Audi RS6 rústar Nissan GT-R í spyrnu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 14:34 Hver hefði trúað því að Audi RS6 rúllaði upp Nissan GT-R í spyrnu. Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent