Ástarþríhyrningur, ýktar skopmyndir og gervidramatík 15. apríl 2017 14:45 Leikstjóri Snjór og Salóme er Sigurður Anton. Við kynnumst hinni ungu og viðkunnanlegu Salóme. Hún vinnur á útvarpsstöð og býr með fyrrverandi kærasta sínum, Hrafni, sem hún heldur góðu sambandi við. Lífið virðist vera nokkuð venjulegt og átakalaust þangað til að Hrafn byrjar að hitta nýja stelpu – og fljótlega barnar hana. Eins og sannur herramaður ákveður hann auðvitað að það sé fín hugmynd að leyfa barnsmóðurinni, henni Ríkeyju, sem ber tvíbura undir belti, að flytja inn með þeim. Skiljanlega setur þetta veröld Salóme á hliðina, en stóra spurningin reynist vera hvort þetta sé upphafið að algjörri martröð eða einhverju töluvert ljúfara. Íslenskar kvikmyndir um ungt fólk eru ekki af hverju strái og hingað til hefur hin svokallaða aldamótakynslóð aðallega fengið að halda sér í vissum „indí“ (jaðrandi við „míkró-budget“-)geira. Tilbreytingin er ávallt góð og í stað þess að hæla Snjó og Salóme fyrir það hvað hún hefur, þá liggur við að sé meira jákvætt að finna í því sem hún hefur ekki; hér er enginn sveitabær í forgrunni, litlar sem engar fjölskyldudeilur, enginn drykkjuvandi eða linnulaus eymd. Snjór og Salóme hefur vissan ferskleika sér til vopns og er í eðli sínu jákvæð og hjartahlý. En góður ásetningur og sterkur áhugi aðstandenda getur bara flutt eina kvikmynd ákveðið langt. Restin hvílir náttúrulega á sjarmanum, almennri úrvinnslu og ekki síður tæknivinnslu. Mikill sjarmi getur léttilega breitt yfir viðvaningslegt útlit en snyrtilegur stíll getur aftur á móti sjaldnast bætt upp fyrir sjarmaleysi. Þessi mynd líður fyrir að klikka á hvoru tveggja. Það er ódýr bragur á henni, oftar en ekki tilgerð í dramanu og, það sem verra er, einn af hverjum tuttugu bröndurum hittir í mark. Myndin kemur frá sömu aðstandendum og gáfu út greddukómedíuna Webcam fyrir nokkrum árum, sem betur mátti líkja við krúttlega tilraun frekar en kvikmynd, af stílbrögðum, hljóðvinnslu og frásögn að dæma. Leikstjóri og handritshöfundur beggja mynda, Sigurður Anton, hefur greinilega ómældan áhuga á léttgeggjuðum persónum, eðlilega óeðlilegum samböndum þeirra og mikilli spunagleði en þarf betur að vanda sig í listinni að púsla slíkum þáttum saman í ásættanlegan heildarpakka. Snjór og Salóme er annars vegar metnaðarfyllri og einlægari saga heldur en Webcam. Í myndinni er fiktað við þemu um vináttu og erfiðið við það að horfa fram á við í lífinu en það verður þó fljótlega áberandi að leikstjórinn er ekki viss um það hvernig mynd þetta á að vera (Webcam átti við sams konar vandamál að stríða), eða hvað það er sem hún ætlar sér að segja. Eina stundina er stuðst við aðstæðubundna kómík, eins og óbeint sé kallað eftir dósahlátri, en svo er reynt að kreista út einlægu drama inn á milli í togstreitu titilpersónunnar. Húmorinn að megninu til pínlegurAnna Hafþórsdóttir sýnir og sannar hversu efnileg leikkona hún er í hlutverki sínu sem Salóme. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ hlutverki Salóme sýnir Anna Hafþórsdóttir hvað hún er efnileg leikkona, sem gæðir Salóme miklu meira lífi heldur en pappírinn hefur boðið upp á. Telma Huld Jóhannesdóttir hefur sömuleiðis mikla útgeislun og er sannfærandi að flestu leyti, þrátt fyrir að Ríkey sé líkari ýktri skopmynd þegar hún er kynnt til sögunnar áður en hún þróast hægt og rólega í bitastæðari karakter. Húmorinn í myndinni er kannski að megninu til pínlegur en þegar reynt er að hamra á alvarlegri dýnamík á milli Salóme og Ríkeyjar laumast eitthvað trúverðugra í gegn. Því miður er þó langt á milli slíkra augnablika, en þessar tvær draga myndina þangað sem hún kemst og gera það með aðdáunarverðum sóma. Vigfús Þormar Gunnarsson er ekki upp á marga fiska í hlutverki Hrafns, heldur bara einkennilega flatur. Maður skilur varla hvers vegna stelpurnar eru báðar svona helteknar yfir manninum, en hann er hvort sem er illa skrifuð persóna sem gefst lítið tækifæri til að þróa og hann hverfur reglulega úr myndinni eftir þörfum handritsins. Það kemur reglulega fyrir að tvívíðar og skrípalegar persónur skjóti upp kollinum, yfirleitt til þess að fylla upp í tímarammann, þótt það verði að segjast að þau Ólafía Hrönn, Júlí Heiðar, Ævar Már Ágústsson og ástralski grínarinn Jonathan Duffy bæti miklu við með hressleika sínum. Það eru ýmsir sögupunktar sem eru ekki nægilega vel þróaðir, til dæmis skandall sem kemur upp hjá samstarfsmanni Salóme, leikinn af furðulega vannýttum Góa. Handritið hefði almennt þurft að fínpússa og samantektin hefði líklega skilað einhverju ef afgangurinn drægist ekki svona á langinn á röngum stöðum – oftast á tímapunktum þar sem lopi brandaranna er teygður upp að slitmörkum. Ég er viss um að það sé einhvers staðar hress, mannleg og eflaust hugguleg mynd til hjá Sigurði Antoni. En þetta er ekki hún.Niðurstaða: Það hjakkar ekki mikið í klisjum og myndin hefur gott hjarta ásamt góðum samleik frá leikkonunum tveimur, en handritsgerð og tæknivinnsla er viðvaningsleg og tónninn í algeru tjóni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Við kynnumst hinni ungu og viðkunnanlegu Salóme. Hún vinnur á útvarpsstöð og býr með fyrrverandi kærasta sínum, Hrafni, sem hún heldur góðu sambandi við. Lífið virðist vera nokkuð venjulegt og átakalaust þangað til að Hrafn byrjar að hitta nýja stelpu – og fljótlega barnar hana. Eins og sannur herramaður ákveður hann auðvitað að það sé fín hugmynd að leyfa barnsmóðurinni, henni Ríkeyju, sem ber tvíbura undir belti, að flytja inn með þeim. Skiljanlega setur þetta veröld Salóme á hliðina, en stóra spurningin reynist vera hvort þetta sé upphafið að algjörri martröð eða einhverju töluvert ljúfara. Íslenskar kvikmyndir um ungt fólk eru ekki af hverju strái og hingað til hefur hin svokallaða aldamótakynslóð aðallega fengið að halda sér í vissum „indí“ (jaðrandi við „míkró-budget“-)geira. Tilbreytingin er ávallt góð og í stað þess að hæla Snjó og Salóme fyrir það hvað hún hefur, þá liggur við að sé meira jákvætt að finna í því sem hún hefur ekki; hér er enginn sveitabær í forgrunni, litlar sem engar fjölskyldudeilur, enginn drykkjuvandi eða linnulaus eymd. Snjór og Salóme hefur vissan ferskleika sér til vopns og er í eðli sínu jákvæð og hjartahlý. En góður ásetningur og sterkur áhugi aðstandenda getur bara flutt eina kvikmynd ákveðið langt. Restin hvílir náttúrulega á sjarmanum, almennri úrvinnslu og ekki síður tæknivinnslu. Mikill sjarmi getur léttilega breitt yfir viðvaningslegt útlit en snyrtilegur stíll getur aftur á móti sjaldnast bætt upp fyrir sjarmaleysi. Þessi mynd líður fyrir að klikka á hvoru tveggja. Það er ódýr bragur á henni, oftar en ekki tilgerð í dramanu og, það sem verra er, einn af hverjum tuttugu bröndurum hittir í mark. Myndin kemur frá sömu aðstandendum og gáfu út greddukómedíuna Webcam fyrir nokkrum árum, sem betur mátti líkja við krúttlega tilraun frekar en kvikmynd, af stílbrögðum, hljóðvinnslu og frásögn að dæma. Leikstjóri og handritshöfundur beggja mynda, Sigurður Anton, hefur greinilega ómældan áhuga á léttgeggjuðum persónum, eðlilega óeðlilegum samböndum þeirra og mikilli spunagleði en þarf betur að vanda sig í listinni að púsla slíkum þáttum saman í ásættanlegan heildarpakka. Snjór og Salóme er annars vegar metnaðarfyllri og einlægari saga heldur en Webcam. Í myndinni er fiktað við þemu um vináttu og erfiðið við það að horfa fram á við í lífinu en það verður þó fljótlega áberandi að leikstjórinn er ekki viss um það hvernig mynd þetta á að vera (Webcam átti við sams konar vandamál að stríða), eða hvað það er sem hún ætlar sér að segja. Eina stundina er stuðst við aðstæðubundna kómík, eins og óbeint sé kallað eftir dósahlátri, en svo er reynt að kreista út einlægu drama inn á milli í togstreitu titilpersónunnar. Húmorinn að megninu til pínlegurAnna Hafþórsdóttir sýnir og sannar hversu efnileg leikkona hún er í hlutverki sínu sem Salóme. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ hlutverki Salóme sýnir Anna Hafþórsdóttir hvað hún er efnileg leikkona, sem gæðir Salóme miklu meira lífi heldur en pappírinn hefur boðið upp á. Telma Huld Jóhannesdóttir hefur sömuleiðis mikla útgeislun og er sannfærandi að flestu leyti, þrátt fyrir að Ríkey sé líkari ýktri skopmynd þegar hún er kynnt til sögunnar áður en hún þróast hægt og rólega í bitastæðari karakter. Húmorinn í myndinni er kannski að megninu til pínlegur en þegar reynt er að hamra á alvarlegri dýnamík á milli Salóme og Ríkeyjar laumast eitthvað trúverðugra í gegn. Því miður er þó langt á milli slíkra augnablika, en þessar tvær draga myndina þangað sem hún kemst og gera það með aðdáunarverðum sóma. Vigfús Þormar Gunnarsson er ekki upp á marga fiska í hlutverki Hrafns, heldur bara einkennilega flatur. Maður skilur varla hvers vegna stelpurnar eru báðar svona helteknar yfir manninum, en hann er hvort sem er illa skrifuð persóna sem gefst lítið tækifæri til að þróa og hann hverfur reglulega úr myndinni eftir þörfum handritsins. Það kemur reglulega fyrir að tvívíðar og skrípalegar persónur skjóti upp kollinum, yfirleitt til þess að fylla upp í tímarammann, þótt það verði að segjast að þau Ólafía Hrönn, Júlí Heiðar, Ævar Már Ágústsson og ástralski grínarinn Jonathan Duffy bæti miklu við með hressleika sínum. Það eru ýmsir sögupunktar sem eru ekki nægilega vel þróaðir, til dæmis skandall sem kemur upp hjá samstarfsmanni Salóme, leikinn af furðulega vannýttum Góa. Handritið hefði almennt þurft að fínpússa og samantektin hefði líklega skilað einhverju ef afgangurinn drægist ekki svona á langinn á röngum stöðum – oftast á tímapunktum þar sem lopi brandaranna er teygður upp að slitmörkum. Ég er viss um að það sé einhvers staðar hress, mannleg og eflaust hugguleg mynd til hjá Sigurði Antoni. En þetta er ekki hún.Niðurstaða: Það hjakkar ekki mikið í klisjum og myndin hefur gott hjarta ásamt góðum samleik frá leikkonunum tveimur, en handritsgerð og tæknivinnsla er viðvaningsleg og tónninn í algeru tjóni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira