Pepsi-spáin: Breiðablik hafnar í 5. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 26. apríl 2017 09:00 Blikar geta náð Evrópu eða verið áfram í miðjumoði. vísir/ernir Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki 5. sæti Pepsi-deildarinnar í ár en það er sæti ofar en liðið hafnaði á miklu vonbrigða tímabili síðasta sumar. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2010 og hafnaði í öðru sæti fyrir tveimur árum en liðið komst aldrei í almennilegan takt í fyrra þar sem heimaleikirnir fóru illa með Blika. Þjálfari Breiðabliks er Arnar Grétarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Hann skilaði Blikum í annað sætið á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari þess sumarið 2015 en þurfti að sætta sig við sjötta sætið í fyrra þar sem ansi dauft var yfir Blikaliðinu. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Arnars en hann starfið áður sem yfirmaður knattspyrnumála í Grikklandi og í Belgíu. Mögulegt byrjunarliðvísirBlikar fá fína byrjun á mótinu og ættu að geta safnað fullt af stigum ef þeir stíga á bensíngjöfina strax við upphaf Íslandsmótsins. Þeir mæta nýliðum KA en þó á heimavelli í fyrstu umferð. Blikar fóru þó flatt á því að mæta nýliðum í fyrstu umferð í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Ólsurum. Fyrir utan einn stórleik á móti Stjörnunni mætir Breiðablik Víkingsliðunum báðum sem verða vafalítið í neðri hlutanum og Fjölni sem er stórt spurningamerki fyrir tímabilið. Blikar ættu að vera ósáttir að vera ekki í toppbaráttu eftir fimm umferðir.30. apr: Breiðablik – KA, Kópavogsvöllur08. maí: Fjölnir – Breiðablik, Extra-völlurinn14. maí: Breiðablik – Stjarnan, Kópavogsvöllur21. maí: Víkingur – Breiðablik, Víkingsvöllur28. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur Þrír sem Breiðablik treystir áGunnleifur Gunnleifsson, Damir Muminovic og Hrvoje Tokic.vísir/ernir/pjeturGunnleifur Gunnleifsson: Markvörðurinn 41 árs gamli eldist eins og besta rauðvín sem mögulegt er að fá og nýtur góðs að vera með eina bestu vörn deildarinnar fyrir framan sig. Gunnleifur, sem hefur sitt 23. tímabil í meistaraflokki á mánudaginn, fékk aðeins á sig 20 mörk á síðustu leiktíð og þarf að vera í sama ham í sumar ætli Blikar að eiga mögulega á titlinum sem hlýtur að vera þeirra markmið.Damir Muminovic: Þessi stóri og sterki miðvörður hefur stimplað sig rækilega inn síðustu tvö sumur sem einn af allra bestu miðvörðum deildarinnar og hefur myndað ógnarsterkt miðvarðapar með Elfari Frey Helgasyni. Elfar er í láni og óvíst hvenær hann kemur aftur þannig ljóst er að Damir þarf taka enn meiri ábyrgð sem hann fagnar eflaust mikið.Hrvoje Tokic: Króatíski framherjinn hélt Ólsurum uppi á síðustu leiktíð með átta mörkum sem hann skoraði fyrri hluta móts. Markaskorun var mikið vandamál hjá Blikum á síðustu leiktíð og nú fær Tokic mun betri leikmenn í kringum sig og ætti, ef allt er eðlilegt, að skora jafnvel fleiri en á síðasta ári. Blikar þurfa mörk!Nýstirnið Davíð Kristján Ólafsson var fastamaður í byrjunarliði Breiðabliks í fyrra í vinstri bakverðinum en féll aðeins í skuggann á Alfons Sampsted sem var svo seldur til Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Davíð er enn ein afurð ótrúlegrar akademíu Blika og fær nú tækifæri til að gerast stjarna í Pepsi-deildinni og mögulega koma sér í atvinnumennsku. Þessi ungi leikmaður hefur grunn úr fimleikum og er gríðarlega líkamlega sterkur og þá hafa fyrirgjafir hans og sendingar bæst mikið á síðustu misserum. MarkaðurinnMartin Lund Pedersen er kominn frá Fjölni.vísir/eyþórKomnir: Aron Bjarnason frá ÍBV Hrvoje Tokic frá Víkingi Ó. Martin Lund Pedersen frá FjölniFarnir: Alfons Sampsted til Norrköping Aron Snær Friðriksson í Fylki Arnór Sveinn Aðalsteinsson í KR Árni Vilhjálmsson í Jönköping (Var á láni) Daniel Bamberg Elfar Freyr Helgason til Horsens (Á láni) Ellert Hreinsson í Augnablik Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Víking Ó. Jonathan Glenn til Armada FC Kári Ársælsson í Augnablik Arnar Grétarsson sendi mjög einföld skilaboð með innkaupum sínum í vetur: Hann vill að liðið skori meira. Arnar endurnýjaði sóknarlínu sína alfarið og fékk til sín Martin Lund frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólsurum og Aron Bjarnason frá ÍBV sem allir voru markakóngar sinna liða. Breiðablik skoraði aðeins 27 mörk á síðustu leiktíð, fæst allra liða sem voru í alvöru Evrópubaráttu og enduðu í efri hluta deildarinnar. Liðið fékk aðeins á sig 20 mörk þannig vandamálið var afskaplega einfalt að greina. Blikar hafa þó misst sterka menn eins og bakvörðinn Alfons Sampsted og þá hélt Árni Vilhjálmsson eðlilega áfram í atvinnumennskunni eftir að koma inn með stæl seinni hluta síðasta sumar. Ellert Hreinsson er farinn í 4. deildina og Gunnlaugur Hlynur til Ólsara en hvorugur hefur verið að skila miklu fyrir Blika síðustu misseri. Arnar vonast vafalítið til að fá Elfar Freyr Helgason sem fyrst heim úr láni frá Horsens í Danmörku en það mun styrkja liðið til muna. Án hans fékk Breiðablik samt bara eitt mark á sig í riðlakeppni Lengjubikarsins. Hvað segir Óskar Hrafn?„Þeir eru alla vega búnir að fá framherja,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Þeir eru búnir að fá framherja sem vill vera í teignum,“ bætir hann við en þar á hann við Hrvoje Tokic sem skoraði mikið fyrir Víking Ólafsvík í fyrra. „Tokic skoraði átta mörk í ekkert sérstaklega öflugu Ólafsvíkurliði í fyrra þar sem hann hafði ekki úr miklu úr moða. Maður skyldi ætla að Martin Lund Pedersen, Höskuldur Gunnlaugsson, Aron Bjarnason eða hverjir sem eru á köntunum, auk miðjumanna, geta skapað fleiri færi fyrir hann en hann fékk hjá Víkingi í fyrra.“ Elfar Freyr Helgason gæti snúið aftur heim eftir að hafa verið í láni hjá Horsens í Danmörku í vetur, sem myndi styrkja varnarlínu Breiðabliks. „Þó svo að Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] geri heldur lítið úr því og segir að Viktor Orri Margeirsson sé nánast jafn góður og Elfar Freyr, þá held ég að það væri gríðarlegur fengur fyrir þá að ná að stilla upp þeim Elfari og Damir aftur saman. Þeir hafa verið eins og klettar í vörn Breiðabliks og stór hluti fyrir því að tímabilið í fyrra fór ekki verr en það gerði.“ „En það sem ég óttast mest hjá Blikunum er að það virðist vera ákveðið andleysi í hópnum. Það er verk að vinna hjá Arnari að ná upp liðinu eftir vonbrigði síðasta sumars. Sérstaklega á seinni hluta mótsins og það er spurning hvort þeir ná að hrista það af sér fyrir mót.“ Að lokumArnar Grétarsson þarf að rífa Blikana aftur í gang.vísir/ernirÞað sem við vitum um Breiðablik er ... að liðið er með bestu vörnina í deildinni þegar hún er upp á sitt besta en Blikar hafa aðeins fengið á sig 33 mörk í síðustu 44 leikjum í Pepsi-deildinni undanfarin tvö ár. Mikil gæði eru í miðvarðastöðunum og inn á miðjunni með Oliver Sigurjónsson og Andra Rafn Yeoman. Liðið vann aðeins fjóra heimaleiki á síðustu leiktíð og þarf að leiðrétta þann árangur ef það ætlar að gera alvöru hluti í toppbaráttunni í sumar.Spurningamerkin eru ... hvort mörkin komi með nýju mönnunum þremur sem allir voru að raða inn í fyrra og tveir af þeim fyrir lið sem eru töluvert slakari en Blikar. Með betri menn í kringum sig ættu þeir að gera betri hluti. Ná Blikar að komast á eins skrið og þeir gerðu 2015 því þegar þeir festast í einhverjum hjólförum eins og í fyrra virðast þeir eiga mjög erfitt með að komast upp úr þeim.Andri Rafn Yeoman er mótorinn á miðjunni hjá Breiðabliki.vísir/ernirÍ besta falli: Halda góðu hlutirnir áfram að virka hjá Blikum. Gunnleifur ver allt hvað á markið kemur, varnarleikurinn heldur og miðjan sem getur tekið yfir alla leiki ef Oliver og Andri Rafn eru upp á sitt besta. Nýju mennirnir kveikja í sóknarleiknum og skora mörkin sem liðið þarf á að halda og varnarleikurinn verður jafngóður og hann hefur verið síðan Arnar Grétarsson tók við. Blikar eru ekki með nógu gott lið til að verða Íslandsmeistarar en þeir geta náð þriðja sætinu og komist í Evrópu.Í versta falli: Heldur doðinn á heimavelli áfram og Blikar festast í einhverjum skurði sem þeir geta ekki losað sig úr. Nýju mennirnir skora ekki og vörnin byrjar að leka. Gunnleifur sýnir að hann er 41 árs en ekki 21 árs og liðið fær á sig fleiri mörk en undanfarin ár. Það er alls ekkert líklegt að þetta allt gerist en ef allt fer á versta veg geta Blikar endað á sama stað og í fyrra. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 30. apríl en þar á FH titil að verja eftir að hafa orðið meistari í áttunda sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki 5. sæti Pepsi-deildarinnar í ár en það er sæti ofar en liðið hafnaði á miklu vonbrigða tímabili síðasta sumar. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 2010 og hafnaði í öðru sæti fyrir tveimur árum en liðið komst aldrei í almennilegan takt í fyrra þar sem heimaleikirnir fóru illa með Blika. Þjálfari Breiðabliks er Arnar Grétarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Hann skilaði Blikum í annað sætið á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari þess sumarið 2015 en þurfti að sætta sig við sjötta sætið í fyrra þar sem ansi dauft var yfir Blikaliðinu. Þetta er fyrsta þjálfarastarf Arnars en hann starfið áður sem yfirmaður knattspyrnumála í Grikklandi og í Belgíu. Mögulegt byrjunarliðvísirBlikar fá fína byrjun á mótinu og ættu að geta safnað fullt af stigum ef þeir stíga á bensíngjöfina strax við upphaf Íslandsmótsins. Þeir mæta nýliðum KA en þó á heimavelli í fyrstu umferð. Blikar fóru þó flatt á því að mæta nýliðum í fyrstu umferð í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir Ólsurum. Fyrir utan einn stórleik á móti Stjörnunni mætir Breiðablik Víkingsliðunum báðum sem verða vafalítið í neðri hlutanum og Fjölni sem er stórt spurningamerki fyrir tímabilið. Blikar ættu að vera ósáttir að vera ekki í toppbaráttu eftir fimm umferðir.30. apr: Breiðablik – KA, Kópavogsvöllur08. maí: Fjölnir – Breiðablik, Extra-völlurinn14. maí: Breiðablik – Stjarnan, Kópavogsvöllur21. maí: Víkingur – Breiðablik, Víkingsvöllur28. maí: Breiðablik – Víkingur Ó., Kópavogsvöllur Þrír sem Breiðablik treystir áGunnleifur Gunnleifsson, Damir Muminovic og Hrvoje Tokic.vísir/ernir/pjeturGunnleifur Gunnleifsson: Markvörðurinn 41 árs gamli eldist eins og besta rauðvín sem mögulegt er að fá og nýtur góðs að vera með eina bestu vörn deildarinnar fyrir framan sig. Gunnleifur, sem hefur sitt 23. tímabil í meistaraflokki á mánudaginn, fékk aðeins á sig 20 mörk á síðustu leiktíð og þarf að vera í sama ham í sumar ætli Blikar að eiga mögulega á titlinum sem hlýtur að vera þeirra markmið.Damir Muminovic: Þessi stóri og sterki miðvörður hefur stimplað sig rækilega inn síðustu tvö sumur sem einn af allra bestu miðvörðum deildarinnar og hefur myndað ógnarsterkt miðvarðapar með Elfari Frey Helgasyni. Elfar er í láni og óvíst hvenær hann kemur aftur þannig ljóst er að Damir þarf taka enn meiri ábyrgð sem hann fagnar eflaust mikið.Hrvoje Tokic: Króatíski framherjinn hélt Ólsurum uppi á síðustu leiktíð með átta mörkum sem hann skoraði fyrri hluta móts. Markaskorun var mikið vandamál hjá Blikum á síðustu leiktíð og nú fær Tokic mun betri leikmenn í kringum sig og ætti, ef allt er eðlilegt, að skora jafnvel fleiri en á síðasta ári. Blikar þurfa mörk!Nýstirnið Davíð Kristján Ólafsson var fastamaður í byrjunarliði Breiðabliks í fyrra í vinstri bakverðinum en féll aðeins í skuggann á Alfons Sampsted sem var svo seldur til Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Davíð er enn ein afurð ótrúlegrar akademíu Blika og fær nú tækifæri til að gerast stjarna í Pepsi-deildinni og mögulega koma sér í atvinnumennsku. Þessi ungi leikmaður hefur grunn úr fimleikum og er gríðarlega líkamlega sterkur og þá hafa fyrirgjafir hans og sendingar bæst mikið á síðustu misserum. MarkaðurinnMartin Lund Pedersen er kominn frá Fjölni.vísir/eyþórKomnir: Aron Bjarnason frá ÍBV Hrvoje Tokic frá Víkingi Ó. Martin Lund Pedersen frá FjölniFarnir: Alfons Sampsted til Norrköping Aron Snær Friðriksson í Fylki Arnór Sveinn Aðalsteinsson í KR Árni Vilhjálmsson í Jönköping (Var á láni) Daniel Bamberg Elfar Freyr Helgason til Horsens (Á láni) Ellert Hreinsson í Augnablik Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Víking Ó. Jonathan Glenn til Armada FC Kári Ársælsson í Augnablik Arnar Grétarsson sendi mjög einföld skilaboð með innkaupum sínum í vetur: Hann vill að liðið skori meira. Arnar endurnýjaði sóknarlínu sína alfarið og fékk til sín Martin Lund frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólsurum og Aron Bjarnason frá ÍBV sem allir voru markakóngar sinna liða. Breiðablik skoraði aðeins 27 mörk á síðustu leiktíð, fæst allra liða sem voru í alvöru Evrópubaráttu og enduðu í efri hluta deildarinnar. Liðið fékk aðeins á sig 20 mörk þannig vandamálið var afskaplega einfalt að greina. Blikar hafa þó misst sterka menn eins og bakvörðinn Alfons Sampsted og þá hélt Árni Vilhjálmsson eðlilega áfram í atvinnumennskunni eftir að koma inn með stæl seinni hluta síðasta sumar. Ellert Hreinsson er farinn í 4. deildina og Gunnlaugur Hlynur til Ólsara en hvorugur hefur verið að skila miklu fyrir Blika síðustu misseri. Arnar vonast vafalítið til að fá Elfar Freyr Helgason sem fyrst heim úr láni frá Horsens í Danmörku en það mun styrkja liðið til muna. Án hans fékk Breiðablik samt bara eitt mark á sig í riðlakeppni Lengjubikarsins. Hvað segir Óskar Hrafn?„Þeir eru alla vega búnir að fá framherja,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Þeir eru búnir að fá framherja sem vill vera í teignum,“ bætir hann við en þar á hann við Hrvoje Tokic sem skoraði mikið fyrir Víking Ólafsvík í fyrra. „Tokic skoraði átta mörk í ekkert sérstaklega öflugu Ólafsvíkurliði í fyrra þar sem hann hafði ekki úr miklu úr moða. Maður skyldi ætla að Martin Lund Pedersen, Höskuldur Gunnlaugsson, Aron Bjarnason eða hverjir sem eru á köntunum, auk miðjumanna, geta skapað fleiri færi fyrir hann en hann fékk hjá Víkingi í fyrra.“ Elfar Freyr Helgason gæti snúið aftur heim eftir að hafa verið í láni hjá Horsens í Danmörku í vetur, sem myndi styrkja varnarlínu Breiðabliks. „Þó svo að Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] geri heldur lítið úr því og segir að Viktor Orri Margeirsson sé nánast jafn góður og Elfar Freyr, þá held ég að það væri gríðarlegur fengur fyrir þá að ná að stilla upp þeim Elfari og Damir aftur saman. Þeir hafa verið eins og klettar í vörn Breiðabliks og stór hluti fyrir því að tímabilið í fyrra fór ekki verr en það gerði.“ „En það sem ég óttast mest hjá Blikunum er að það virðist vera ákveðið andleysi í hópnum. Það er verk að vinna hjá Arnari að ná upp liðinu eftir vonbrigði síðasta sumars. Sérstaklega á seinni hluta mótsins og það er spurning hvort þeir ná að hrista það af sér fyrir mót.“ Að lokumArnar Grétarsson þarf að rífa Blikana aftur í gang.vísir/ernirÞað sem við vitum um Breiðablik er ... að liðið er með bestu vörnina í deildinni þegar hún er upp á sitt besta en Blikar hafa aðeins fengið á sig 33 mörk í síðustu 44 leikjum í Pepsi-deildinni undanfarin tvö ár. Mikil gæði eru í miðvarðastöðunum og inn á miðjunni með Oliver Sigurjónsson og Andra Rafn Yeoman. Liðið vann aðeins fjóra heimaleiki á síðustu leiktíð og þarf að leiðrétta þann árangur ef það ætlar að gera alvöru hluti í toppbaráttunni í sumar.Spurningamerkin eru ... hvort mörkin komi með nýju mönnunum þremur sem allir voru að raða inn í fyrra og tveir af þeim fyrir lið sem eru töluvert slakari en Blikar. Með betri menn í kringum sig ættu þeir að gera betri hluti. Ná Blikar að komast á eins skrið og þeir gerðu 2015 því þegar þeir festast í einhverjum hjólförum eins og í fyrra virðast þeir eiga mjög erfitt með að komast upp úr þeim.Andri Rafn Yeoman er mótorinn á miðjunni hjá Breiðabliki.vísir/ernirÍ besta falli: Halda góðu hlutirnir áfram að virka hjá Blikum. Gunnleifur ver allt hvað á markið kemur, varnarleikurinn heldur og miðjan sem getur tekið yfir alla leiki ef Oliver og Andri Rafn eru upp á sitt besta. Nýju mennirnir kveikja í sóknarleiknum og skora mörkin sem liðið þarf á að halda og varnarleikurinn verður jafngóður og hann hefur verið síðan Arnar Grétarsson tók við. Blikar eru ekki með nógu gott lið til að verða Íslandsmeistarar en þeir geta náð þriðja sætinu og komist í Evrópu.Í versta falli: Heldur doðinn á heimavelli áfram og Blikar festast í einhverjum skurði sem þeir geta ekki losað sig úr. Nýju mennirnir skora ekki og vörnin byrjar að leka. Gunnleifur sýnir að hann er 41 árs en ekki 21 árs og liðið fær á sig fleiri mörk en undanfarin ár. Það er alls ekkert líklegt að þetta allt gerist en ef allt fer á versta veg geta Blikar endað á sama stað og í fyrra.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00 Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Pepsi-spáin 2017: ÍA hafnar í 10. sæti Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum tíunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi. 25. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: KA hafnar í 7. sæti Íþróttadeild 365 spáir núliðum KA frá Akureyri sjöunda sæti sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 24. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: ÍBV hafnar í 9. sæti Eyjamenn verða á sama stað í Pepsi-deildinni og í fyrra ef spá íþróttadeildar 365 rætist. 22. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Grindavík hafnar í 11. sæti Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Grindavíkur 11. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2017 09:00
Pepsi-spáin 2017: Víkingur Ó. hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Ó. tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2017 09:00