50.000 Toyota og Lexus bílar á götunum Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2017 15:42 Toyota Corolla árgerð 1967, eins og elsti Toyota bíllinn sem enn er í umferð á Íslandi. Nú í apríl náðist sá áfangi að 50.000 bílar frá Toyota og Lexus eru í umferð á Íslandi. Af því tilefni verður efnt til stórsýningar næstkomandi laugardag, 29. apríl kl. 12:00 – 16:00 hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi auk þess sem Lexus verður með sýningu í nýjum sýningarsal í Kauptúni. 50 bílar verða boðnir á tímamótaverði þennan eina dag og allir sem reynsluaka eiga möguleika á að vinna 50.000 vildarpunkta Icelandair í happdrætti. 50.000 viðbótar-vildarpunktar fylgja öllum bílum sem keyptir verða á sýningunni. Ljúffeng terta bíður gesta hjá söluaðilum á laugardag. Þá verður eigandi 50.000 bílsins leystur út með gjöfum og tímamótabíllinn verður sýndur hjá Toyota Kauptúni. Meðal þeirra 50.000 bíla frá Toyota og Lexus sem nú eru í umferð má meðal annars finna Lexus LS 400 frá 1997, Land Cruiser frá 1974, Camry frá 1986 og Celica og Corona frá 1972. Elsti bíllinn frá Toyota sem er enn í notkun á landinu mun vera Corolla, árgerð 1967 en enn eldri bílar eru til sem safngripir. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Nú í apríl náðist sá áfangi að 50.000 bílar frá Toyota og Lexus eru í umferð á Íslandi. Af því tilefni verður efnt til stórsýningar næstkomandi laugardag, 29. apríl kl. 12:00 – 16:00 hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi auk þess sem Lexus verður með sýningu í nýjum sýningarsal í Kauptúni. 50 bílar verða boðnir á tímamótaverði þennan eina dag og allir sem reynsluaka eiga möguleika á að vinna 50.000 vildarpunkta Icelandair í happdrætti. 50.000 viðbótar-vildarpunktar fylgja öllum bílum sem keyptir verða á sýningunni. Ljúffeng terta bíður gesta hjá söluaðilum á laugardag. Þá verður eigandi 50.000 bílsins leystur út með gjöfum og tímamótabíllinn verður sýndur hjá Toyota Kauptúni. Meðal þeirra 50.000 bíla frá Toyota og Lexus sem nú eru í umferð má meðal annars finna Lexus LS 400 frá 1997, Land Cruiser frá 1974, Camry frá 1986 og Celica og Corona frá 1972. Elsti bíllinn frá Toyota sem er enn í notkun á landinu mun vera Corolla, árgerð 1967 en enn eldri bílar eru til sem safngripir.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent