Subaru jeppi kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 11:22 Subaru Ascent í feluklæðum. Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent