Skilaðu dólgnum Logi Bergmann skrifar 1. apríl 2017 07:00 Stundum koma upp mál sem heltaka umræðuna í nokkra daga en deyja svo hægt og rólega út. Stóra rassaklípingarmálið er það nýjasta. Það verður búið í næstu viku (ef það er ekki þegar búið) og við finnum eitthvað annað til að hneykslast á. Ég er alls ekki að gera lítið úr þessu máli. Það á ekki að klípa ókunnugt fólk í rassinn eða áreita á annan hátt. Það er ekki í lagi að haga sér eins og fáviti og ég er ánægður með þá þróun að fólk láti heyra í sér þegar það lendir í svona aðstæðum. En mitt í allri þessari umræðu fannst mér samt sem áður að við værum að missa af góðu tækifæri til að hrista af okkur meðvirkni með annarri hegðun. Það er nefnilega eitt sem á svo oft við, þegar einhver káfar, klípur, lemur eða sýnir af sér annan fávitaskap: Dólgurinn er draugfullur.Að búa til vesenHver þekkir ekki manninn sem á ekki að drekka? Ég er ekki að tala um þann sem misreiknar sig einu sinni á tíu ára fresti og fær sér of mikið. Það getur komið fyrir alla. Vandamálið er sá sem kemur sér alltaf í þá stöðu að gera sig að fífli og láta öllum líða illa. Hvert einasta skipti með honum er vesen. En í stað þess að setjast niður með honum á mánudegi og segja honum að þetta sé bara orðið gott af þessu rugli, þá glottum við út í annað og tölum um að þetta hafi nú ekki verið sérlega góð helgi hjá okkar manni. Ég hef séð fólk horfa fram hjá hegðun sem ætti aldrei að vera í lagi. Yppa öxlum og muldra eitthvað um að viðkomandi hafi kannski fengið sér fullmikið. Það sé ekkert við því að gera. Viðkomandi sé bara eins og veðrið, stundum sól og stundum rigning. Og trúið mér: Ég er ekki saklaus. Ég hef staðið aðgerðarlaus hjá þegar vinir mínir og kunningjar hafa farið langt yfir allt sem maður gæti kallað eðlilega hegðun. Ég hef verið með fólki sem hefur talið það afbragðshugmynd að reyna að fara í kraftsleik við alla í kringum sig (kyn aukaatriði), sagt sömu söguna hundrað sinnum, talið nauðsynlegt að hoppa niður á trampólín af svölum, pissað í blómapotta, klifrað uppí tré eða svarað öllu heilt kvöld sem Borat. Það getur líka verið ákveðið vandamál að dólgarnir upplifa sig og hegðun sína ekki eins og fólkið í kringum þá. Kvöld, sem þeim tekst að láta algjörlega snúast um sig, brjóta og eyðileggja, einoka samræður, áreita fólk og trufla, er í þeirra augum bara býsna skemmtilegt og vel heppnað. Þeim fannst gaman og á einhvern hátt draga þeir þá ályktun að fyrst að það var gaman hjá þeim, þá hafi verið gaman hjá öllum. Það er ekki þannig og kannski er kominn tími til að við reynum að gera þeim grein fyrir því. Það er alls óvíst að dólgurinn muni fatta það af sjálfsdáðum úr þessu. Það er örugglega til eitthvert fagfólk sem getur veitt viðeigandi leiðbeiningar um það hvernig best sé að eiga þetta samtal við dólginn, eða ef þetta er klassískur árshátíðardólgur má kannski vísa málinu til starfsmannastjórans.Einföld reglaEn hvað sem öðru líður, það ætti að vera til einhver regla sem segir að það þurfi enginn að láta eyðileggja fyrir sér kvöld, bara til að einhver annar geti komið sér upp stórkostlegum móral eða það sem síðra er, að hann komi sér ekki upp móral, vegna þess að hann eyddi kvöldinu í ákaflega eftirminnilegu blakkáti. Ég skal svo sem bara taka að mér að orða þessa reglu: Réttur eins til að losna við leiðindi trompar frelsi annars til að verða mölvaður.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Stundum koma upp mál sem heltaka umræðuna í nokkra daga en deyja svo hægt og rólega út. Stóra rassaklípingarmálið er það nýjasta. Það verður búið í næstu viku (ef það er ekki þegar búið) og við finnum eitthvað annað til að hneykslast á. Ég er alls ekki að gera lítið úr þessu máli. Það á ekki að klípa ókunnugt fólk í rassinn eða áreita á annan hátt. Það er ekki í lagi að haga sér eins og fáviti og ég er ánægður með þá þróun að fólk láti heyra í sér þegar það lendir í svona aðstæðum. En mitt í allri þessari umræðu fannst mér samt sem áður að við værum að missa af góðu tækifæri til að hrista af okkur meðvirkni með annarri hegðun. Það er nefnilega eitt sem á svo oft við, þegar einhver káfar, klípur, lemur eða sýnir af sér annan fávitaskap: Dólgurinn er draugfullur.Að búa til vesenHver þekkir ekki manninn sem á ekki að drekka? Ég er ekki að tala um þann sem misreiknar sig einu sinni á tíu ára fresti og fær sér of mikið. Það getur komið fyrir alla. Vandamálið er sá sem kemur sér alltaf í þá stöðu að gera sig að fífli og láta öllum líða illa. Hvert einasta skipti með honum er vesen. En í stað þess að setjast niður með honum á mánudegi og segja honum að þetta sé bara orðið gott af þessu rugli, þá glottum við út í annað og tölum um að þetta hafi nú ekki verið sérlega góð helgi hjá okkar manni. Ég hef séð fólk horfa fram hjá hegðun sem ætti aldrei að vera í lagi. Yppa öxlum og muldra eitthvað um að viðkomandi hafi kannski fengið sér fullmikið. Það sé ekkert við því að gera. Viðkomandi sé bara eins og veðrið, stundum sól og stundum rigning. Og trúið mér: Ég er ekki saklaus. Ég hef staðið aðgerðarlaus hjá þegar vinir mínir og kunningjar hafa farið langt yfir allt sem maður gæti kallað eðlilega hegðun. Ég hef verið með fólki sem hefur talið það afbragðshugmynd að reyna að fara í kraftsleik við alla í kringum sig (kyn aukaatriði), sagt sömu söguna hundrað sinnum, talið nauðsynlegt að hoppa niður á trampólín af svölum, pissað í blómapotta, klifrað uppí tré eða svarað öllu heilt kvöld sem Borat. Það getur líka verið ákveðið vandamál að dólgarnir upplifa sig og hegðun sína ekki eins og fólkið í kringum þá. Kvöld, sem þeim tekst að láta algjörlega snúast um sig, brjóta og eyðileggja, einoka samræður, áreita fólk og trufla, er í þeirra augum bara býsna skemmtilegt og vel heppnað. Þeim fannst gaman og á einhvern hátt draga þeir þá ályktun að fyrst að það var gaman hjá þeim, þá hafi verið gaman hjá öllum. Það er ekki þannig og kannski er kominn tími til að við reynum að gera þeim grein fyrir því. Það er alls óvíst að dólgurinn muni fatta það af sjálfsdáðum úr þessu. Það er örugglega til eitthvert fagfólk sem getur veitt viðeigandi leiðbeiningar um það hvernig best sé að eiga þetta samtal við dólginn, eða ef þetta er klassískur árshátíðardólgur má kannski vísa málinu til starfsmannastjórans.Einföld reglaEn hvað sem öðru líður, það ætti að vera til einhver regla sem segir að það þurfi enginn að láta eyðileggja fyrir sér kvöld, bara til að einhver annar geti komið sér upp stórkostlegum móral eða það sem síðra er, að hann komi sér ekki upp móral, vegna þess að hann eyddi kvöldinu í ákaflega eftirminnilegu blakkáti. Ég skal svo sem bara taka að mér að orða þessa reglu: Réttur eins til að losna við leiðindi trompar frelsi annars til að verða mölvaður.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun