Heimurinn þarf meiri lausatök í peningamálum – Ísland minni Lars Christensen skrifar 26. apríl 2017 07:00 Í hverjum mánuði gefur fyrirtæki mitt, Markets & Money Advisory, út rit um peningamálastefnu víða um heim þar sem fjallað er um 25 lönd – þar á meðal er auðvitað Ísland. Á föstudaginn birtum við næstu útgáfu af Global Monetary Conditions Monitor. Ég get ekki upplýst of mikið um innihaldið en ég get horft til baka á þróunina síðasta mánuðinn. Fyrir mánuði sögðum við að peningamálastefnan í löndunum 25 sem við fjöllum um í Monitor væri almennt vel stillt til að ná verðbólgumarkmiðum landanna. En við vöruðum einnig við hættumerkjum hjá sumum af þeim sem við köllum peningaleg stórveldi (Global Monetary Superpowers). Þannig undirstrikuðum við sérstaklega að það væri hætta á ótímabærri aðhaldsstefnu í peningamálum, bæði hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og kínverska Alþýðubankanum þar sem hættan á verðbólgu bæði í Bandaríkjunum og Kína væri minni en sem næmi verðbólgumarkmiðum þessara landa.Ná ekki verðbólgumarkmiðum sínum Síðasta mánuðinn hafa áhyggjur okkar því miður ekki minnkað af hættunni á ótímabærri aðhaldsstefnu og báðir vísar okkar fyrir peningamarkaðsskilyrði, verðbólga og markaðsvæntingar, gefa til kynna að síðasta mánuðinn hafi peningamarkaðsskilyrði orðið (örlítið) aðhaldssamari hjá peningalegu stórveldunum og þannig hafi aukist hættan á að seðlabankar nái ekki verðbólgumarkmiðum sínum. Þessa gætir sérstaklega í verðbólguvæntingum skuldabréfamarkaða sem hafa lækkað á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum eftir að stjórnvöld á báðum stöðum hafa komið fram með herskáar yfirlýsingar sem benda til aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrða. Að því sögðu skal tekið fram að aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrði í heiminum eru enn sem komið er ekki kvíðvænleg og almennt eru peningamarkaðsskilyrði nokkurn veginn hlutlaus, en vísbendingar eru engu að síður um að hættan á verðbólgu sé lítil og að í peningalegu stórveldunum sé ekki þörf á hertum peningamarkaðsskilyrðum.Sýnir hvað upptaka evrunnar er slæm hugmynd Frá sjónarhorni Íslendinga eru örlítið aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrði í heiminum reyndar nokkuð góðar fréttir því það dregur úr þörfinni fyrir herta peningamálastefnu á Íslandi. Að því sögðu er það mín skoðun að peningamálastefnan á Íslandi sé allt of lausbeisluð og að verðbólguþrýstingur á Íslandi sé miklu meiri en almennt er viðurkennt af álitsgjöfum og Seðlabankanum. Svo þótt evrusvæðið og Bandaríkin þurfi ekki á hertari peningamálastefnu að halda (miðað við væntingar markaðanna) er það sannarlega ekki tilfellið á Íslandi. Seðlabankinn verður að takast á við þá staðreynd að peningamarkaðsskilyrðin eru of lausbeisluð. Að lokum: Sú staðreynd að Ísland þarf hertari peningamálastefnu, en evrusvæðið þarf alls ekki á slíku að halda, sýnir líka greinilega af hverju upptaka evrunnar á Íslandi væri mjög slæm hugmynd. Ísland og evrusvæðið eru einfaldlega ekki það sem hagfræðingar kalla hagkvæmt myntsvæði (og það er evrusvæðið sjálft ekki heldur).Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Í hverjum mánuði gefur fyrirtæki mitt, Markets & Money Advisory, út rit um peningamálastefnu víða um heim þar sem fjallað er um 25 lönd – þar á meðal er auðvitað Ísland. Á föstudaginn birtum við næstu útgáfu af Global Monetary Conditions Monitor. Ég get ekki upplýst of mikið um innihaldið en ég get horft til baka á þróunina síðasta mánuðinn. Fyrir mánuði sögðum við að peningamálastefnan í löndunum 25 sem við fjöllum um í Monitor væri almennt vel stillt til að ná verðbólgumarkmiðum landanna. En við vöruðum einnig við hættumerkjum hjá sumum af þeim sem við köllum peningaleg stórveldi (Global Monetary Superpowers). Þannig undirstrikuðum við sérstaklega að það væri hætta á ótímabærri aðhaldsstefnu í peningamálum, bæði hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og kínverska Alþýðubankanum þar sem hættan á verðbólgu bæði í Bandaríkjunum og Kína væri minni en sem næmi verðbólgumarkmiðum þessara landa.Ná ekki verðbólgumarkmiðum sínum Síðasta mánuðinn hafa áhyggjur okkar því miður ekki minnkað af hættunni á ótímabærri aðhaldsstefnu og báðir vísar okkar fyrir peningamarkaðsskilyrði, verðbólga og markaðsvæntingar, gefa til kynna að síðasta mánuðinn hafi peningamarkaðsskilyrði orðið (örlítið) aðhaldssamari hjá peningalegu stórveldunum og þannig hafi aukist hættan á að seðlabankar nái ekki verðbólgumarkmiðum sínum. Þessa gætir sérstaklega í verðbólguvæntingum skuldabréfamarkaða sem hafa lækkað á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum eftir að stjórnvöld á báðum stöðum hafa komið fram með herskáar yfirlýsingar sem benda til aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrða. Að því sögðu skal tekið fram að aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrði í heiminum eru enn sem komið er ekki kvíðvænleg og almennt eru peningamarkaðsskilyrði nokkurn veginn hlutlaus, en vísbendingar eru engu að síður um að hættan á verðbólgu sé lítil og að í peningalegu stórveldunum sé ekki þörf á hertum peningamarkaðsskilyrðum.Sýnir hvað upptaka evrunnar er slæm hugmynd Frá sjónarhorni Íslendinga eru örlítið aðhaldssamari peningamarkaðsskilyrði í heiminum reyndar nokkuð góðar fréttir því það dregur úr þörfinni fyrir herta peningamálastefnu á Íslandi. Að því sögðu er það mín skoðun að peningamálastefnan á Íslandi sé allt of lausbeisluð og að verðbólguþrýstingur á Íslandi sé miklu meiri en almennt er viðurkennt af álitsgjöfum og Seðlabankanum. Svo þótt evrusvæðið og Bandaríkin þurfi ekki á hertari peningamálastefnu að halda (miðað við væntingar markaðanna) er það sannarlega ekki tilfellið á Íslandi. Seðlabankinn verður að takast á við þá staðreynd að peningamarkaðsskilyrðin eru of lausbeisluð. Að lokum: Sú staðreynd að Ísland þarf hertari peningamálastefnu, en evrusvæðið þarf alls ekki á slíku að halda, sýnir líka greinilega af hverju upptaka evrunnar á Íslandi væri mjög slæm hugmynd. Ísland og evrusvæðið eru einfaldlega ekki það sem hagfræðingar kalla hagkvæmt myntsvæði (og það er evrusvæðið sjálft ekki heldur).Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.