3 nýir jeppar frá Skoda Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 12:35 Þessi mynd sýnir áætlanir Skoda fyrir Kína. Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Samkvæmt upplýsingum frá Skoda í Kína er von á þremur nýjum jeppum eða jepplingum við hinn nýja Kodiaq jeppa. Einn þeirra verður “coupe”-gerð af Kodiaq, einn verður öllu minni og arftaki Skoda Yeti en samt stærri bíll en núverandi Yeti. Sá þriðji á svo að vera enn minni, bíll sem jafnvel væri byggður á sömu botnplötu og Fabia fólksbíll Skoda. Sá bíll gæti líka átt ýmislegt sameiginlegt með Volkswagen Polo Crossover og nýjum SEAT Arona. Á meðfylgjandi mynd eru tveir þessara bíla kallaðir Model K og Model Q, hvað svo sem það stendur fyrir, en ljóst má þó vera að þessir bílar séu komnir á teikniborðið hjá Skoda. Einnig verður forvitnilegt að vita hvort þessum bílum verður ætlað að fara á aðra bílamarkaði en í Kína. Til stendur að sýna alla þessa bíla árið 2019 í Kína og að þeir verði allir framleiddir í verksmiðju Volkswagen í Shanghai í Kína.Skoda Kodiaq jeppinn.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent