Snýr Volgan aftur? Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 09:00 Hver kannast ekki við hann þennan sem kominn er á virðulegan aldur. Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent