Ný kynslóð tónlistarmanna til Íslands Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2017 11:00 Stefflon Don hefur vakið athygli innan grime senunnar og víðar, sérstaklega fyrir að blanda saman breskum og hollenskum áhrifum. Ný kynslóð tónlistarfólks hefur síðustu ár verið að ryðja sér til rúms með framsækinni blöndu af þeim stefnum sem hafa verið vinsælastar síðustu árin og eru þar hiphop, raftónlist og r&b ákveðnir toppar sem skaga upp úr hafsjó áhrifavalda. Á Íslandi er þessi tónlist á leiðinni í sömu átt og tónlistin úti í hinum stóra heimi enda hefur aðgengi aukist gríðar hratt á síðustu árum, auðvitað í fyrsta lagi með nýjungum eins og streymiþjónustu fyrir tónlist og einnig með vaxandi tónlistarlífi hér á landi í tengslum við stórar og flottar hátíðir sem eru haldnar hér á landi. Iceland Airwaves hefur verið leiðandi í þessum geira nú í næstum tuttugu ár og virðist hátíðin ætla að halda sessi sínum. Hátíðin í ár verður nokkuð bitastæð og þar munu til að mynda koma fram ungir listamenn sem holdgera þennan blandaða heim nútímatónlistar.Mura Masa Í gær var tilkynnt að Mura Masa myndi spila á Airwaves en þessi 21 árs gamli drengur frá eyjunni Guernsey í Bretlandi var ekki lengi að koma sér inn á radar helstu tónlistarspekinga heimsins eftir að hann gaf út EP plötuna Someday Somewhere árið 2015. Í fyrra sendi hann svo frá sér lagið Love$ick með rapparanum ASAP Rocky en það er líklega þekktasta lag Mura Masa – lagið náði fyrsta sætinu á Spotifty Viral listanum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann samdi einnig lag á plötu grime rapparans Stormzy en platan, Gang Signs & Prayer, varð sú vinsælasta í Bretlandi þegar hún kom út í mars. Tónlistarspekingar á Íslandi eru ekki lítið sáttir við komu Mura Masa á Airwaves, en þess má geta að hann á enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu í fullri lengd, en hennar er von í sumar.Stefflon Don Stefflon Don er fædd í Bretlandi, Birmingham nánar tiltekið, en ung að aldri flutti hún til Rotterdam í Hollandi. Á unglingsárunum flutti hún svo til London þar sem hún hefur búið síðan. Stefflon Don er fyrst og fremst rappari – en áhrifin koma víða frá: Grime, r&b, hiphop og bubbling – eins konar hollensk útgáfa af dancehall tónlistarstefnunni frá Jamaíku, en Stefflon á einmitt ættir að rekja til Jamaíku. Hún er jafnvíg á söng og rapp, en á þessum síðustu tímum er það auðvitað mikill kostur, og Drake er einn þeirra sem hafa nánast gert það að skyldu. Stefflon hefur gert lög með mörgum af frægustu grime röppurum Bretlands eins og Section Boyz, Giggs og Krept & Konan en hefur síðan líka verið með ameríska r&b söngvaranum Jeremih í laginu London.Ama Lou Ama Lou er einungis 18 ára og það má segja að ferill hennar hafi byrjað fyrir svona fimm mínútum. Þessi söngvari og lagahöfundur hefur samt vakið athygli fyrir minímalíska popptónlist á stórum tónlistarsíðum sem fjalla um indí, eins og The Fader, Pigeons and planes og I-D. Ama Lou er afar pólitísk þrátt fyrir ungan aldur og hefur látið málefni hreyfingarinnar Black Lives Matter og aktívisma sig varða. Hún gerði til að mynda lagið TBC þar sem hún vísar meðal annars í atvikið þar sem lögreglan kyrkti Eric Garner með því að endurtaka síðustu orð hans – I can’t breath. Ama Lou er spennandi listamaður á uppleið og verður ákaflega áhugavert að sjá hvað hún reiðir fram handa okkur í nóvember. Airwaves Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ný kynslóð tónlistarfólks hefur síðustu ár verið að ryðja sér til rúms með framsækinni blöndu af þeim stefnum sem hafa verið vinsælastar síðustu árin og eru þar hiphop, raftónlist og r&b ákveðnir toppar sem skaga upp úr hafsjó áhrifavalda. Á Íslandi er þessi tónlist á leiðinni í sömu átt og tónlistin úti í hinum stóra heimi enda hefur aðgengi aukist gríðar hratt á síðustu árum, auðvitað í fyrsta lagi með nýjungum eins og streymiþjónustu fyrir tónlist og einnig með vaxandi tónlistarlífi hér á landi í tengslum við stórar og flottar hátíðir sem eru haldnar hér á landi. Iceland Airwaves hefur verið leiðandi í þessum geira nú í næstum tuttugu ár og virðist hátíðin ætla að halda sessi sínum. Hátíðin í ár verður nokkuð bitastæð og þar munu til að mynda koma fram ungir listamenn sem holdgera þennan blandaða heim nútímatónlistar.Mura Masa Í gær var tilkynnt að Mura Masa myndi spila á Airwaves en þessi 21 árs gamli drengur frá eyjunni Guernsey í Bretlandi var ekki lengi að koma sér inn á radar helstu tónlistarspekinga heimsins eftir að hann gaf út EP plötuna Someday Somewhere árið 2015. Í fyrra sendi hann svo frá sér lagið Love$ick með rapparanum ASAP Rocky en það er líklega þekktasta lag Mura Masa – lagið náði fyrsta sætinu á Spotifty Viral listanum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann samdi einnig lag á plötu grime rapparans Stormzy en platan, Gang Signs & Prayer, varð sú vinsælasta í Bretlandi þegar hún kom út í mars. Tónlistarspekingar á Íslandi eru ekki lítið sáttir við komu Mura Masa á Airwaves, en þess má geta að hann á enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu í fullri lengd, en hennar er von í sumar.Stefflon Don Stefflon Don er fædd í Bretlandi, Birmingham nánar tiltekið, en ung að aldri flutti hún til Rotterdam í Hollandi. Á unglingsárunum flutti hún svo til London þar sem hún hefur búið síðan. Stefflon Don er fyrst og fremst rappari – en áhrifin koma víða frá: Grime, r&b, hiphop og bubbling – eins konar hollensk útgáfa af dancehall tónlistarstefnunni frá Jamaíku, en Stefflon á einmitt ættir að rekja til Jamaíku. Hún er jafnvíg á söng og rapp, en á þessum síðustu tímum er það auðvitað mikill kostur, og Drake er einn þeirra sem hafa nánast gert það að skyldu. Stefflon hefur gert lög með mörgum af frægustu grime röppurum Bretlands eins og Section Boyz, Giggs og Krept & Konan en hefur síðan líka verið með ameríska r&b söngvaranum Jeremih í laginu London.Ama Lou Ama Lou er einungis 18 ára og það má segja að ferill hennar hafi byrjað fyrir svona fimm mínútum. Þessi söngvari og lagahöfundur hefur samt vakið athygli fyrir minímalíska popptónlist á stórum tónlistarsíðum sem fjalla um indí, eins og The Fader, Pigeons and planes og I-D. Ama Lou er afar pólitísk þrátt fyrir ungan aldur og hefur látið málefni hreyfingarinnar Black Lives Matter og aktívisma sig varða. Hún gerði til að mynda lagið TBC þar sem hún vísar meðal annars í atvikið þar sem lögreglan kyrkti Eric Garner með því að endurtaka síðustu orð hans – I can’t breath. Ama Lou er spennandi listamaður á uppleið og verður ákaflega áhugavert að sjá hvað hún reiðir fram handa okkur í nóvember.
Airwaves Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira