Flaggskip Lexus í endurnýjuðum sýningarsal Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 09:57 Lexus LC 500h. Næstkomandi laugardag, 25. mars gefst einstakt tækifæri til að sjá Lexus LC 500h sportbílinn á sérstakri forsýningu hjá Lexus Ísland í Kauptúni 6, Garðabæ. Bíllinn er fluttur til landsins sérstaklega fyrir þessa sýningu sem jafnframt er opnunarsýning í nýjum sýningarsal Lexus. Salurinn hefur verið innréttaður frá grunni samkvæmt nýjum stöðlum Lexus. Þar er ekkert til sparað svo upplifun viðskiptavina verði eftirminnileg. LC 500h verður aðeins forsýndur þennan eina dag og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá þetta nýja flaggskip sportbíladeildar Lexus. Hönnun bílsins er glæsileg og ber verkfræðingum, hönnuðum og handverksmönnum Lexus gott vitni. Leitast er við að sameina einstaka akstursupplifun sportbíls og þau þægindi sem lúxusbílar Lexus eru þekktastir fyrir. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum og þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Glæsilegur bíll frá öllum hliðum séð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Næstkomandi laugardag, 25. mars gefst einstakt tækifæri til að sjá Lexus LC 500h sportbílinn á sérstakri forsýningu hjá Lexus Ísland í Kauptúni 6, Garðabæ. Bíllinn er fluttur til landsins sérstaklega fyrir þessa sýningu sem jafnframt er opnunarsýning í nýjum sýningarsal Lexus. Salurinn hefur verið innréttaður frá grunni samkvæmt nýjum stöðlum Lexus. Þar er ekkert til sparað svo upplifun viðskiptavina verði eftirminnileg. LC 500h verður aðeins forsýndur þennan eina dag og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá þetta nýja flaggskip sportbíladeildar Lexus. Hönnun bílsins er glæsileg og ber verkfræðingum, hönnuðum og handverksmönnum Lexus gott vitni. Leitast er við að sameina einstaka akstursupplifun sportbíls og þau þægindi sem lúxusbílar Lexus eru þekktastir fyrir. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum og þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Glæsilegur bíll frá öllum hliðum séð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent