Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 24. apríl 2017 09:00 KA-menn fagna marki á Leiknisvelli síðasta sumar. vísir/stefán Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KA 7. sæti deildarinnar. KA-menn leika nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004. KA hefur tjaldað miklu til á undanförnum árum og komst loks um deild í fyrra. KA hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 1989. Þjálfari KA er Srdjan Tufegdzic. Hann hefur verið hjá KA frá 2006, fyrst sem leikmaður, svo þjálfari í yngri flokkunum, aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari. Túfa, eins og hann er jafnan kallaður, tók við KA þegar Bjarni Jóhannsson hætti í ágúst 2015 og kom liðinu svo upp um deild árið eftir. Hann framlengdi nýlega samning sinn við KA um tvö ár. Mögulegt byrjunarliðKA-menn eiga afskaplega erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Í fyrstu fimm umferðunum fara þeir á Kópavogsvöll, í Kaplakrika og á Samsung-völlinn og mæta þar þremur af sterkustu liðum deildarinnar. KA-menn byrja á útileikjum gegn Breiðabliki og FH en fá svo Fjölni í heimsókn í fyrsta heimaleiknum 14. maí. Búast má við mikilli stemmningu á þeim leik enda fyrsti heimaleikur KA í efstu deild í 13 ár. KA sækir svo Stjörnuna heim áður en liðið tekur á móti Víkingi R. í 5. umferðinni.1. maí: Breiðablik - KA, Kópavogsvöllur8. maí: FH - KA, Kaplakriki14. maí: KA - Fjölnir, Akureyrarvöllur21. maí: Stjarnan - KA, Samsung-völlur27. maí: KA - Víkingur R., Akureyrarvöllur Þrír sem KA treystir áGuðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/stefán/eyþórGuðmann Þórisson: Margir ráku upp stór augu þegar Guðmann fór frá Íslandsmeisturum FH til KA korteri í mót í fyrra. Guðmann átti gott sumar í vörn KA sem fékk aðeins á sig 16 mörk í Inkasso-deildinni. Guðmann er öflugur og grimmur miðvörður sem átti tvö frábær tímabil með FH áður en hann fór til Mjällby í Svíþjóð.Almarr Ormarsson: Sneri aftur til uppeldisfélagsins í fyrra eftir góð ár hjá Reykjavíkurfélögunum Fram og KR í Pepsi-deildinni. Almarr býr yfir mikilli reynslu og getur hjálpað KA í mörgum stöðum. Flinkur spilari sem getur skorað mörk og verður afar mikilvægur fyrir KA í sumar.Hallgrímur Mar Steingrímsson: Húsvíkingurinn sneri aftur til KA í fyrra eftir eitt tímabil hjá Víkingi R. þar sem hann sýndi góða takta. Afskaplega hæfileikaríkur leikmaður sem getur bæði skorað og skapað fyrir aðra. KA-menn treysta á mörk og stoðsendingar frá Hallgrími í sumar. NýstirniðÁsgeir Sigurgeirsson sló í gegn í Inkasso-deildinni í fyrra þar sem hann skoraði átta mörk í 17 leikjum, þ.á.m. markið sem tryggði KA sæti í Pepsi-deildinni. Ásgeir byrjaði ungur að spila með Völsungi og fór svo til Stabæk í Noregi 2014. Húsvíkingurinn var lánaður til KA í fyrra og félagið keypti hann svo eftir tímabilið. Getur leikið allar stöður fremst á vellinum og er duglegur að skora. MarkaðurinnDanski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg.mynd/kaKomnir: Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk Darko Bulatovic frá Cukaricki Emil Lyng frá Silkeborg Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni) Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes UlfFarnir: Juraj Grizlej í Keflavík Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna Orri Gústafsson fluttur erlendis KA-menn hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en búist var við. Þeir keyptu Ásgeir eftir frábært tímabil í fyrra og fengu Kristófer Pál á láni frá Víkingi R. Efnilegur strákur sem skoraði 10 mörk fyrir Leikni F. í Inkasso-deildinni í fyrra. Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku og hann kemur til með að fylla skarðið sem Juraj Grizlej skildi eftir sig. Steinþór var gríðarlega öflugur með Stjörnunni áður en hann fór út, þá sérstaklega á gervigrasinu í Garðabæ. Darko Bulatovic er vinstri bakvörður frá Svartfjallalandi og Emil Lyng er stór og stæðilegur Dani sem á að létta undir með Elfari Árna Aðalsteinssyni í framlínu KA. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Mér líst ágætlega á KA en það vantar markaskorara í liðið,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég vonast til að Ásgeir Sigurgeirsson verði einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Þeir fengu líka mjög reynslumikinn mann í Steinþóri Frey. Við munum hvernig hann gjörbreytti Stjörnunni þegar hann fór þangað á sínum tíma.“ Hjörvar hefur mestar áhyggjur af markvörslunni hjá KA í sumar. „Stóra spurningin fyrir mig er markvarslan. Srdjan Rajkovic stóð sig mjög vel í fyrra en var í erfiðleikum síðast þegar hann var í Pepsi-deildinni með Þór. Ef hann spilar eins og í fyrra verður þetta ekki vesen.“ Að lokumTúfa stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/stefánÞað sem við vitum um KA er ... að liðið er vel skipulagt og fær fá mörk á sig. KA fékk aðeins 16 mörk á sig í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra og einungis fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum í vetur. KA er með líkamlega sterka miðju og gott úrval af kantmönnum og sóknarsinnuðum miðjumönnum en vantar hreinræktaðan markaskorara. Metnaðurinn hjá KA er mikill og það verður væntanlega stemmning í kringum liðið, enda að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004.Spurningamerkin eru ... hvernig standa KA-menn sig á stóra sviðinu eftir öll þessi ár í næstefstu deild? Þjálfarinn er í miklum metum fyrir norðan en hefur enga reynslu úr efstu deild, hvorki sem leikmaður né þjálfari. Liðið er með spennandi leikmenn fram á við en er ekki með framherja sem þeir geta treyst á að skori 10 mörk eða meira. Elfar Árni Aðalsteinsson er öflugur leikmaður og gerir mikið fyrir liðið en hefur aldrei skorað meira en fimm mörk á einu tímabili í Pepsi-deildinni. Rajkovic var frábær í markinu í fyrra en var aðallega í því að gefa mörk þegar hann lék síðast í Pepsi-deildinni. Eru bakverðirnir nógu sterkir fyrir Pepsi-deildina?Það mæðir mikið á Elfari Árna.vísir/stefánÍ besta falli: Kemst KA sómasamlega í gegnum erfiða byrjun á mótinu og býr til grunn til að byggja á í framhaldinu. Varnarleikurinn heldur og Rajkovic spilar eins og hann gerði í fyrra. Steinþór Freyr sýnir sömu takta og hann gerði með Stjörnunni á sínum tíma og Ásgeir blómstrar í deild þeirra bestu. Elfar Árni finnur sig loks sem markaskorari í efstu deild og liðsstyrkurinn að utan reynist góður. Þá getur KA endað í efri hlutanum.Í versta falli: Ná KA-menn aldrei að vinna sig út úr erfiðri byrjun á mótinu og þurfa að berjast í kjallaranum. 2013 útgáfan af Rajkovic stendur í markinu og liðið nær ekki að skora nógu mikið af mörkum. Það er talsverð pressa á KA þótt það sé nýliði og hún gæti lagst þungt á liðið, sérstaklega ef það fer illa af stað eins og möguleiki er á. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir KA 7. sæti deildarinnar. KA-menn leika nú í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004. KA hefur tjaldað miklu til á undanförnum árum og komst loks um deild í fyrra. KA hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, árið 1989. Þjálfari KA er Srdjan Tufegdzic. Hann hefur verið hjá KA frá 2006, fyrst sem leikmaður, svo þjálfari í yngri flokkunum, aðstoðarþjálfari og loks aðalþjálfari. Túfa, eins og hann er jafnan kallaður, tók við KA þegar Bjarni Jóhannsson hætti í ágúst 2015 og kom liðinu svo upp um deild árið eftir. Hann framlengdi nýlega samning sinn við KA um tvö ár. Mögulegt byrjunarliðKA-menn eiga afskaplega erfiða byrjun á Íslandsmótinu. Í fyrstu fimm umferðunum fara þeir á Kópavogsvöll, í Kaplakrika og á Samsung-völlinn og mæta þar þremur af sterkustu liðum deildarinnar. KA-menn byrja á útileikjum gegn Breiðabliki og FH en fá svo Fjölni í heimsókn í fyrsta heimaleiknum 14. maí. Búast má við mikilli stemmningu á þeim leik enda fyrsti heimaleikur KA í efstu deild í 13 ár. KA sækir svo Stjörnuna heim áður en liðið tekur á móti Víkingi R. í 5. umferðinni.1. maí: Breiðablik - KA, Kópavogsvöllur8. maí: FH - KA, Kaplakriki14. maí: KA - Fjölnir, Akureyrarvöllur21. maí: Stjarnan - KA, Samsung-völlur27. maí: KA - Víkingur R., Akureyrarvöllur Þrír sem KA treystir áGuðmann Þórisson, Almarr Ormarsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson.vísir/stefán/eyþórGuðmann Þórisson: Margir ráku upp stór augu þegar Guðmann fór frá Íslandsmeisturum FH til KA korteri í mót í fyrra. Guðmann átti gott sumar í vörn KA sem fékk aðeins á sig 16 mörk í Inkasso-deildinni. Guðmann er öflugur og grimmur miðvörður sem átti tvö frábær tímabil með FH áður en hann fór til Mjällby í Svíþjóð.Almarr Ormarsson: Sneri aftur til uppeldisfélagsins í fyrra eftir góð ár hjá Reykjavíkurfélögunum Fram og KR í Pepsi-deildinni. Almarr býr yfir mikilli reynslu og getur hjálpað KA í mörgum stöðum. Flinkur spilari sem getur skorað mörk og verður afar mikilvægur fyrir KA í sumar.Hallgrímur Mar Steingrímsson: Húsvíkingurinn sneri aftur til KA í fyrra eftir eitt tímabil hjá Víkingi R. þar sem hann sýndi góða takta. Afskaplega hæfileikaríkur leikmaður sem getur bæði skorað og skapað fyrir aðra. KA-menn treysta á mörk og stoðsendingar frá Hallgrími í sumar. NýstirniðÁsgeir Sigurgeirsson sló í gegn í Inkasso-deildinni í fyrra þar sem hann skoraði átta mörk í 17 leikjum, þ.á.m. markið sem tryggði KA sæti í Pepsi-deildinni. Ásgeir byrjaði ungur að spila með Völsungi og fór svo til Stabæk í Noregi 2014. Húsvíkingurinn var lánaður til KA í fyrra og félagið keypti hann svo eftir tímabilið. Getur leikið allar stöður fremst á vellinum og er duglegur að skora. MarkaðurinnDanski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg.mynd/kaKomnir: Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk Darko Bulatovic frá Cukaricki Emil Lyng frá Silkeborg Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni) Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes UlfFarnir: Juraj Grizlej í Keflavík Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna Orri Gústafsson fluttur erlendis KA-menn hafa verið rólegri á leikmannamarkaðinum en búist var við. Þeir keyptu Ásgeir eftir frábært tímabil í fyrra og fengu Kristófer Pál á láni frá Víkingi R. Efnilegur strákur sem skoraði 10 mörk fyrir Leikni F. í Inkasso-deildinni í fyrra. Steinþór Freyr Þorsteinsson er kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku og hann kemur til með að fylla skarðið sem Juraj Grizlej skildi eftir sig. Steinþór var gríðarlega öflugur með Stjörnunni áður en hann fór út, þá sérstaklega á gervigrasinu í Garðabæ. Darko Bulatovic er vinstri bakvörður frá Svartfjallalandi og Emil Lyng er stór og stæðilegur Dani sem á að létta undir með Elfari Árna Aðalsteinssyni í framlínu KA. Hvað segir Hjörvar?vísir/pjetur„Mér líst ágætlega á KA en það vantar markaskorara í liðið,“ segir Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Ég vonast til að Ásgeir Sigurgeirsson verði einn af efnilegustu leikmönnum deildarinnar. Þeir fengu líka mjög reynslumikinn mann í Steinþóri Frey. Við munum hvernig hann gjörbreytti Stjörnunni þegar hann fór þangað á sínum tíma.“ Hjörvar hefur mestar áhyggjur af markvörslunni hjá KA í sumar. „Stóra spurningin fyrir mig er markvarslan. Srdjan Rajkovic stóð sig mjög vel í fyrra en var í erfiðleikum síðast þegar hann var í Pepsi-deildinni með Þór. Ef hann spilar eins og í fyrra verður þetta ekki vesen.“ Að lokumTúfa stýrir liði í fyrsta sinn í efstu deild í sumar.vísir/stefánÞað sem við vitum um KA er ... að liðið er vel skipulagt og fær fá mörk á sig. KA fékk aðeins 16 mörk á sig í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í fyrra og einungis fjögur mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum í vetur. KA er með líkamlega sterka miðju og gott úrval af kantmönnum og sóknarsinnuðum miðjumönnum en vantar hreinræktaðan markaskorara. Metnaðurinn hjá KA er mikill og það verður væntanlega stemmning í kringum liðið, enda að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2004.Spurningamerkin eru ... hvernig standa KA-menn sig á stóra sviðinu eftir öll þessi ár í næstefstu deild? Þjálfarinn er í miklum metum fyrir norðan en hefur enga reynslu úr efstu deild, hvorki sem leikmaður né þjálfari. Liðið er með spennandi leikmenn fram á við en er ekki með framherja sem þeir geta treyst á að skori 10 mörk eða meira. Elfar Árni Aðalsteinsson er öflugur leikmaður og gerir mikið fyrir liðið en hefur aldrei skorað meira en fimm mörk á einu tímabili í Pepsi-deildinni. Rajkovic var frábær í markinu í fyrra en var aðallega í því að gefa mörk þegar hann lék síðast í Pepsi-deildinni. Eru bakverðirnir nógu sterkir fyrir Pepsi-deildina?Það mæðir mikið á Elfari Árna.vísir/stefánÍ besta falli: Kemst KA sómasamlega í gegnum erfiða byrjun á mótinu og býr til grunn til að byggja á í framhaldinu. Varnarleikurinn heldur og Rajkovic spilar eins og hann gerði í fyrra. Steinþór Freyr sýnir sömu takta og hann gerði með Stjörnunni á sínum tíma og Ásgeir blómstrar í deild þeirra bestu. Elfar Árni finnur sig loks sem markaskorari í efstu deild og liðsstyrkurinn að utan reynist góður. Þá getur KA endað í efri hlutanum.Í versta falli: Ná KA-menn aldrei að vinna sig út úr erfiðri byrjun á mótinu og þurfa að berjast í kjallaranum. 2013 útgáfan af Rajkovic stendur í markinu og liðið nær ekki að skora nógu mikið af mörkum. Það er talsverð pressa á KA þótt það sé nýliði og hún gæti lagst þungt á liðið, sérstaklega ef það fer illa af stað eins og möguleiki er á.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur hafnar í 8. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík áttunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00