Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, kom upptöku með samtali lögreglumannsins Jens Gunnarssonar og Péturs Axels Péturssonar til embættis ríkissaksóknara í desember 2015. Jens og Pétur Axel voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag en athygli vekur að Jón Óttar er mágur Péturs Axels. Jón Óttar var annar tveggja lögreglumanna sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara árið 2012 en þeim var gefið að sök að hafa lekið upplýsingum til skiptastjóra Milestone. Ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í framhaldinu kom Jón Óttar í viðtal í helgarblað Fréttablaðsins þar sem hann lýsti ýmsu sem hann taldi athugavert í rannsóknum sérstaks saksknara í hrunmálum, m.a. um að rannsakendur hafi hlustað á símtöl úr símhlustunum á milli sakborninga og verjenda þeirra, og að úrskurðir frá dómurum hafi því sem næst verið pantaðir eftir þörfum. Þá hefur Jón Óttar skrifað glæpasögur innblásnar af störfum hans hjá lögreglunni. Vísir hefur fjallað mikið um mál rannsóknarlögreglumannsins Jens Gunnarssonar sem kom upp fyrir einu og hálfu ári. Málið er sögulegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er lögreglumaður hér á landi sakfelldur fyrir spillingu.Jón Óttar fór með upptökuna til ríkissaksóknara.Vísir/Anton BrinkÞekkti rödd beggja á upptökunni Segja má að málið hafi hafist þegar Jón Óttar og lögreglumaður í fíkniefnadeild, þá samstarfsmaður Jens, komu upptökunni í hendur ríkissaksóknara. Pétur Axel tók samtal þeirra Jens upp án vitneskju Jens. Upptakan var lykilgagn í þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og hefja umfangsmikla rannsókn á samskiptum þeirra. Óútskýrt er hvers vegna Pétur Axel kom upptökunni í hendur mági sínum og sömuleiðis hvers vegna Jón Óttar ákvað að hlusta á upptökuna. Fyrir dómi sagðist Jón Óttar hafa hitt fyrrnefndan lögreglumann í fíkniefnadeild, sem hann kannaðist við, sem lýst hefði yfir áhyggjum af spillingu annars reynds lögreglumanns, yfirmanns upplýsingateymis, og undirskriftum hefði meðal annars verið safnað. Vísir hefur ítrekað fjallað um það mál. Í framhaldinu hefði Jón Óttar greint lögreglumanninum frá upptökunni. Hann hefði stungið upp á því að leita til ríkissaksóknara sem þeir gerðu. Jón Óttar sagðist þekkja bæði rödd Jens og Péturs Axels af upptökunni en hann hefði á árum áður unnið með Jens. Jón Óttar vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVADómnum líklega áfrýjað Eins og fram hefur komið hlaut Jens fimmtán mánaða dóm en hann var sakfelldur í sjö ákæruliðum af átta. Ákæruliðirnir eru misalvarlegir en þeir alvarlegustu, fyrir brot gegn þagnarskyldu og spillingu, varða allt að sex ára fangelsi annars vegar og þriggja ára fangelsi hins vegar. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem sótti málið, segist ekki eiga von á því að embættið áfrýi dómnum. Fimmtán mánaða dómur þýðir að Jens þarf að afplána dóminn innan veggja fangelsis en þeir sem fá tólf mánaða dóm eða styttri geta lokið afplánun með samfélagsþjónustu að uppfylltum vissum skilyrðum. Telja má líklegt að Jens muni áfrýja dómnum. Níu mánaða dómur Péturs Axels er innan þeirra marka og ætti hann því að geta sloppið við fangelsisvist og geta sinnt samfélagsþjónustu óski hann þess.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og bar vitni fyrir dómi.Vísir/ErnirTreysti ekki yfirmanni upplýsingadeildar Málið er afar áhugavert að því leyti að það snýr að aðferðum lögreglu og upplýsingar sem þeir fá um starfsemi í undirheimunum. Innan lögreglu er starfrækt sérstök upplýsingadeild þar sem stofnað er til formlegra samskipta við uppljóstrara. Samskipti Jens og Péturs Axels voru aldrei skráð í slíkt kerfi og var ástæðan sögð sú að Pétur Axel treysti ekki yfirmanni upplýsingadeildar. Ástæðan væri sú að grunur léki á því að yfirmaðurinn væri í „mjög nánu samstarfi við stóran og þekktan aðila í undirheimum Reykjavíkur. Þessi grunur væri ekki eingöngu úr þeim heimi sem hann þekkti heldur líka hjá lögreglunni.“ Níu af sextán starfsmönnum fíkniefnadeildar efuðust um heilindi yfirmannsins eins og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi. Leiddu grunnsemdirnar til rannsóknar héraðssaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum. Rannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, núverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar sem stýrði rannsókninni, þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að hafa stýrt nokkrum yfirheyrslum. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni.Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Skoðun á bankareikningi lögreglufulltrúans og eiginkonu hans auk tölvupósts með sérstöku leitarforriti leiddi ekkert í ljós. Taldi héraðssaksóknari að ásakanirnar væru byggðar á sögusögnum. Vegna grunnsemdanna vildi Pétur Axel aðeins vera í samskiptum við Jens. Ljóst er að Jens braut reglur lögreglu með því að skrá ekki samskipti þeirra í upplýsingakerfi eins og reglur kveða á um ef samskipti eru í fleiri en eitt eða tvö skipti. Þá á að meta hvort tilefni sé til frekari samskipta, hafi þau fyrri gert lögreglu gagn, eða þá slíta samskiptum.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri bar vitni í dómssal.vísir/anton brinkÓttaðist um sig og fjölskyldu sína Þinghald í málinu var lokað en meðal þeirra sem komu fyrir dóminn og báru vitni auk þeirra sem þegar hefur verið minnst á voru Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Aldís Hilmarsdóttir. Aldís varð yfirmaður fíkniefnadeildar árið 2014 en var færð til í starfi, í eigin óþökk, eftir að Jens og öðrum lögreglumanni var vikið úr starfi tímabundið meðan þeir sættu rannsókn. Pétur Axel vildi ekki gefa skýrslu fyrir dómi en lagði fram yfirlýsingu og vísaði til orða sinna í yfirheyrslum á meðan rannsókn stóð. Ástæðan var sú að hann taldi sjálfan sig og sína nánustu í hættu. Honum hefðu borist fjölmargar hótanir frá því málið kom upp en ætla má að hótanirnar séu úr fíkniefnaheiminum. Ekkert hefði verið óeðlilegt við samband þeirra Jens, þeir hefðu einfaldlega verið vinir en kunningskapur þeirra kom til í gegnum handboltaiðkun. Pétur hefði ekki talið sig vera að brjóta nein lög með samskiptum sínum við Jens enda hefði hann aðeins verið að hlusta á það sem Jens sagði honum. Alls voru ákæruliðirnir átta og verður hver og einn rakinn hér að neðan.Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu.VÍSIR/ERNIRUpplýsti Pétur Axel um upplýsingasamband Í fyrsta ákæruliðnum var Jens gefið að sök að hafa brotið gegn þagnarskyldu með því að hafa í samtali við Pétur Axel upplýst hann um að hann hefði ekkert heyrt á hann minnst í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá upplýsti hann Pétur Axel um aðila sem væri í upplýsingasambandi við lögreglu. Jens bar því við að með því að ræða við Pétur Axel hafi hann verið að fiska eftir upplýsingum. Sjálfur hafi hann veitt takmarkaðar og jafnvel rangar upplýsingar. Sumar upplýsingar hefðu verið á allra vitorði innan lögreglu, svo sem er varðaði deilur og skipulagsbreytingar innanhúss. Dómurinn taldi upplýsingarnar sem Jens veitti talsvert umfram þær sem teldust opinberar. Af upptökunni að dæma sé óumdeilt hvern Jens nefndi sem upplýsingagjafa hjá lögreglu og það hafi hann gert að fyrra bragði. Jens neiti ekki að hafa nefnt manninn. Þótti sannað að Jens veitti Pétri Axel upplýsingar sem brutu gegn þagnarskyldu hans sem lögreglumanns og var hann sakfelldur fyrir það. Samtalið var tekið upp af Pétri Axel, hann leiddi samtalið og hvatti Jens til að veita sér upplýsingar sem hann vissi að Jens mætti ekki gera. Var hann því dæmdur fyrir hlutdeild í brotinu. Þá voru þeir sömuleiðis, í öðrum ákærulið, sakfelldir fyrir samskipti sín er vörðuðu að Jens hefði látið Pétur Axel vita ef einhver mál tengd honum kæmu inn á borð lögreglu.Jens starfaði hjá lögreglu í yfir áratug.vísir/gvaFarsímar til samskipta Þriðji ákæruliður sneri að farsímum sem Pétur Axel afhenti Jens þar sem hann vildi ekki vera í samskiptum við Jens í síma sem hann notaði dagsdaglega. Jens viðurkenndi að hafa tekið við tveimur símum, Nokia 130 síma og snjallsíma, samtals að verðmæti 20 þúsund krónur. Báðir viðurkenndu að símarnir hefðu verið til að auðvelda samskipti þeirra en alls ekki væri um gjöf að ræða. Leit dómari til þess að Jens hefði með þessu tekið við ávinningi sem hann átti ekki tilkall til. Skipti engu um verðmæti símanna í þessu samhengi. Afhending Péturs Axels á símunum var í því skyni að fá Jens til að vera í upplýsingasambandi við sig og þannig hafði Pétur Axel ávinning af því eins og segir í dómnum. Var hann því sömuleiðis sakfelldur.„Þarf ekki stóra upphæð“ Fjórði ákæruliðurinn sneri að sms-skilaboðum milli Jens og Péturs. Þar sendi Jens eftirfarandi skilaboð á Pétur Axel: „Þarf að heyra í þér sem fyrst. Þarf ekki stóra upphæð í dag en þó eitthvað smá helst fyrir klukkan 4.“ Jens sagði að hann hefði verið að reyna að fá upplýsingar frá Pétri Axel, hugsanlega upplýsingar um peninga. Skýringarnar voru ótrúverðugar að mati dómara. Ekki sé hægt að skilja skilaboðin öðruvísi en að Jens fari fram á greiðslu frá Pétri. Var hann sakfelldur fyrir að heimta peninga af Pétri Axel.Jens var sýknaður af þeim lið sem snerist um skýrslu um Kaupþing.Vísir/StefánSkýrsla um Kaupþing Fimmti ákæruliðurinn sneri að samskiptum Jens við fyrrverandi samstarfsmann sinn hjá lögreglunni sem óskaði eftir aðstoð við að fá skýrslu PWC um Kaupþing. Sá var milliliður fyrir annan mann sem óskaði eftir skýrslunni. Skýrslan mun hafa verið hjá sérstökum saksóknara en ekki lögreglunni þar sem Jens starfaði. Lögreglumaðurinn fyrrverandi sagðist hafa leitað til Jens vinar síns eftir aðstoð en Jens hafði ekki hugmynd um hvar skýrsluna væri að finna, ekkert bendi til þess. Lögreglumenn sem komu að rannsókninni töldu ekkert benda til þess að Jens hefði átt að nýta sambönd sín hjá lögreglunni til að finna skýrsluna. Þótti ekki sannað að ávinningi hefði verið lofað í sambandi við framkvæmd starfa Jens sem lögreglumaður. Voru þeir báðir sýknaðir í þessum ákærulið.Fimm ára samskipti Í ákærulið sex var Jens ákærður fyrir að hafa árin 2011 til 2015 ekki gætt lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn með því að hafa verið í upplýsingasambandi við Pétur Axel án þess að upplýsa yfirmenn sína, eins og reglur kváðu á um. Sem fyrr segir bar Pétur Axel því við að hann hefði ekki treyst yfirmanni upplýsingadeildar. Þótti ljóst að Jens og Pétur voru í upplýsingasambandi frá 2011 til 2015. Jens gerði yfirmönnum sínum ekki grein fyrir þessu sambandi og laut sambandið því ekki umsjón og eftirliti yfirmanns, eins og fram kemur í reglum ríkissaksóknara. Jens er sagður hafa sneitt algerlega hjá reglum um stofnun og slit upplýsingasambands og skráningu þess. Braut hann því gegn starfsskyldum sínum samkvæmt reglum innanríkisráðherra.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.Vísir/GVATvær byssur á heimili Péturs Axels Í sjöunda ákæruliðnum var Jens sakfelldur fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi með því að hafa ekki komið fíkniefnum, sem vinur hans kom í hendur hans, í rétt ferli og skráð í samræmi við reglur. Voru efnin skilin eftir í skúffu Jens í vinnunni í einn til tvo mánuði. Þá var Jens sömuleiðis sakfelldur í áttunda ákærulið fyrir sams konar brot, með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum. Jens vísaði til þess að fleiri haldlagðir munir hefðu verið á deildinni sem ekki hefði verið gengið frá. Vopnin hefðu hugsanlega verið notuð til kennslu eða sýninga. Dómurinn mat það svo að þótt fleiri haldlagðir munir hefðu verið í fíkniefnadeild sem minja- eða sýningargripir gerði það háttsemi Jens ekki refsilausa. Var hann því sakfelldur í þessum ákærulið. Þá játaði Pétur Axel brot í tveimur liðum ákærunnar sem sneru að húsleit á heimilihans þar sem fundust 18 grömm af amfetamíni, 1,77 grömm af hassi og 0,96 grömm af kókaíni. Þar var einnig afsöguð haglabyssa sem Pétur Axel hafði ekki skotvopnaleyfi fyrir en byssunni hafði verið stolið í innbroti sumarið 2014. Þá hafði hann sömuleiðis í vörslum sínum skammbyssu af tegundinni Ruger 22 cal án þess að hafa fyrir henni skotvopnaleyfi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana. 7. apríl 2017 11:30 Fíkniefnalögreglumenn í aukavinnu við akstur fyrir fræga fólkið Minnst þrír núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hjá fíkniefnadeild hafa undanfarin ár unnið við akstursþjónustu fyrir fræga og efnaða útlendinga. 8. apríl 2017 16:18 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, kom upptöku með samtali lögreglumannsins Jens Gunnarssonar og Péturs Axels Péturssonar til embættis ríkissaksóknara í desember 2015. Jens og Pétur Axel voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag en athygli vekur að Jón Óttar er mágur Péturs Axels. Jón Óttar var annar tveggja lögreglumanna sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara árið 2012 en þeim var gefið að sök að hafa lekið upplýsingum til skiptastjóra Milestone. Ríkissaksóknari felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Í framhaldinu kom Jón Óttar í viðtal í helgarblað Fréttablaðsins þar sem hann lýsti ýmsu sem hann taldi athugavert í rannsóknum sérstaks saksknara í hrunmálum, m.a. um að rannsakendur hafi hlustað á símtöl úr símhlustunum á milli sakborninga og verjenda þeirra, og að úrskurðir frá dómurum hafi því sem næst verið pantaðir eftir þörfum. Þá hefur Jón Óttar skrifað glæpasögur innblásnar af störfum hans hjá lögreglunni. Vísir hefur fjallað mikið um mál rannsóknarlögreglumannsins Jens Gunnarssonar sem kom upp fyrir einu og hálfu ári. Málið er sögulegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er lögreglumaður hér á landi sakfelldur fyrir spillingu.Jón Óttar fór með upptökuna til ríkissaksóknara.Vísir/Anton BrinkÞekkti rödd beggja á upptökunni Segja má að málið hafi hafist þegar Jón Óttar og lögreglumaður í fíkniefnadeild, þá samstarfsmaður Jens, komu upptökunni í hendur ríkissaksóknara. Pétur Axel tók samtal þeirra Jens upp án vitneskju Jens. Upptakan var lykilgagn í þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og hefja umfangsmikla rannsókn á samskiptum þeirra. Óútskýrt er hvers vegna Pétur Axel kom upptökunni í hendur mági sínum og sömuleiðis hvers vegna Jón Óttar ákvað að hlusta á upptökuna. Fyrir dómi sagðist Jón Óttar hafa hitt fyrrnefndan lögreglumann í fíkniefnadeild, sem hann kannaðist við, sem lýst hefði yfir áhyggjum af spillingu annars reynds lögreglumanns, yfirmanns upplýsingateymis, og undirskriftum hefði meðal annars verið safnað. Vísir hefur ítrekað fjallað um það mál. Í framhaldinu hefði Jón Óttar greint lögreglumanninum frá upptökunni. Hann hefði stungið upp á því að leita til ríkissaksóknara sem þeir gerðu. Jón Óttar sagðist þekkja bæði rödd Jens og Péturs Axels af upptökunni en hann hefði á árum áður unnið með Jens. Jón Óttar vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVADómnum líklega áfrýjað Eins og fram hefur komið hlaut Jens fimmtán mánaða dóm en hann var sakfelldur í sjö ákæruliðum af átta. Ákæruliðirnir eru misalvarlegir en þeir alvarlegustu, fyrir brot gegn þagnarskyldu og spillingu, varða allt að sex ára fangelsi annars vegar og þriggja ára fangelsi hins vegar. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem sótti málið, segist ekki eiga von á því að embættið áfrýi dómnum. Fimmtán mánaða dómur þýðir að Jens þarf að afplána dóminn innan veggja fangelsis en þeir sem fá tólf mánaða dóm eða styttri geta lokið afplánun með samfélagsþjónustu að uppfylltum vissum skilyrðum. Telja má líklegt að Jens muni áfrýja dómnum. Níu mánaða dómur Péturs Axels er innan þeirra marka og ætti hann því að geta sloppið við fangelsisvist og geta sinnt samfélagsþjónustu óski hann þess.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014 og bar vitni fyrir dómi.Vísir/ErnirTreysti ekki yfirmanni upplýsingadeildar Málið er afar áhugavert að því leyti að það snýr að aðferðum lögreglu og upplýsingar sem þeir fá um starfsemi í undirheimunum. Innan lögreglu er starfrækt sérstök upplýsingadeild þar sem stofnað er til formlegra samskipta við uppljóstrara. Samskipti Jens og Péturs Axels voru aldrei skráð í slíkt kerfi og var ástæðan sögð sú að Pétur Axel treysti ekki yfirmanni upplýsingadeildar. Ástæðan væri sú að grunur léki á því að yfirmaðurinn væri í „mjög nánu samstarfi við stóran og þekktan aðila í undirheimum Reykjavíkur. Þessi grunur væri ekki eingöngu úr þeim heimi sem hann þekkti heldur líka hjá lögreglunni.“ Níu af sextán starfsmönnum fíkniefnadeildar efuðust um heilindi yfirmannsins eins og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi. Leiddu grunnsemdirnar til rannsóknar héraðssaksóknara sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum. Rannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, núverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar sem stýrði rannsókninni, þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að hafa stýrt nokkrum yfirheyrslum. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni.Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Skoðun á bankareikningi lögreglufulltrúans og eiginkonu hans auk tölvupósts með sérstöku leitarforriti leiddi ekkert í ljós. Taldi héraðssaksóknari að ásakanirnar væru byggðar á sögusögnum. Vegna grunnsemdanna vildi Pétur Axel aðeins vera í samskiptum við Jens. Ljóst er að Jens braut reglur lögreglu með því að skrá ekki samskipti þeirra í upplýsingakerfi eins og reglur kveða á um ef samskipti eru í fleiri en eitt eða tvö skipti. Þá á að meta hvort tilefni sé til frekari samskipta, hafi þau fyrri gert lögreglu gagn, eða þá slíta samskiptum.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri bar vitni í dómssal.vísir/anton brinkÓttaðist um sig og fjölskyldu sína Þinghald í málinu var lokað en meðal þeirra sem komu fyrir dóminn og báru vitni auk þeirra sem þegar hefur verið minnst á voru Karl Steinar Valsson, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Aldís Hilmarsdóttir. Aldís varð yfirmaður fíkniefnadeildar árið 2014 en var færð til í starfi, í eigin óþökk, eftir að Jens og öðrum lögreglumanni var vikið úr starfi tímabundið meðan þeir sættu rannsókn. Pétur Axel vildi ekki gefa skýrslu fyrir dómi en lagði fram yfirlýsingu og vísaði til orða sinna í yfirheyrslum á meðan rannsókn stóð. Ástæðan var sú að hann taldi sjálfan sig og sína nánustu í hættu. Honum hefðu borist fjölmargar hótanir frá því málið kom upp en ætla má að hótanirnar séu úr fíkniefnaheiminum. Ekkert hefði verið óeðlilegt við samband þeirra Jens, þeir hefðu einfaldlega verið vinir en kunningskapur þeirra kom til í gegnum handboltaiðkun. Pétur hefði ekki talið sig vera að brjóta nein lög með samskiptum sínum við Jens enda hefði hann aðeins verið að hlusta á það sem Jens sagði honum. Alls voru ákæruliðirnir átta og verður hver og einn rakinn hér að neðan.Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu.VÍSIR/ERNIRUpplýsti Pétur Axel um upplýsingasamband Í fyrsta ákæruliðnum var Jens gefið að sök að hafa brotið gegn þagnarskyldu með því að hafa í samtali við Pétur Axel upplýst hann um að hann hefði ekkert heyrt á hann minnst í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá upplýsti hann Pétur Axel um aðila sem væri í upplýsingasambandi við lögreglu. Jens bar því við að með því að ræða við Pétur Axel hafi hann verið að fiska eftir upplýsingum. Sjálfur hafi hann veitt takmarkaðar og jafnvel rangar upplýsingar. Sumar upplýsingar hefðu verið á allra vitorði innan lögreglu, svo sem er varðaði deilur og skipulagsbreytingar innanhúss. Dómurinn taldi upplýsingarnar sem Jens veitti talsvert umfram þær sem teldust opinberar. Af upptökunni að dæma sé óumdeilt hvern Jens nefndi sem upplýsingagjafa hjá lögreglu og það hafi hann gert að fyrra bragði. Jens neiti ekki að hafa nefnt manninn. Þótti sannað að Jens veitti Pétri Axel upplýsingar sem brutu gegn þagnarskyldu hans sem lögreglumanns og var hann sakfelldur fyrir það. Samtalið var tekið upp af Pétri Axel, hann leiddi samtalið og hvatti Jens til að veita sér upplýsingar sem hann vissi að Jens mætti ekki gera. Var hann því dæmdur fyrir hlutdeild í brotinu. Þá voru þeir sömuleiðis, í öðrum ákærulið, sakfelldir fyrir samskipti sín er vörðuðu að Jens hefði látið Pétur Axel vita ef einhver mál tengd honum kæmu inn á borð lögreglu.Jens starfaði hjá lögreglu í yfir áratug.vísir/gvaFarsímar til samskipta Þriðji ákæruliður sneri að farsímum sem Pétur Axel afhenti Jens þar sem hann vildi ekki vera í samskiptum við Jens í síma sem hann notaði dagsdaglega. Jens viðurkenndi að hafa tekið við tveimur símum, Nokia 130 síma og snjallsíma, samtals að verðmæti 20 þúsund krónur. Báðir viðurkenndu að símarnir hefðu verið til að auðvelda samskipti þeirra en alls ekki væri um gjöf að ræða. Leit dómari til þess að Jens hefði með þessu tekið við ávinningi sem hann átti ekki tilkall til. Skipti engu um verðmæti símanna í þessu samhengi. Afhending Péturs Axels á símunum var í því skyni að fá Jens til að vera í upplýsingasambandi við sig og þannig hafði Pétur Axel ávinning af því eins og segir í dómnum. Var hann því sömuleiðis sakfelldur.„Þarf ekki stóra upphæð“ Fjórði ákæruliðurinn sneri að sms-skilaboðum milli Jens og Péturs. Þar sendi Jens eftirfarandi skilaboð á Pétur Axel: „Þarf að heyra í þér sem fyrst. Þarf ekki stóra upphæð í dag en þó eitthvað smá helst fyrir klukkan 4.“ Jens sagði að hann hefði verið að reyna að fá upplýsingar frá Pétri Axel, hugsanlega upplýsingar um peninga. Skýringarnar voru ótrúverðugar að mati dómara. Ekki sé hægt að skilja skilaboðin öðruvísi en að Jens fari fram á greiðslu frá Pétri. Var hann sakfelldur fyrir að heimta peninga af Pétri Axel.Jens var sýknaður af þeim lið sem snerist um skýrslu um Kaupþing.Vísir/StefánSkýrsla um Kaupþing Fimmti ákæruliðurinn sneri að samskiptum Jens við fyrrverandi samstarfsmann sinn hjá lögreglunni sem óskaði eftir aðstoð við að fá skýrslu PWC um Kaupþing. Sá var milliliður fyrir annan mann sem óskaði eftir skýrslunni. Skýrslan mun hafa verið hjá sérstökum saksóknara en ekki lögreglunni þar sem Jens starfaði. Lögreglumaðurinn fyrrverandi sagðist hafa leitað til Jens vinar síns eftir aðstoð en Jens hafði ekki hugmynd um hvar skýrsluna væri að finna, ekkert bendi til þess. Lögreglumenn sem komu að rannsókninni töldu ekkert benda til þess að Jens hefði átt að nýta sambönd sín hjá lögreglunni til að finna skýrsluna. Þótti ekki sannað að ávinningi hefði verið lofað í sambandi við framkvæmd starfa Jens sem lögreglumaður. Voru þeir báðir sýknaðir í þessum ákærulið.Fimm ára samskipti Í ákærulið sex var Jens ákærður fyrir að hafa árin 2011 til 2015 ekki gætt lögmætra aðferða við meðferð máls eða úrlausn með því að hafa verið í upplýsingasambandi við Pétur Axel án þess að upplýsa yfirmenn sína, eins og reglur kváðu á um. Sem fyrr segir bar Pétur Axel því við að hann hefði ekki treyst yfirmanni upplýsingadeildar. Þótti ljóst að Jens og Pétur voru í upplýsingasambandi frá 2011 til 2015. Jens gerði yfirmönnum sínum ekki grein fyrir þessu sambandi og laut sambandið því ekki umsjón og eftirliti yfirmanns, eins og fram kemur í reglum ríkissaksóknara. Jens er sagður hafa sneitt algerlega hjá reglum um stofnun og slit upplýsingasambands og skráningu þess. Braut hann því gegn starfsskyldum sínum samkvæmt reglum innanríkisráðherra.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.Vísir/GVATvær byssur á heimili Péturs Axels Í sjöunda ákæruliðnum var Jens sakfelldur fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi með því að hafa ekki komið fíkniefnum, sem vinur hans kom í hendur hans, í rétt ferli og skráð í samræmi við reglur. Voru efnin skilin eftir í skúffu Jens í vinnunni í einn til tvo mánuði. Þá var Jens sömuleiðis sakfelldur í áttunda ákærulið fyrir sams konar brot, með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum. Jens vísaði til þess að fleiri haldlagðir munir hefðu verið á deildinni sem ekki hefði verið gengið frá. Vopnin hefðu hugsanlega verið notuð til kennslu eða sýninga. Dómurinn mat það svo að þótt fleiri haldlagðir munir hefðu verið í fíkniefnadeild sem minja- eða sýningargripir gerði það háttsemi Jens ekki refsilausa. Var hann því sakfelldur í þessum ákærulið. Þá játaði Pétur Axel brot í tveimur liðum ákærunnar sem sneru að húsleit á heimilihans þar sem fundust 18 grömm af amfetamíni, 1,77 grömm af hassi og 0,96 grömm af kókaíni. Þar var einnig afsöguð haglabyssa sem Pétur Axel hafði ekki skotvopnaleyfi fyrir en byssunni hafði verið stolið í innbroti sumarið 2014. Þá hafði hann sömuleiðis í vörslum sínum skammbyssu af tegundinni Ruger 22 cal án þess að hafa fyrir henni skotvopnaleyfi.
Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Jens Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður og Pétur Axel Pétursson, góðkunningi lögreglunnar, fengu fangelsisdóm fyrir spillingarmál fíkniefnadeildar lögreglu við undirheimana. 7. apríl 2017 11:30
Fíkniefnalögreglumenn í aukavinnu við akstur fyrir fræga fólkið Minnst þrír núverandi og fyrrverandi lögreglumenn hjá fíkniefnadeild hafa undanfarin ár unnið við akstursþjónustu fyrir fræga og efnaða útlendinga. 8. apríl 2017 16:18