Pyngja konunnar er pyngja manns hennar Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. apríl 2017 07:00 Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett. Þótt Millicent hafi verið vinsæll rithöfundur, hafi keypt veskið sjálf og unnið fyrir peningunum sem í því voru var veskið samkvæmt lögum eign eiginmanns hennar. Þjófurinn var sakfelldur fyrir að hafa stolið eign herra Henry Fawcett. „Mér leið eins og ég hefði sjálf verið ákærð fyrir þjófnað,“ sagði Millicent í kjölfarið. Í vikunni var tilkynnt um að reisa ætti í fyrsta sinn styttu af konu á Parliament Square í London. Fyrir eru þar ellefu styttur af þekktum körlum úr stjórnmálasögunni. Styttan verður af fyrrnefndri Millicent Fawcett, baráttukonu fyrir jafnrétti kynjanna sem lék lykilhlutverk í að tryggja konum í Bretlandi kosningarétt árið 1928. En á sama tíma og tilkynnt var um að heiðra ætti eina konu fyrir að endurheimta pyngju sína var pyngjan hrifsuð af annarri.Kunnuglegt gól Á mánudag bárust fréttir af því að þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, byggi á stúdentagörðum. Samstundis hóf heykvíslakórinn kunnuglegt gól sitt: Hvernig dirfðist þingmaður með meira en milljón á mánuði að nýta sér þann hagkvæma kost? Þessi siðlausa elíta, þessir hræsnisfullu þingmenn. En eins og oft vill verða hurfu aðalatriði málsins í hávaðanum. Umrædda íbúð leigir kona þingmannsins. Þar býr hún ásamt Jóni Þór og tveimur börnum þeirra. Kona þingmannsins er nemandi við Háskóla Íslands og er það réttur hennar sem slíkur að sækja um á stúdentagörðum. Þegar ákveðið er hverjir fá úthlutað stúdentaíbúð eru tekjur maka ekki teknar með í reikninginn. Þó má geta þess að þegar kona Jóns Þórs komst inn á stúdentagarðana vann maður hennar við malbikun.Til hamingju Ísland Þegar veski Millicent Fawcett var stolið blasti við henni hið augljósa: Efnahagslegt sjálfstæði kvenna er lykillinn að frelsi þeirra. Kona sem er efnahagslega háð eiginmanni sínum er ekki frjáls. Þetta fékk Millicent að reyna aftur á eigin skinni þegar eiginmaður hennar lést. Til að tryggja henni höfundarrétt eigin bóka varð Henry að ánafna Millicent réttinum í erfðaskrá sinni. Íslenska heykvíslakórnum tókst með skrílslátum að snúa við aldalangri þróun. Vegna þess að maður ákvað að gefa kost á sér til þingsetu í fjögur ár hefur kona þurft að gefa upp á bátinn húsnæði sitt. Jón Þór, kona hans og börn hyggjast flytja út af stúdentagörðunum. Kona þingmannsins er nú háð manni sínum um húsaskjól. Pyngja konunnar er pyngja manns hennar. Til hamingju Ísland!Kæri heykvíslakór Heykvíslakórinn telur sig vafalaust með söng sínum berjast gegn óréttlæti. En að þessu sinni missti hann algjörlega marks. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu,“ sagði Jón Þór þegar hann tilkynnti um brotthvarf fjölskyldunnar af stúdentagörðunum. „Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ Í stað þess að hvetja til þess að einstaklingar séu sviptir efnahagslegu sjálfstæði sínu ættum við að krefjast þess að fleirum sé það tryggt. Sem dæmi má nefna búa ellilífeyrisþegar og öryrkjar við töluverðar tekjuskerðingar vegna sambúðar. Hvernig er að vera öryrki sem þarf að biðja maka um „vasapening“? Hvernig er að vera kona sem treystir sér ekki til að yfirgefa ofbeldissamband því hún er fjárhagslega háð eiginmanni sínum? Hvernig er að verða sextíu og sjö ára og verða allt í einu byrði á öðrum? Kæri heykvíslakór, væri ekki nær að syngja um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett. Þótt Millicent hafi verið vinsæll rithöfundur, hafi keypt veskið sjálf og unnið fyrir peningunum sem í því voru var veskið samkvæmt lögum eign eiginmanns hennar. Þjófurinn var sakfelldur fyrir að hafa stolið eign herra Henry Fawcett. „Mér leið eins og ég hefði sjálf verið ákærð fyrir þjófnað,“ sagði Millicent í kjölfarið. Í vikunni var tilkynnt um að reisa ætti í fyrsta sinn styttu af konu á Parliament Square í London. Fyrir eru þar ellefu styttur af þekktum körlum úr stjórnmálasögunni. Styttan verður af fyrrnefndri Millicent Fawcett, baráttukonu fyrir jafnrétti kynjanna sem lék lykilhlutverk í að tryggja konum í Bretlandi kosningarétt árið 1928. En á sama tíma og tilkynnt var um að heiðra ætti eina konu fyrir að endurheimta pyngju sína var pyngjan hrifsuð af annarri.Kunnuglegt gól Á mánudag bárust fréttir af því að þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, byggi á stúdentagörðum. Samstundis hóf heykvíslakórinn kunnuglegt gól sitt: Hvernig dirfðist þingmaður með meira en milljón á mánuði að nýta sér þann hagkvæma kost? Þessi siðlausa elíta, þessir hræsnisfullu þingmenn. En eins og oft vill verða hurfu aðalatriði málsins í hávaðanum. Umrædda íbúð leigir kona þingmannsins. Þar býr hún ásamt Jóni Þór og tveimur börnum þeirra. Kona þingmannsins er nemandi við Háskóla Íslands og er það réttur hennar sem slíkur að sækja um á stúdentagörðum. Þegar ákveðið er hverjir fá úthlutað stúdentaíbúð eru tekjur maka ekki teknar með í reikninginn. Þó má geta þess að þegar kona Jóns Þórs komst inn á stúdentagarðana vann maður hennar við malbikun.Til hamingju Ísland Þegar veski Millicent Fawcett var stolið blasti við henni hið augljósa: Efnahagslegt sjálfstæði kvenna er lykillinn að frelsi þeirra. Kona sem er efnahagslega háð eiginmanni sínum er ekki frjáls. Þetta fékk Millicent að reyna aftur á eigin skinni þegar eiginmaður hennar lést. Til að tryggja henni höfundarrétt eigin bóka varð Henry að ánafna Millicent réttinum í erfðaskrá sinni. Íslenska heykvíslakórnum tókst með skrílslátum að snúa við aldalangri þróun. Vegna þess að maður ákvað að gefa kost á sér til þingsetu í fjögur ár hefur kona þurft að gefa upp á bátinn húsnæði sitt. Jón Þór, kona hans og börn hyggjast flytja út af stúdentagörðunum. Kona þingmannsins er nú háð manni sínum um húsaskjól. Pyngja konunnar er pyngja manns hennar. Til hamingju Ísland!Kæri heykvíslakór Heykvíslakórinn telur sig vafalaust með söng sínum berjast gegn óréttlæti. En að þessu sinni missti hann algjörlega marks. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu,“ sagði Jón Þór þegar hann tilkynnti um brotthvarf fjölskyldunnar af stúdentagörðunum. „Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ Í stað þess að hvetja til þess að einstaklingar séu sviptir efnahagslegu sjálfstæði sínu ættum við að krefjast þess að fleirum sé það tryggt. Sem dæmi má nefna búa ellilífeyrisþegar og öryrkjar við töluverðar tekjuskerðingar vegna sambúðar. Hvernig er að vera öryrki sem þarf að biðja maka um „vasapening“? Hvernig er að vera kona sem treystir sér ekki til að yfirgefa ofbeldissamband því hún er fjárhagslega háð eiginmanni sínum? Hvernig er að verða sextíu og sjö ára og verða allt í einu byrði á öðrum? Kæri heykvíslakór, væri ekki nær að syngja um það?