað. Víkingsliðið er alltof vantar því að tapa mörgum leikjum í röð og á erfitt með að rífa sig upp úr volæði sem gæti staðið yfir í sumar. Markvörðurinn er góður og í liðinu eru sterkir íslenskir leikmenn sem hafa verið þarna lengi og hafa hjarta fyrir verkefninu. Það gæti hjálpað til á erfiðu tímabili.Spurningamerkin eru ... nýju erlendu leikmennirnir. Víkingar voru með sæg af mönnum sem gátu búið eitthvað til í framlínunni á síðustu leiktíð en áttu samt í vandræðum með að skora. Nú er treyst á Hollending sem hefur farið ansi hratt niður á sínum ferli eftir að vera að skora í Evrópudeildinni fyrir nokkrum árum. Víkingar eiga nokkra góða unga leikmenn sem gætu sumir orðið lykilmenn.Milos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/antonÍ besta falli: Spila nýju útlendingarnir eins og ferilskrá þeirra gefur til um að þeir geti og skorað mörk sem liðinu vantar í fyrra. Varnarleikurinn verður betri og meiri stöðugleiki næst. Heimavöllurinn verður sterkari og liðið safnar stigum. Þá er mikilvægt fyrir Víkinga að fara vel af stað. Ef þetta allt gengur upp geta Víkingar verið um miðja deild.Í versta falli: Gengur liðinu ekkert að skora og varnarleikurinn verður ekki betri en í fyrra. Útlendingarnir verða losaðir um mitt mót og Fossvogsmenn þurfa að fara í neyðarkaup um mitt sumar. Liðið er of rútínerað og með of góða íslenska leikmenn til að falla en fallbarátta gæti hæglega verið örlög Víkinga í sumar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Víkingum 8. sæti deildarinnar sem er sæti neðar en liðið hafnaði í á síðasta tímabili. Víkingar þóttu ekki eiga gott tímabil í fyrra enda væntingarnar miklar en liðið setti samt sem áður persónulegt stigamet. Víkingar hafa ekki náð sömu hæðum og 2014 þegar liðið komst í Evrópu en þetta er samt sem áður fjórða ár liðsins í röð í Pepsi-deildinni. Þjálfari Víkings er Milos Milojevic. Serbinn tók einn við liðinu á miðju sumri 2015 þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara og setti stigamet á sinni fyrstu heilu leiktíð einn sem aðalþjálfari liðsins. Milos er klár þjálfari sem kann fræðin og hefur vakið mikla athygli í viðtölum. Hann setur sér háleit markmið en var langt frá því að ná þeim í fyrra. Mögulegt byrjunarliðVíkingar fá ágætis byrjun sem er bland af því að mæta bestu liðum deildarinnar, liðum sem gætu verið með þeim í neðri helmingnum og svo nýliðum. Víkingar mæta bæði Grindavík og KA, nýliðum deildarinnar. Grindavík er ekki spáð góðu gengi en KA er gríðarlega vel mannað. Víkingar mæta einnig KR í fyrsta leik eins og í fyrra og eiga svo leik við Breiðablik heima í fjórðu umferð en Víkingar fóru ansi illa með Blikana í Víkinni á síðustu leiktíð. Einnig fer Víkingsliðið til Eyja þar sem það vann öruggan 3-0 sigur í fyrra. Það er möguleiki fyrir Víkinga að ná í nokkur stig í fyrstu fimm umferðunum en leikirnir eru erfiðir.01. maí: KR – Víkingur, Alvogen-völlur08. maí: Víkingur – Grindavík, Víkingsvöllur14. maí: ÍBV – Víkingur, Hásteinsvöllr21. maí: Víkingur – Breiðablik, Víkingsvöllur27. maí: KA – Víkingur, Akureyrarvöllur Þrír sem Víkingur treystir áRóbert Örn Óskarsson, Alex Freyr Hilmarsson og Vladimir Tufegdzic.vísir/ernir/anton brink/eyþórRóbert Örn Óskarsson: Markvörðurinn magnaði kom frá FH í fyrra og var einn albesti leikmaður Víkingsliðsins. Hann varði oft á tíðum stórkostlega og vann stig fyrir Fossvogsstrákana á móti góðum liðum. Róbert er mikill leiðtogi innan Víkingsliðsins og verður að halda áfram að spila eins og í fyrra ætli Víkingar að blása á hrakspárnar.Alex Freyr Hilmarsson: Grindvíkingurinn átti fínt tímabil í fyrra og hefði vakið mun meiri athygli hefði hann nýtt fleiri færi en hann fékk mörg dauðafæri í fyrra. Alex er afskaplega klár og leikinn fótboltamaður sem býr til mikið í sóknarleiknum bæði með stoðsendingum og þriðju síðustu sendingunni. Þá hefur hann alla burði til að skora fleiri mörk.Vladimir Tufegdzic: Þessi öflugi Serbi hóf ferilinn í Víkinni með því að skora þrennu í fyrsta leik um mitt sumar 2015 og í fyrra sýndi hann að á deginum sínum er Túfa, eins og hann er kallaður, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Hann verður þó að vera stöðugri í sínum leik því Víkingar treysta svo sannarlega á að hann leggi upp og skori fyrir þá í sumar.Nýstirnið Aldamótabarnið Viktor Örlygur Andrason sem er fæddur árið 2000 kom aðeins við sögu hjá Víkingum í fyrra og fær vafalítið fleiri mínútur í ár. Þetta er einn efnilegasti leikmaður sem komið hefur upp í Fossvoginum undanfarin ár en hann varð Íslandsmeistari í 3. flokki í fyrra og er unglingalandsliðsmaður. Milos Milojevic mun pottþétt reyna að spila honum „rétt“ með því að setja ekki of mikla pressu á drenginn og halda álaginu í skefjum en ljóst er að hann gæti vakið athygli í sumar. MarkaðurinnMilos Ozegovic, Geoffrey Castillion og Muhammed Mert verða að standa sig í Fossvoginum.Vísir/AntonKomnir: Geoffrey Castillion frá Debrecen Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Haukum Muhammed Mert frá Hollandi Milos Ozegovic frá Radnicki Pirot Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki Örvar Eggertsson frá BreiðablikiFarnir: Gary Martin til Lokeren Igor Taskovic í Fjölni Josip Fucek til Rúmeníu Kristófer Páll Viðarsson í KA (Á láni) Marko Perkovic Óttar Magnús Karlsson í Molde Stefán Þór Pálsson í ÍR Viktor Jónsson í Þrótt R. Eftir að vera með fimm framherja á mála þegar síðasta tímabil endaði stóðu Víkingar uppi framherjalausir undir lok síðasta árs þegar Gary Martin, Óttar Magnús Karlsson, Viktor Jónsson, Stefán Þór Pálsson og Josip Fucek fóru allir frá liðinu. Víkingar spiluðu á ungum strák sem kom frá Breiðabliki, Örvari Eggertssyni, framan af undirbúningstímabilinu en fengu svo Hollendinginn Geoffrey Castillion til liðs við sig. Það er leikmaður sem hefur hæfileika í raða hér inn mörkum en einhver er ástæða þess að fyrrverandi leikmaður Ajax er mættur til Íslands. Valdatíð Igors Taskovic í Víkinni er lokið en fyrir hann á miðjuna er mættur annar Serbi, Milos Ozegovic, sem hefur ekki heillað marga á undirbúningstímabilinu. Belginn Mohammed Mert hefur aftur á móti verið sprækur en hann er einnig mjög hæfileikaríkur og mun mikið mæða á honum í sóknarleiknum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur verið einn af lykilmönnum Hauka í Inkasso-deildinni undanfarin ár en þreytir nú frumraun sína í Pepsi-deildinni og þá er mættur Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki. Ef nýju útlendingarnir standa sig ekki er auðvelt að halda fram að Víkingar séu með töluvert slakara lið en í fyrra enda voru Gary Martin og Óttar virkilega sterkir saman í framlínunni. Hvað segir Óskar Hrafn?„Gengi Víkinga mun snúast að miklu leyti um hversu öflugir nýju leikmennirnir verða. Þeir fengu þrjá erlenda leikmenn sem eru allir með góða ferilsskrá en það er eins og það vanti, til dæmis hjá Geoffrey Castillion, upp á hugarfarið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég tel að Muhammed Mert geti hjálpað þeim mikið. Hann er lítill, léttur og skapandi ef hann fær boltann á réttum stöðum.“ Hann segir að varnarleikurinn hjá Víkingi sé áhyggjuefni. „Hverjir verða miðverðir? Verða það Halldór Smári og Alan Lowing? Er það nógu sterkt par til að fara þangað sem Víkingur vill fara?“ „Ef að leikmenn Víkinga, sérstaklega þeir nýju, eiga ekki toppsumar þá tel ég að Víkingur verði einhversstaðar á bilinu 7.-9. sæti.“ Að lokumGary Martin er farinn.vísir/ernirÞað sem við vitum um Víking er ... að liðið getur spilað mjög taktískan fótbolta og náð í stig á móti góðum liðum en stöðugleikann hefur vantað. Víkingsliðið er alltof vantar því að tapa mörgum leikjum í röð og á erfitt með að rífa sig upp úr volæði sem gæti staðið yfir í sumar. Markvörðurinn er góður og í liðinu eru sterkir íslenskir leikmenn sem hafa verið þarna lengi og hafa hjarta fyrir verkefninu. Það gæti hjálpað til á erfiðu tímabili.Spurningamerkin eru ... nýju erlendu leikmennirnir. Víkingar voru með sæg af mönnum sem gátu búið eitthvað til í framlínunni á síðustu leiktíð en áttu samt í vandræðum með að skora. Nú er treyst á Hollending sem hefur farið ansi hratt niður á sínum ferli eftir að vera að skora í Evrópudeildinni fyrir nokkrum árum. Víkingar eiga nokkra góða unga leikmenn sem gætu sumir orðið lykilmenn.Milos Milojevic er þjálfari Víkinga.vísir/antonÍ besta falli: Spila nýju útlendingarnir eins og ferilskrá þeirra gefur til um að þeir geti og skorað mörk sem liðinu vantar í fyrra. Varnarleikurinn verður betri og meiri stöðugleiki næst. Heimavöllurinn verður sterkari og liðið safnar stigum. Þá er mikilvægt fyrir Víkinga að fara vel af stað. Ef þetta allt gengur upp geta Víkingar verið um miðja deild.Í versta falli: Gengur liðinu ekkert að skora og varnarleikurinn verður ekki betri en í fyrra. Útlendingarnir verða losaðir um mitt mót og Fossvogsmenn þurfa að fara í neyðarkaup um mitt sumar. Liðið er of rútínerað og með of góða íslenska leikmenn til að falla en fallbarátta gæti hæglega verið örlög Víkinga í sumar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00